Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 45
37
að tæma ærnar, skilja því eftir næringarríkustu mjólkina og mjólkurmyndun minnkar fyrr en
ella. Af þessu má draga þann lærdóm að ástæðulaust sé með öllu, ef ekki skaðlegt, að eyða
nokkru kjarnfóðri í einlembur eftir burð, heldur gefa þeim einungis töðu að vild. Hins vegar sé
raunhæft að fóðra tvílembur á töðu að vild auk 200 g af fiskmjöli.
Tilraunir með mismunandi burðartíma og meðferð lamba vor og haust hafa sýnt að
framlegð eftir hverja á er meiri ef sauðburður er snemma og ær bera inni með tilheyrandi
fóðrun fyrst eftir burð en ef burðinum er seinkað um eitt gangmál og fóður sparað.
Hins vegar var framlegð á framleitt kg kjöts mest þegar tilkostnaði var haldið í lágmarki,
þ.e. sauðburði seinkað, ekki beitt á tún og lömbum slátrað beint af úthaga. Bötun að hausti
hækkar framlegð eftir ána, sérstaklega ef lömbin fæðast seint, en lækkar framlegð á kg kjöts.
Á svæðum þar sem vorar seint og gjafatími að vori getur verið langur er því sennilega
hagkvæmt að seinka burði á vorin og búa sig undir að geta batað lömb að hausti, t.d. á græn-
fóðri. Fóðurkostnaðurinn færist að hluta frá vori til hausts, en mun minni vinna er við að bæta
þunga lambanna að hausti en að fóðra lambær lengi inni að vorinu.
VORBEIT
Það fer eftir aðstæðum hjá hverjum og einum hvort hagkvæmara er að láta ærnar bera inni eða
úti. Ef ærnar bera inni þarf að koma þeim út eins fljótt og aðstæður leyfa eftir burðinn, en beri
þær úti er best að láta þær bera í þurru afmörkuðu túnhólfi heima við hús þar sem þær fá skjól
og fulla fóðurgjöf. Hvort sem ærnar bera inni eða úti þarf að hafa afgirt áborið beitarhólf þar
sem hægt er að fóðra þær fyrst eftir burðinn á meðan gróður er takmarkaður og einnig þurfa
þær að komast þar í skjól með lömbin. Best er að nota ekki sömu vorbeitarhólfm tvö ár í röð
til að koma í veg fyrir sníkjudýrasmit, en hníslasmit getur oft verið mikið á þessum tíma, enda
hafa lömbin þá litla mótstöðu gegn smiti. Gefa þarf öllu fé ormalyf nokkru fyrir burð, en þessi
lyf gagna ekki gegn hníslum. Vorbeitarhólfm þurfa að vera á þurru landi þannig að hægt sé að
bera á þau snemma á vorin, t.d. í apríl, ef veður leyfir. Einnig er mikilvægt að í þessum
hólfum séu snemmsprottin grös, t.d. háliðagras, en vetrarrúgur, sem er einær korntegund,
kemur líka til álita samkvæmt nýlegum tilraunaniðurstöðum. Þessi hólf ætti ekki að beita að
hausti til að forðast sníkjudýrasmit.
Gefa þarf góð hey með beitinni á meðan féð vill éta það og einnig getur verið gott að
gefa góða grasköggla og próteingjafa, allt eftir því hvernig spretta er og hvernig fóðrun er
háttað um burðinn. Ef tún eru nægilega stór er hægt að færa féð yfir á önnur afgirt áborin tún-
hólf, þegar nægilegt gras er fyrir hendi, á meðan beðið er eftir því að úthagi grói nægilega.
Hafa ber þó í huga að vorbeit rýrir uppskeru túna og það er mikilvægt upp á endingu (þ.e. að