Svava - 01.09.1902, Blaðsíða 6

Svava - 01.09.1902, Blaðsíða 6
108 SVAVA V,3' að Bj'öth heitinn var einn með hinum fyretu landnáms- mönnum Nýja fslands, og tók mikinn þátt í baráttu frum- , byggja þess, á landnámsárum þeirra, þykir „Svövu” vel eiga við, að flytja nokkur minningarorð um hinn látna ásamt mynd af honum. Blaðið „Vínland“, hefir nýlega flutt helztu æfi-atriði Björns sál., og tökum vér þau orðrétt eftir því: „Hann varfæddurí Krossdalí Kelduhverfi, í Þingeyj- arsýslu, á íslandi, 2. oktöber, árið 1839. Foreldrar hans voru Jón hreppstjóri Kristjánsson og Guðný Sveinsdóttir- ' Albróðir Björns var Kristján skáld Jónsson; systur áttu þeir bræður cina, en hún dó í æsku. Vorið 1846 fluttu foreldrar Björns frá Krossdal að Auðbjargarstöðum, í sömu sveit, og ári síðar, 1847, dó faðir hans. Var þó Björn á áttunda ári, en Kristján á fimta ári. Árið 1849 giftist móðir þeirra aftur og átti Helga Sigurð3son, ættaðan úr Fnjóskadal; fluttu þau ári síðar að Ási í Kelduhverfl» og bjuggu þar í fjögur ár. Árið 1854 brugðu þau búi og fór Kristján,þá á 12. ári, til frændfólks síns í Axarfirðir sem segir í æfisögu lians, en Björn fór sem vinnudreng' ur að Meiðivöllum í Kelduhverfi, og var þar þrjú áv. Önnur þrjú ár var hann vinnumaöur á öðruin bæjum þ;'T í sveitinni. 8. júlí, 1860, giftist haun Þorbjörgu Björns-

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.