Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 177
169
UPPSKERA MÆLD Á 10 GRÖSUM
Þótt nokkuð skorti á að vaxtarrými kartaflna sé þekkt nákvæmlega alls staðar má nota
mælingu á uppskeru undan 10 grösum til að meta uppskeru á hektara og uppskeruauka vegna
áburðar. Meðaluppskera var 24,1 tonn/ha, þar af 15,6 tonn/ha >35 mm. Niðurstöður um áhrif
áburðar eru í B-hluta 2. töflu. Annars vegar er uppskera alls, hins vegar úr stærri flokkunum
tveimur. Má ætla að sú uppskera fari nær því, sem vélamar skila, enda svipuð að meðaltali.
Niðurstöður úr sandgörðum eru nokkuð sambærilegar við það sem fékkst við upptöku með
vél. Þó er það frávik ífá beinni línu, sem nú fékkst, ekki marktækt. Hins vegar er niðurstaðan
að því leyti ólík, að ekki er marktækur munur eftir jarðvegsgerð, og uppskeruauki íyrir áburð
er mun meiri í moldargörðum en fékkst með upptöku með vél. Gæti það numið allt að 4
tonnum/ha sem tapast af uppskeruaukanum ífá 37 til 237 kg N/ha ef tekið er upp með vél.
Þessi niðurstaða er nokkurt umhugsunarefhi. I næsta kafla á undan kom fram að hlutur stórra
kartaflna jókst með áburði, einkum í moldargörðum. Nærtæk er sú skýring að umtalsverður
hluti þessara stóru kartaflna tapist við upptöku þegar moldarkögglar eru hreinsaðir ffá.
Staðalfrávikið var 2,85 á uppskeru alls og 2,71 á uppskeru stóru flokkanna tveggja þegar
reiknað var einfalt línulegt aðhvarf. Reyndar eru þessar niðurstöður breytilegri í Birtingaholti
en annars staðar. Staðalfrávikin lækka í 2,42 og 2,04 ef niðurstöðum þaðan er sleppt og að-
hvarfið er ákvarðað með minni skekkju, en stuðullinn breytist lítið. Samkvæmt staðalffá-
vikunum hefur fengist mikið nákvæmari uppskerumæling með því að taka upp með vél en
með því að taka 10 grös upp með höndum. Ef sama líkanið, þ.e. mismunandi halli eftir jarð-
vegi og 2. gráðu stuðull, er fellt að uppskeru mældri með vél og uppskeru í stærri flokkunum
tveim fæst að fylgni milli frávika er +0,43 (28 frítölur). Ekki er öllu meiri fylgni að vænta ef
gert er ráð fyrir að aukinn breytileiki við handupptöku sé einkum vegna minni nákvæmni.
STERKJA
Sterkja var ákvörðuð með eðlisþyngdarmælingu á flokkuðum sýnum, allt sýnið í hverjum
flokki notað. Við upptöku var mælt í sýnum úr görðum á Suðurlandi. Alls staðar var mælt í
báðum miðstærðarflokkunum, en í stærsta flokknum var ekki nægilega mikið til mælingar
nema í 23 sýnum af 38, og ekki var mælt í smæsta flokknum.
Sterkjumælingin gaf að meðaltali nákvæmlega sömu niðurstöðu í 2. og 3. stærðarflokki,
og staðalfrávik mælinga er 0,52 ef litið er á þetta sem endurtekna mælingu á sama eiginleika.
Því var tekið meðaltal þessara mælinga, að vísu vegið með tilliti til þess að breytileiki var
minni í stærri flokknum, enda sýnin stærri. Sterkja hefur minnkað um 1,41+0,20 prósent-
einingar á 100 kg N/ha. Athygli vakti að á tveimur stöðum var nokkru meiri sterkja við lægsta