Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 26
18
Heygjöfln er meginhluti vinnunnar, eða 60-80% af heildarvinnunni. Úr þessum jöfnum
má lesa að vinnan, þegar gefið er laust þurrhey, er um 35-40 mín./dag á 100 kindur háð fjár-
íjölda, 23-31 mín. þegar gefið er bundið hey og 41-43 mín. við votheysgjafir. Sambærileg
tækni var notuð í öllum tilvikum, þ.e. einungis handverkfæri og vagnar. Vert er að árétta að
hér er einungis um að ræða daglega vinnu í húsunum en ekki er meðtalin vinna, t.d. við eftirlit
á fénu, aðdrætti, verkstjórn, viðhald og fleira sem tengt er rekstri búsins.
Eftir því sem heyverkun í rúlluböggum hefur aukist er áhugi fyrir breyttri fóðrunartækni.
Einkum þykir áhugavert að setja rúllurnar í heilu lagi í sérsmíðaðar gjafagrindur í stað þess að
gefa á garða. Skipulegar tilraunir hafa verið í gerðar undanfarin tvö ár þar sem bæði er verið
að þróa tæknilega útfærslu grindanna og rannsaka atferli fjárins. Fyrstu niðurstöður benda til
þess að ná megi sambærilegum árangri við fóðrun úr gjafagrindum þegar vissum skilyrðum,
sem rannsaka þarf þó mun betur, er fullnægt. Þessari aðferð fylgja augljósir kostir og má þar
nefna að vinna við fóðrun minnkar stórlega þegar viðeigandi aðstæður eru fyrir hendi. Þá
hefur verið bent á að stöðugur aðgangur að fóðri samsvari betur átvenjum fjárins heldur en
fóðrun á afmörkuðum tímum sólarhringsins. Einnig má nefna að gjafagrindurnar taka mun
minna rými í húsunum en garðar og er jafnvel rætt um 15-20% minni gólfflöt en við
hefðbundna gjafatækni. Má gróft áætla að það svari til 200-400 kr. á kind á ári vegna
kostnaðar við húsrými.
Vinna við útmokstur
Gerðar hafa verið vinnurannsóknir við útmokstur úr hinum ýmsu gerðum fjárhúsa og með
mismunandi tækni. Niðurstöðurnar sýna fyrst og fremst mikinn mun á milli aðferða fremur en
milli húsagerða. Hér er eingöngu verið að ræða um þá vinnu sem er bundin því að koma
taðinu út úr húsunum, en ekki akstur eða dreifingu á völl. Niðurstöðurnar eru í stórum dráttum
þær að ef ekki er hægt að koma við vélbúnaði við útmoksturinn er hann mjög vinnufrekur, eða
um 13 dagsverk á ári á 400 kinda búi. Úr vélfærum taðkjöllurum hins vegar um 1,9 dagsverk
og úr grunnum vélfærum kjöllurum um 3,8 dagsverk á ári. Þegar taðhús eru hönnuð þannig að
opna megi á stöfnum og koma við ámoksturstækjum mældist vinnan um 3,4 dagsverk. Af
þessum tölum er því ljóst að ef á annað borð er hægt að koma við vélbúnaði við útmokstur
hefur sá verkþáttur mjög lítið vægi í heildarvinnu á meðalstóru sauðfjárbúi.
Á seinni árum hafa verið byggð hús með um 2 m djúpum áburðargeymslum sem eru
lokaðar á öllum hliðum. Taðið er þá blandað vatni með mykjudælum, svonefndum skádælum.
Aðeins þarf lúgur ofarlega á veggjum til að koma þeim við, bæði til blöndunar og dælingu upp
í tank. Með þessari aðferð vinnst það að byggt er í samræmi við áburðarmagnið og