Svava - 01.05.1898, Blaðsíða 41

Svava - 01.05.1898, Blaðsíða 41
COLDB pell’s leyndaf.malid. 521 ’Kæra Miss Iíeut! þér vitið náttúrlega, sjálfar hvað bezt er fyrir yður; en það er sorglegt aö þér skulið ekki gefa yður dálítið við heiminum; þér væruð vissar að veiða einhvern bez'.a og ríkasta manninn í París/ sagði Mad. St. Luce. Hin yndislegu augu stiirðu á liana, og varirnár föln- uðu dálítið. ’Dottur yður í hug að ég muni gifta migi' spurði hún. ’Parísarmönnum lízt ætíð vel á fallegar enskar gtúlk- ur, og ef nokkur ensk stúlka er fögur, þá eruð þér það; það væri auðvolt fyrir yður að ná í einhvern af aðals- manna stéttinni,' svarði Mad, St. Luce. ’Það fór hrollur um Miss Kent; hún fölnaði upp eins og lilja. ’Eg giftist aldrei, Mad. míu,‘ svaraði hún, og Mad. St. Luce hló dátt. ’Margar stúlkur segja hið sama, Miss Kent, og end- irinn verður oftast sá, að þær ná sér í góða giftingu/ svaraði Mad. St. Luce. En Aiice hugsaði í hjarta sínu, að slíkt lægi ekki fyrir sér; ást og giftiug væri fyrir aðra. En í huga sín- um sá hún það samt, hversu hamingjusöm liún hefði get- að orðið, hefði húu ekki lont í Colde Fell’s leyndar- málið.

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.