Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 213
205
Kornið var allt valsað í Miðgerði með sama valsanum. Það var gert í marsbyrjun 1996
og kom í stórsekkjum að Möðruvöllum. í tilraunina fóru tveir stórsekkir af þurra, íslenska
korninu, tveir af þurra, erlenda og fjórir af því votverkaða. Sýni voru tekin úr hverjum og
einum stórsekk. Meðaltal fyrir orku- og efnainnihald þessara sýna ásamt loðnumjölinu og
heyinu er sýnt í 1. töflu.
1. tafla. Orku- og efnainnihald byggs, loðnumjöls og heys í tilraun. Niðurbrotsmælingum próteins í korni er ekki
lokið; niðurbrots% próteins heys = 60, fiskimjöls = 45, niðurbrots% próteins í ísl. byggi áætl. 50, niðurbrots%
próteins í erl. byggi áætl. 67 (1). Meltanleiki næringarefna fundinn í töflum (5). Miðað er við innihald í kg þe.
Tegund Þe.% FEm Hrápr.% g AAT gPBV g Aska gCa gP g Mg gK g Na
Hey A1 85,19 0,86 15,7 90 -1 9,1 0,34 0,27 0,21 1,80 0,03
Hey B2 85,67 0,89 18,5 95 17 8,0
Loðnumjöl 93,27 1,28 72,30 279 323 13,2 1,12 1,16 0,11 0,95 0,66
Bygggerðir3
fsl. þurrt 87,91 1,17 10,65 119 -85 3,17 0,04 0,33 0,11 0,58 0,03
ísl., votv. 62,21 1,15 10,15 115 -83 3,22 0,04 0,33 0,11 0,45 0,04
Erl., þurrt 89,19 1,15 12,46 108 -50 2,39 0,05 0,36 0,10 0,48 0,01
Meðaltal 79,77 1,16 11,09 114 -73 2,93 0,04 0,34 0,11 0,50 0,03
P-gildi <0,001 0,006 <0,001 <0,001 <0,001 0,001
Skekkja4 2,33 0,003 0,206 0,447 1,541 0,086
1) Hey A = Heysýni sem var tekið áður en tilraun hófst og stuðst við til útreikninga á heygjöf.
2) Hey B = Meðaltal 6 samsýna úr heyjum sem voru tekin þegar tilraun stóð yfir.
3) Steinefnagreiningar einungis úr fyrsta stórsekk hverrar bygggerðar, öðru ólokið.
4) Staðalskekkja mismunarins.
í ljós kemur marktækur munur milli bygggerða í þurrefnisprósentu, mjólkurfóður-
einingum, hrápróteinprósentu, magni AAT, PBV og ösku. Votverkaða byggið inniheldur
mesta vatnið sem eðlilegt er. íslenska, þurra byggið er hins vegar orkuríkast. Hvað varðar aðra
upptalda þætti þá sker erlenda, þurra byggið sig úr. Það er innihaldsríkast af hrápróteini og
PBV og er með lægst AAT- og öskuinnihald.
Sýni var tekið af hverri bygggerð, vigtað og fjöldi heilkorna talinn. í íslenska, þurra
bygginu reyndist 2,3% vera heilkorn, 0,5% í því votverkaða og 1,9% í því erlenda, þurra.
í töflunni kemur fram að orku- og próteininnihald heysins sem miðað var við til út-
reikninga á heygjöf var aðeins lægra en hjá heyinu sem var gefið þegar tilraunin stóð yfír.
Fóðrun
Tveimur vikum áður en tilraunin hófst var nytin mæld í kúnum og þær vigtaðar. Út frá þeim
upplýsingum voru þarfir kúnna til viðhalds og framleiðslu reiknaðar. Út frá efnagreiningum á
heyi og byggi sem nota átti í tilrauninni var fóðurgjöfm metin út alla tilraunina. Gert var ráð