Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 299
291
rekstur ánna í básinn. Nota átti báða básana og rnjólka 4 ær í einu en það var ekki gert. Aðeins
var notaður annar básinn og tvær ær mjólkaðar í einu. Til að lokka ærnar inn í básinn var þeim
gefinn „einn bolli“ (ca 60 g) af fóðurblöndu í mál. Það reyndist þó ekki nógu vel, eins og síðar
verður að vikið. Mjaltavél og mjaltamaður voru staðsett aftan við ærnar, eins og venja er við
mjöltun áa og tvær ær mjólkaðar samtímis, en 4 ær voru reknar inn í básinn samtímis. Sams
konar aðferðir voru notaðar við hreinsun og þvott á júgri eins og við mjöltun kúa og voru slík
áhöld og efni keypt í MB. Ráðin var sérstök mjaltakona og aðstoðarmaður með henni. Þá var
oftast fenginn sérstakur tilraunamaður til að taka sýni þá daga sem þau voru tekin.
Mjólkursýni voru tekin daglega, safnsýni, og var farið með þau í Borgarnes eins oft og
þurfa þótti. Einstaklingssýni voru tekin einu sinni í viku, bæði kvölds og morgna. Yfirleitt var
farið með þau sýni samdægurs, m.a. til að athuga heilbrigði ánna. Mjólkursýnin voru tekin í
sýnaglös frá Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins og meðhöndluð á sama hátt og mjólkursýni úr
kúm. Dýralæknir skoðaði ærnar einu sinni á tímabilinu með tilliti til júgurheilbrigðis. Annars
var það eftirlit í höndum mjaltamanns. Engin sérstök vandamál komu upp hvað sjúkdóma
snerti. Mjólkin var sigtuð og sett í plastfötur, 4 eða 10 1, strax að mjöltum loknum og hún fryst
í venjulegum heimilisfrysti. Þau voru síðan send til Mjólkursamlagsins í Búðardal til vinnslu.
Frá þeim athugunum og tilraunavinnslu verður skýrt annars staðar.
Mjög illa gekk að koma ánum inn í mjaltabásinn fyrstu dagana og reyndar fyrstu
vikurnar gekk það stirðlega. Það voru reyndar alltaf sömu ærnar sem voru erfiðar og streittust
á móti.
NIÐURSTÖÐUR
Eins og áður hefur komið fram var fært frá 19 ám síðari hluta dags 15. júlí. Lömbin voru send
til slöktunar og slátrað þann 16. júlí. Við val sláturlamba var alltaf viðhaft sama verklag.
Lömbin voru vigtuð og metið hvort þau hefðu náð nægum sláturgæðum. Þau sem ekki stóðust
kröfur var áfram haldið undir mæðrum sínum og látin bíða næstu slátrunar. I 3. töflu eru upp-
lýsingar um lömbin.
3. tafla. Fjöldi, þungi og flokkun lamba við slátrun.
Slátrun Dags. Fjöldi Lífþungi, kg Fallþungi, kg Úrval I. flokkur Kjöt-%
1. 16.07. 21 25,7 12,4 1 20 48,2
2. 23.07. 25 26,8 12,0 0 25 44,5
3. 20.08. 11 34,5 15,4 0 11 44.6
5