Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 154
146
NIÐURSTÖÐUR
Efnagreining á leysingarvatni og dökklituðum snjó, sem safnað var á Möðruvöllum þegar
rnegna lykt lagði frá túnunum, sýndu rnikið magn ýmissa lífrænna efna (1. tafla). Einkurn eru
það smjörsýra, ediksýra og mjólkursýra sem eru algjörlega ríkjandi í þessum vökva, sýrur sem
áreiðanlega hafa valdið kal-Iyktinni, einkum þær tvær fyrrnefndu. Túnið, Neðstamýri, var
mikið kalið um vorið.
1. tafla. Styrkleiki efna í leysingarvatni og dökklituðum snjó (mg/1),
sem safnað var á túni á Möðruvölium 8. mars 1993 þegar svell voru að
hverfa.
Leysingarvatn Dökklitaður snjór
Smjörsýra 37 146
Ediksýra 16 98
Mjólkursýra 12 9
Vínsýra 8 4
Eplasýra 1 0
Propíónsýra 0 10
Isóvalerínsýra 0 5
Etanól 5 3
Oxalsýra 4 4
Sítrónusýra 2 0
Eftirtaldar bakteríutegundir voru einangraðar úr leysingavatni svellaðra plantna (fjöldi
tilfella er í svigum); Bacillus subtilis (1), B. mycoides (1), Entherobacter aerogenes (1), E.
cloacae (1), Hafnia alvei (1), Yersenia spp. (1), Y. enterocolitica (1), Pseudomonas spp. (1),
P. putida (1), P. fluorescens (11), P. marginalis (2), P. clororaphis (1), P. aureofaciens (3), P.
acidovorans (1). Tegundin Pseudomonas fluorescens virðist lang algengust af þeim tegundum
sem þarna voru einangraðar við lágt hitastig.
Mæld var efnasöfnun í vallarfoxgrasi (Adda) sem sett var í svell 22. mars 1993. Bæði
var um að ræða venjulegar plöntur sem höfðu lifað af að minnsta kosti einn vetur og einnig
þroskavænlegar fræplöntur sem voru að lifa sinn fyrsta vetur. Ekki kom fram neinn verulegur
munur á efnaferlum hjá þessum tveimur plöntuhópum, og eru niðurstöðurnar á 1. mynd og í 2.
töflu því meðaltal. Á 1. mynd er sýnt hvernig efni sem myndast við loftfirrða öndun safnast
fyrir þegar líður á svellunartímann. Athygli er vakin á því að plöntumar voru algjörlega inni-
luktar í svelli við -2°C og án jarðvegs, þannig að um er að ræða mun rneira álag en gerist úti í
náttúrunni, og því lifa þær einungis í 40-50 daga. Á þessa mynd vantar þó koltvísýring, en
■ hann var ekki mældur í þessari rannsókn. Það er athyglisvert að etanólið vex í upphafi, en
þegar plönturnar eru nær allar dauðar, eftir 40-50 daga, minnkar það og þá fyrst fer mjólkur-