Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 94
-86-
Einstök dæmi er þó rétt aó nefna, þar sem ástæóa lélegrar
nýtingar viróist ljós. Vorið 1970 var klaki mikill i jörðu og
við bættist rigningatió í mai og átti það við um landið allt. r>á
nýttist áburður, sem dreift var i mai, illa á Hvanneyri. Til
dæmis var áburðardreifing 5. júni langbest i tilrauninni, sem
nefnd var hér að framan. Þá nýttist nitur illa i sumum tilraunum
á Skriðuklaustri það vor. Þess er getið til, að saman hafi farið
útskolun og afnitrun, en jörð var forblaut ofan á klaka (Hólmgeir
Björnsson 1980). Vorió 1979 nýttist áburður illa i
Húnavatnssýslu, þótt borið væri á i júni, en aðstæður voru þá
likar þvi, sem á undan er lýst (Hólmgeir Björnsson 1980). Enn má
nefna, að áburðardreifing á Korpu 4. mai 1982 reyndist illa, en
þá var borið á freðna jörð i frosti, þótt þitt og þurrt væri
undir þunnri klakaskel. Þegar seint er borið á, gæti svo þurrkur
i yfirborði jarðvegs dregið úr upptöku niturs, og eins gæti
þroskastig grasa haft þar áhrif, til dæmis stöngulmyndun
vallarfoxgrass.
IV. Skipting áburðar
Tilraunir með skiptingu áburðar voru teknar fyrir á sama
hátt og áburðartimatilraunir. Þó voru teknar með niðurstöður
viðar að en frá Korpu, ef útreikningur á upptöku niturs lá fyrir.
I þessum tilraunum er áburði skipt fyrir slátt, hluti áburóar
borinn á milli slátta, eða hluti áburðar borinn á eftir slátt sem
haustáburður. Þessir flokkar eru kynntir i 4.-6. töflu.
1. Skipting áburðar fyrir slátt
I Skaftafellssýslum hefur lengi tiðkast að skipta áburði á
auratún i tvennt fyrir slátt. Þá er fyrri hlutinn, oft minna en
helmingur, borinn á eins fljótt og fært þykir, venjulega i byrjun
mai (Þorsteinn Geirsson 1981). Siðari hlutinn er svo borinn á
mánuði siðar. I 4. töflu er gerð grein fyrir þremur tilraunum
með þvilika skiptingu. Ein þeirra er á auratúni i Suðursveit. 1
þessum tilraunum öllum er lióur, þar sem dreifingu á 60 kg N/ha
er frestað um fjórar vikur. Sú skipting hefur ekki skilað
jákvæðum árangri i þessum fáu tilraunum.