Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 107
99
landsráðunautur, Óttar Geirsson, jarðræktarráðunautur og undirritaður, sem leiðir hópstarfið.
Verkefni hópsins var að meta þörfina fyrir nýtt forrit í jarðrækt. Samin voru drög að kröfu-
lýsingu fyrir jarðræktarforrit. Leitað var upplýsinga um svipuð forrit í nágrannalöndunum.
Hópurinn tók saman kröfulýsingu að alhliða jarðræktarforriti, með túnabók, áburðaráætlun og
möguleika á mati á áburðarþörf, samkvæmt upplýsingum um jarðvegssýni, heysýni, jarðvegs-
tegund o.fl. Töluverðar tafir urðu á starfi hópsins vegna óvissu um verkið vegna sameiningar
Búnaðarfélagsins og Stéttarsambands bænda. Þeirri óvissu var svo eytt seint á árinu 1995.
Tveir tölvunarfræðinemar við Háskóla íslands hófu vinnu við forritun á árinu 1996 og grunn-
útgáfa lá fyrir í sumarbyrjun. Forritið er samið í Borland Delphi í Windows og eru gagnaskrár
á Paradox formi. Skömmu fýrir áramót kom út prófunarútgáfa af forritinu, sem samráðs-
hópurinn verður með til áframhaldandi prófunar fyrstu mánuði ársins 1997. Fyrsta útgáfa for-
ritsins er eingöngu fyrir búnaðarsambönd, en stefnt er að því að næsta útgáfa standi bændum
einnig til boða. Forritið hefur ekki hlotið heiti ennþá og er hér með auglýst eftir tillögum um
nafn.
10. Samanburðarforrit. Það myndi æra óstöðugan að rekja hér sögu samanburðarfor-
rits fyrir bókhald bænda í tengslum við forritið Búbót og verður það ekki gert hér. Þörf fyrir
samanburðarforrit hefur verið mikil. Með forritinu á að fást samanburður á milli bæja og milli
ára hjá einstökum búum. Ákveðnar viðmiðanir verða í forritinu við meðal- og bestu bú. For-
ritið er samið í Borland Delpi í Windows og gagnaskrár eru á Paradox formi. Síðastliðið
haust, þegar þróun forritsins var færð í tölvudeildina, var kallaður saman vinnuhópur til að fá
stöðumat og gera tillögur um hvaða nauðsynlegar viðbætur og lagfæringar þyrfti að gera á for-
ritinu svo að koma mætti því í notkun sem fyrst. I vinnuhópnum eru Gunnar Kristjánsson,
hagfræðingur á Suðurlandi, Jón Hlynur Sigurðsson, héraðsráðunautur í Eyjafirði, Ketill Hann-
esson, hagfræðiráðunautur BÍ, Þráinn Vigfússon, forritari, og undirritaður. Ef engar óvæntar
tafir verða kemur fýrsta útgáfa forritsins til búnaðarsambandanna í mars mánuði.
11. Handbók ráðunauta. Hagsmunafélag héraðsráðunauta óskaði eftir því að tölvu-
deildin tæki að sér gerð forrits til að halda utan um hagnýtar upplýsingar sem nýttust héraðs-
ráðunautum í daglegu starfi þeirra. Ákveðið var að hafa handbókina sem hluta af Lotus Notes
hópvinnukerfmu, enda leysti það öll tæknileg vandamál varðandi fjartengingu og uppfærslu á
efni bókarinnar. Kerfið er tilbúið í Notes, en eftir á að koma efni inn í hana og koma Notes
upp í flestum búnaðarsamböndum.