Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 34
-26-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1987
VEÐURFARSBREYTINGAR OG LANDBÚNAÐARSTEFNÁ
Bjarni GuAmundsson
landbúnaðarráduneytinu
1■ Inngangur
Landid okkar liggur á mörkum tveggja heima hvad
landbúnaðinn snertir. Það teygir sig þangafl norður sem
grasspretta á ræktudu landi er ótrygg, en suflur að því marki
ad korn nær fullum þroska í betri árum. Fremur lítil hita-
breyting getur valdiö því afl mörk þessi raskast verulega.
Islenskur landbúnaður er einhæfur. Að meginhluta byggist
hann á grasrækt, heyöflun og beit, og framleiöslu mjólkur og
kjöts með jórturdýrum. Áhrif veflurfars á afkomu landbúnaðar-
ins eru því einkum falin í samspili þess við gróöurinn og
sprettu fóðurjurta í túni og haga. Meö margvíslegum aðgeröum
tæknialdar hefur tekist að tempra áhrif veíurfars á landbún-
aðinn. Enn getur afbrigðilegt veöurfar þó haft mikil áhrif.
Nægir þar að nefna sem dæmi kalárin á sjöunda áratug aldar-
innar, og óþurrkasumur, sem af og til valda bændum miklu
t jóni .
Nú er þaö eitt meginmarkmiö íslenskrar landbúnaöar-
stefnu, að fullnægja þörfum hins innlenda markadar fyrir þær
búvörur sem hagkvæmt er aö framleiða innanlands. Því reynir
á aö dempa framleiðslusveiflur, þannig að búvörumagnið hæfi
markaðinum, svo hvorki komi til skorts eða offramleiðslu.
Sérlega er mikilvægt, að geta dempað framleiðslusveiflur sem
breytilegt veðurfar veldur. Vegna einangrunar landsins m.a.
er einnig stefnt að því að framleiða sem mest af
nauðsynlegum búvörum með innlendum aðföngum.
2. Veðurfarssveiflur og viðbrögð við þeim
Meiri háttar sveiflna í veðurfari gætir mjög'á búvöru-
markaðinum, sem og í tekjum bænda. Áhrifanna getur einnig
gætt í afkomu heilla byggðarlaga. Þetta kallar á viðbrögð
stjórnvalda, svo og rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu bænda,
hvað landbúnaðinn varðar.
Veðurfarssveiflur má flokka í tvennt: Annars vegar eru
það skammtímasveiflur, t.d. eitt misseri að lengd, ellegar
eitt eða tvö ar, hins vegar langtímasvelflur, sem t.d. ná
yfir þrjú ár eða fleiri, að meira eða minna leyti samfelld.
Tekið skal fram, að mörk tímalengdar eru ekki skýr.
Með hliðsjón af íslenskum aðstæðum, og þessari skil-
greiningu má flokka afleiðingar af veðurfarssveiflum og
viðbrögð við þeim á eftirfarandi hátt. Gerður er munur á
veðurfarssveiflum til hins betra annars vegar (góðæri) og til
hins verra hins vegar (harðæri):