Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 220
212
aldursviku. Að loknu mjólkurskeiði voru kálfamir færðir á bása þar sem einstaklingsfóðrun
hófst. Gripimir sem fengu kjarnfóður eftir mjólkurskeið (hópur A, 18 stk) fengu hámark 1000
g á dag, hinir (hópur B, 18 stk) fengu smám saman ekki neitt. Kjarnfóðrið var það sama og
kúnum var gefið, A blanda frá Fóðurvörudeild KEA.
1. tafla. Listi yfir fóðurskeið uxanna í tilraun, ásamt lengd, hópskiptingu, fóðurgerð og -magns hvers tímabils.
Tímabil Tími Fóðrunarhópar Fóðrun Magn
Mjólkurskeið 3 mánuðir Einn hópur Mjólk, hey og kjarnfóður 288 1 mjólk 48 kg kjf. Hey að vild
Eldisskeið 3 mánuðir Tveir hópar (A og B) Helmingurinn á heyi og kjamfóðri Helmingurinn á heyi eingöngu 60 kg kjf. Hey að vild
Vaxtarskeið 3 mánuðir Einn hópur Eingöngu hey Hey að vild
Beitarskeið 3‘/2 mánuður Þrír hópar (I, F og E, A og B innan hvers flokks) Þriðjungur inni, alinn á heyi Þriðjungur á úthagabeit (fjall) Þriðjungur á ræktuðu landi (engi) og grænfóður í lokin (rýgresi) Hey að vild 13,5 ha, frjáls beit 1,7 ha, frjáls beit 0,9 ha, randabeitt
Lokaskeið 21/2-14 mánuðir Einn hópur Eingöngu hey Hey að vild
Einn þriðji hluti uxanna var inni sumarið 1995. Uxamir sem fóru út vom settir út 21.
júní og teknir inn 11. október. Þriðjungur uxanna fór á úthagabeit í hólf með breytilegu
gróðurfari, en gróskumikið því sumarið áður hafði engin skepna verið þar. Þriðjungur uxanna
fór í hólf á Möðruvallaengi með 0,5 ha móa og 0,5 ha mýri, auk ræktaða landsins. Snarrót
þakti um 70% túnsins sem var mikið bitið þegar líða tók á sumarið, þó snarrótin hlypi í punt á
blettum. í mýrinni bitu uxarnir ekki mýrarstör en töluvert af gulstör og strandsauðlauk. í
móunum var mest um snarrót og voru þeir mikið bitnir þegar líða tók á sumarið. Þann 21.
ágúst hófst randbeiting á rýgresi og var strengurinn færður 3-5 sinnum í viku. í september-
byrjun var túnið jafnframt stækkað við þá.
Uxunum var slátrað við mismunandi þunga; 350 kg, 400 kg og 450 kg á fæti. Ólík með-
höndlun og einstaklingsmunur réðu lengd lokaskeiðsins þar til gripurinn náði sínum slátur-
flokki. Lengd lokaskeiðsins var allt frá 2Vz mánuði upp í 14. Gripirnir voru vigtaðir á mið-
vikudegi og ef þeir höfðu náð tilætluðum þunga voru þeir keyrðir á Sláturhús KEA á Akureyri
daginn eftir og slátrað eftir hádegi sama dag.
Heyið í tilrauninni var þurrt og vélbundið í bagga. Yfir sumartímann fengu uxamir
fyrningar eftir því sem þær entust fram á haustið. Snarrót var ríkjandi tegund í heyinu. Orku-
og próteininnihald heysýna á tilraunatímabilinu er sýnt í 1. mynd. Steinefnagreiningum
sýnanna er enn ekki lokið.