Svava - 01.09.1902, Blaðsíða 30

Svava - 01.09.1902, Blaðsíða 30
132 SFAFA V,2, leiðina, J)á var slíkt elcki álitin nein sönnum fyrir, að lián ekki gæti átt sér stað. Parry sjálfur hafði líka J)á skoðun, að hægt mundi að finna hana, ef réttilega væri að farið. Stjórnin tilnefndi hann því foringja að nýrri rannsóknarferð. f maímánuði 1821, lagði Parry aftur á stað frá Eng- landi á þremur skipum, og var eitt þeirra hlaðið vistum. Snemma í júlímánuði kom Parry til Iludson-sundsins; þar sneri aftur skipið,sem hlaðið var vist'um og hélt heimleiðis. í septembermánuði náði Parry til Repulso-flóans, og var hann íslaus. Parry notaði því tækifærið og rannsakaði og mreldi strendur hans; en þegar haustaði hœtti hann rannsóknum og hjó um sig tiL vetursetu. Eins og að u ndanförnu gcrði Pavry sér mikið far um, að skipverjum Ieiddist ekkí, enda hrast hvorki starfsemi né skemtanir þess á milli. Fáeinir Eskimóar voru í nálœgð við að- seiurstað þeirra Parrys, og heimsóttu þeir þá offc utn vetur- inn. Það var ekki fyr en 8. júli næsta ár, að Parry gat byrjað aftur á rannsóknum sínum, og gekk þeim mjög erfitt að losa skipin úr ísnum. Parry hafði áformað að rannsaka nú ströndina að norðan verðu við flóann, cn eftir að liann hafði siglt í 7 daga, mætti hann svo miklum ís,

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.