Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 112
104
ræktarráðunautar hafa skipulagt ræktunina og haldið námskeið í skjólbeltarækt, en heimamenn
hafa séð um framkvæmdir. Á Skeiðum var verkstjóri ráðinn, en í Eyjafirði tók Skógræktar-
félag Eyfirðinga verkstjórnina að sér. Þetta verkefni fór vel af stað, en framhald er háð áfram-
haldandi ljárveitingum. Æskilegt væri að geta boðið upp á styrki til skjólbeltaræktar um land
allt, því ólíkt nytjaskógrækt er hún ekki háð sérstökum veðurfarsskilyrðum.
SKÓGRÆKTARSTÖRF BÆNDA
Árlega eru veittar kr. 20 milljónir til Skógræktar ríkisins vegna Skógræktarstarfa bænda. Það
fjármagn hefur verið notað til að ráða dreifbýlisbúa í vinnu hjá Skógræktinni. í flestum til-
vikum er um að ræða tímabundna vinnu, t.d. vinnu við umhirðu skóglenda, gróðursetningu,
eða móttöku ferðamanna á sumrin eða vinnu við grisjun og uppskeru jólatrjáa að vetrarlagi,
oftast í löndum Skógræktar ríkisins. Þótt ekki sé um háa upphæð að ræða hefur þetta talsverða
þýðingu fýrir einstakar sveitir, eins og t.d. Fnjóskadal og Fljótshlfð.
SKÓGARÞJÓNUSTAN
Á undanförnum árum hefur Skógræktin byggt upp það sem við köllum Skógarþjónustu Skóg-
ræktar ríkisins. Skógarþjónustan samanstendur af skógræktarráðunautum í hverjum lands-
fjórðungi; Rúnar ísleifsson fyrir Austurland með aðsetur á Egilsstöðum, Brynjar Skúlason
fyrir Norðurland með aðsetur á Akureyri, Björn Jónsson og Gunnar Freysteinsson fyrir Suður-
land með aðsetur á Selfossi og Friðrik Aspelund fyrir Vesturland með aðsetur á Hvanneyri,
allir menntaðir skógfræðingar eða skógverkfræðingar. Auk þeirra tilheyrir Daði Björnsson,
landfræðingur, skógarþjónustunni og sér hann um tölvuvinnslu korta o.fl.
Hlutverk skógræktarráðunauta er fyrst og fremst að hafa umsjón með nytjaskógrækt á
bújörðum, þ.m.t. að gera heildaráætlun fyrir skógrækt á hverri jörð og ræktunaráætlanir fyrir
hvert ár í samráði við bónda, að veita ráðgjöf og hafa eftirlit með framkvæmdum og útborgun
styrkja. Auk þess sinna skógræktarráðunautar ýmsum verkefnum, s.s. áætlanagerð fyrir lönd
Skógræktar ríkisins, námskeiðahald, ráðgjöf við almenning, rannsóknum í samvinnu við sér-
fræðinga á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá o.m.fl. Skógræktarráðunautarnir á
Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi eru allir með skrifstofur sínar í sama húsi og við sama gang
og búnaðarsambönd viðkomandi staða og skógræktarráðunautur á Hvanneyri er jafnframt
kennari við bændaskólann, auk þess að vfera héraðsfultrúi Landgræðslunnar. Þannig skapast
möguleikar á nánu samstarfi um ýmis verkefni.