Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 289
281
Við fitusýrugreiningu kom í ljós að hlutfall óþekktra fitusýra var hátt í herta lýsinu.
Fleiri viðmiðunarsýni hefði þurft til að geta greint fleiri fitusýrur, en líklegt er að í óþekkta
hlutanum séu trans ísómerur og fitusýrur með ónáttúrulega staðsetningu tvítengja. Lambamör
er mjög hörð fita enda hlutfall mettaðra fitusýra hátt og hlutfall ómettaðra á móti mettuðum
fitusýrum (Ó/M) því lágt, eða 0,7. Eins og fjallað var um í inngangi ræðst meltanleikinn að
verulegu leyti af þessu hlutfalli. Samkvæmt því má reikna með því að lambamörinn hafi nýst
mun verr en herta lýsið sem var með Ó/M=l,9.
Vaxtarhraði
Við upphaf tilraunar var meðalþunginn sá sami, 47 kg, á fóðurtegundunum þremur. Daginn
fyrir slátrun var meðalþungi grísa á grunnblöndu 83,8 kg, meðalþungi grísa á blöndu með
lambamör var 85 kg og grísir sem fengu blöndu með hertu lýsi vógu 86,6 kg að meðaltali. Á
fyrra tímabili tilraunar, frá 16 til 20 vikna aldurs, var meðalvaxtarhraði allra grísa 565 g á dag.
Meðalvaxtarhraði allra grísa á seinna tímabilinu, frá 20 til 25 vikna aldurs, var 645 g á dag.
í tilrauninni var vaxtarhraði grísanna ekki frábrugðin milli fóðurmeðferða. í tilraun sem
gerð var á RALA 1993 (Birna Baldursdóttir og Guðjón Þorkelsson, 1995) hafði 10% lamba-
mör marktæk neikvæð áhrif á vöxt eldisgrísa. Miðað við að 5% lambamör hefur engin áhrif á
vöxt grísa og að 10% lambamör dregur marktækt úr vexti grísa er ekki ráðlagt að nota meira
en 5% lambamör í fóðri eldisgrísa. Hert lýsi hefur ekki marktæk áhrif á vaxtarhraða grísanna,
hvorki í þessari né fyrri tilraun sem vísað er í hér á undan.
Fóðurnýting
Fóðurmeðferð hafði ekki marktæk áhrif á fóðurnýtingu grísanna. Þó var tilhneiging til að
grísirnir nýttu fóðrið með herta lýsinu betur en grunnfóðrið, sérstaklega á fyrri hluta tilraunar.
Meðalfóðurnýting allra grísa á fyrri hluta tilraunar var 3,72 og 3,83 FEs/kg á seinni hluta. Það
er því ljóst að nýting fóðurs var undir meðallagi. Hins vegar var ekki marktækur munur á
nýtingu fóðurblandnanna þriggja í tilrauninni. Þó var tilhneiging til að grunnblandan gæfi
verstu fóðurnýtinguna, en líkleg skýring á því er minni kornastærð og að almennt bætir 3-5%
fituíblöndun fóðurnýtinguna.
Sláturskrokkar
Fóðurmeðferð hafði engin áhrif á þyngd grísa, þyngd skrokka, kjötprósentu, innyflaþunga né
sýrustig í hryggvöðva. Aðeins var munur á þyngd hausa eftir fóðurmeðferð og voru grísir sem