Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 66
-58-
Á fundi á Hvanneyri í sumar var framleiðsluverð á
heykílói áætlað rúmar 6 krónur. Verðmæti grænfóðurs, um-
reiknað til sömu eininga hlýtur að vera mun hærra vegna
meira orkugildis og að skiptavara þess er í flestum tilvikum
kjarnfóður. Ég hygg að verðmæti grænfóðurs á heygrunni sé
fremur vanmetið en hitt á 10 krónur eða 11,70 fyrir þurrefn-
iskílóið
Hiðað við mjög ríflega áburðargjöf fara því fyrstu 10
hkg til að borga áburðinn og 1-6 hkg til að borga fræ.
Afgangurinn ber svo uppi annan kostnað sem bóndinn getur að
hluta til verðlagt að vild, vinnu manns og tæki.
Þessa uppskeru má hæglega fá af haugarfa og þó líklega
enn meiri. Fari uppskeran undir þessi mörk er venjulega
talað um mislukkaða grænfóðurrækt.
Því miður eru upplýsingar um áföll af þessu tagi
sjaldnast í tilraunaskýrslum og oft er erfitt að meta hvort
um er að ræða eitthvað bundið tegundinni eða mannlegum
mistökum. Sem dæmi um nokkuð sem virtist ætla að verða
áfall má taka samanburðarti1raun á Hvanneyri s.i. sumar.
Andahjón höfðu gert sér bú í nágrenninu og vöppuðu um
stykkið eftir sáningu og kipptu byggplönturtum upp jafnharðan
og byggið spíraði en létu aðrar tegundir í friði.
Svo virðist þó að grastegundirnar séu mun öruggari í
ræktun en krossblómategundir, koma þar til kálfluga,
illgresi og bleyta hér sunnanlands. Bygg er einnig mjög
viðkvæmt fyrir lágu sýrustigi.
Hér skal ekki farið frekar útí val tegunda og stofna,
en brýnt fyrir mönnum að fylgjast vel með þeim tilraunum sem
gerðar eru og glöggva sig jafnframt á því sem þegar hefur
verið gert. Oafnframt verður rannsóknastarfsemin að halda
vöku sinni .
Stöðugt koma fram nýir stofnar, tveir hollenskir
vetrarrepjustofnar reyndust t.d. mun betur en Samo á Hvann-
eyri í sumar. Það verður, eins og stundum heyrist sagt, að
rannsaka betur. Og hvað um stórveldið gamla, Sol II, er
sá stofn að breytast eða er það tilviljun að vetrarhafra-
stofninn Peniarth slær hann út seinustu tvö árin?
Skal nú vikið að þeirri grænfóðurtegund sem gefið hefur
langmesta uppskeru í tilraun hér á landi, nefnilega næpu.
Næpur, rófur og fóðursykurrófur (foderbeder-fórbeter)
hafa verið ræktaðar í stórum stíl um sunnanverð Norðurlönd í
langan tíma. Hefur þar einkum verið sóst eftir rótinni sem
svo verður kölluð hér hvað sem grasafræði líður, en kálið
nýtt sem aukageta.
Helstu rök fyrir þessari ræktun er geypileg uppskera í
fóðureiningum, 10-12000 FE er tala sem nefnd er í því
sambandi. Þegar að fóðrun kemur eru ræturnar gjarnan skil-
greindar sem blautt kjarnfóður, en orkustyrkur í þurrefni er
líkt og í korni. Er enda hvorttveggja uppsöfnun auðnýtts
forða sem sterkju og sykurs.