Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 31
23
Umtalsverður kostnaður fylgir fjallskilum; að sönnu misjafn eftir landshlutum. Tugir
dagsverka fara til smölunar hinna stærri afrétta (Guðjón Egilsson, 1992). A tveimur mismun-
andi fjallskilasvæðum á Suðvesturlandi nam kostnaður vegna fjallskila til dæmis 100 kr. og
480 kr. á vetrarfóðraða kind árið 1996.
Þótt viðurkennt sé að fjallskilaþáttur sauðfjárræktarinnar hafi hér og hvar félagslega
þýðingu er mikilvægt að líta á þann kostnað sem fylgir honum með hagræðingu í huga.
Breyttir hættir við nýtingu afrétta sem og æ fáliðaðri býli munu einnig kalla á endurbætur og
breytta verkhætti.
LOKAORÐ
í ágripi þessu hefur verið fjallað um vinnu og kostnað við hirðingu sauðfjár og heyöflun. Sýnt
hefur verið fram á að mikill munur getur verið á kostnaði, allt eftir því hvaða tæknistig valið
er til framleiðslunnar og hvaða vinnuaðferðum er beitt. Rými til sparnaðar í rekstri sauðfjár-
búanna við núverandi skipan sauðfjárræktarinnar er orðið takmarkað. Miðað við það rekstrar-
umhverfi sem nú mótar sauðfjárræktina virðist óumflýjanlegt að breyta ýmsu í framleiðsluferli
hennar eigi þeim, sem hana stunda, að takast að hafa af henni viðunandi tekjur. Tæknilega á
fátt að vera því til fyrirstöðu. í því efni er mikilvægt að huga að breyttum háttum við fjár-
festingu í byggingum og vélum. Vannýtt afkastageta véla (og að sínu leyti einnig vinnuafls)
getur verið búunum dýr. Loks er mikilvægt að líta á framleiðsluferilinn í heild, sniðinn að
þeim náttúrulegu skilyrðum sem þrátt fyrir allt eru undirstaða hagkvæmni sauðfjárræktarinnar,
kröfum þeirra sem hana vilja stunda og loks þess markaðar sem tilbúinn er til þess að njóta af-
urða hennar.
HEIMILDIR
Guðjón Egilsson & Lárus G. Birgisson, 1992. Vélasamvinna Búnaðarfélags Andakflshrepps. Fjölritað námsverk-
efni við Búvísindadeild á Hvanneyri, 11 bls.
Guðjón Egilsson, 1992. Smölun á Rangárvallafrétti. Fjölritað námsverkefni í rekstrartækni við Búvísindadeild á
Hvanneyri, 9 bls.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 1996a. Ársskýrsla (1995). Rit 1: 1996, 48 bls.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 1996b. Niðurstöður búreikninga 1995. Rit 3: 1996, 117 bls.
Nemendur Búvísindadeildar, 1996. Vinna við heyöflun. Óbirt námsverkefni og frumgögn þeirra.
Nielsen, W., 1993. Landbrugsfællesskaber - analyse og vurdering af de arbejdsmæssige og tekniske kon-
sekvenser. NJF-teknik-93 3-4: 1(8). Uppsölum.
Pétur Jónsson, 1993. Vélvæðing f íslenskum landbúnaði. Fjölrit Rala nr 162, 31 bls.