Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Page 12
12 Fréttir Vikublað 15.–17. mars 2016
Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos
Bragðgóð grísk jógúrt að vestan
Framsal eigna er „einstakt tilFelli“
n Lögmaðurinn Lee Buchheit segir niðurstöðuna í uppgjöri slitabúanna fordæmalausa í alþjóðlegri
S
ú niðurstaða sem náðist
varðandi uppgjör slitabúa
gömlu bankanna, þar sem
kröfuhafar samþykktu að
framselja til íslenskra stjórn
valda án endurgjalds innlendar eignir
sem eru metnar á mörg hundruð
milljarða króna, er fordæmalaus í al
þjóðlegri fjármálasögu.
Þetta er mat bandaríska lög
mannsins Lee Buchheit sem aðstoð
aði stjórnvöld við vinnu að losun fjár
magnshafta en hann hefur áratuga
reynslu af því að glíma við þekktustu
vogunarsjóði heims í störfum sínum
– núna nýlega sem ráðgjafi grískra og
argentínskra stjórnvalda. Buchheit
var staddur hér á landi í lok síðustu
viku og í viðtali við DV ræddi hann
um haftaáætlun íslenskra stjórnvalda
og skuldaskil gömlu bankanna sem
hafa núna lokið nauðasamningum
eftir að hafa fengið undanþágu frá
fjármagnshöftum til að greiða út er
lendar eignir sínar til kröfuhafa.
Buchheit segir að sú staðreynd að
uppgjör slitabúanna – Glitnis, Kaup
þings og gamla Landsbankans (LBI)
– hafi þær afleiðingar að tæplega 500
milljarðar króna renna til íslenskra
stjórnvalda „sé sannarlega einstakt
tilfelli“ sem hann hafi aldrei orðið
vitni að áður í störfum sínum. Hann
viðurkennir jafnframt að „þetta sé
fjárhagslega betri niðurstaða fyrir Ís
land en hann hafi að minsta kosti
reiknað með“ að væri hægt að ná
fram þegar hann kom fyrst að þessari
vinnu fyrir stjórnvöld sumarið 2014.
Hafði jákvæðar afleiðingar
Buchheit ítrekar hins vegar, rétt eins
og seðlabankastjóri og forystumenn
stjórnvalda hafa einnig gert, að í
allri vinnu framkvæmdahóps stjórn
valda að losun hafta hafi markmiðið
sem slíkt aldrei verið að koma fram
fram tillögur sem væru tekjuöflunar
leið fyrir ríkissjóð, heldur aðeins að
tryggja að krónueignir slitabúanna
myndu ekki valda gengisóstöðug
leika ef þeim yrði hleypt úr landi.
„En niðurstaðan sem náðist að lok
um hafði þær jákvæðu afleiðingar að
uppgjör slitabúanna aflar verulegra
fjármuna fyrir ríkið og Seðlabanka Ís
lands. Þegar öllu er lokið þá mun stöð
ugleikaframlagið, og þá erum við ekki
taka með í reikninginn þann ávinn
ing sem fylgir öðrum ráðstöfunum á
borð við fjármögnun bankakerfisins
í erlendri mynt, þýða að ríkið fær af
hent án endurgjalds eignir sem nema
um fjórðungi af landsframleiðslu Ís
lands,“ útskýrir Buchheit, og heim
færir þessa niðurstöðu á Bandaríkin.
„Ímyndaðu þér ef Barack Obama
Bandaríkjaforseti gæti notið góðs að
því ef einhver myndi afhenda honum
ávísun upp á 6–7 billjónir Bandaríkja
dala,“ segir hann og hlær.
Niðurstaðan ekki formsatriði
Sá málflutningur hefur engu að síð
ur heyrst úr ýmsum áttum, meðal
annars hjá þingmönnum sem áttu
sæti í síðustu ríkisstjórn, að það hafi
nánast verið formsatriði að fá er
lenda kröfuhafa til að fallast á stöð
ugleikaskilyrði stjórnvalda – og gefa
eftir nánast allar innlendar eignir sín
ar. Kröfuhafar hafi með öðrum orðum
um árabil verið reiðubúnir að fallast á
slíka niðurstöðu gagnvart íslenskum
stjórnvöldum.
Aðspurður hvort hann taki undir
þessi sjónarmið svarar Buchheit því
skýrt að raunveruleikinn hafi verið
allt annar. „Nei, nei, nei, nei. Það var
svo sannarlega ekki einhver óumflýj
anleiki með þá niðurstöðu sem náð
ist í þessu máli. Kröfuhafar tóku þá
afstöðu að erlendar eignir slitabú
anna sköpuðu engan vanda gagn
vart greiðslujöfnuði Íslands en viður
kenndu að það þyrfti að grípa til
ráðstafana vegna hluta krónueign
anna – þó ekki öllum – þannig að
útgreiðsla þeirra ógnaði ekki gengis
stöðugleika. Hugmyndir þeirra til að
taka á þessum vanda fólu það í sér að
krónueignirnar yrðu greiddar út yfir
lengra tímabil fremur en að gefa þær
nánast allar eftir til íslenskra stjórn
valda.“
Tæknileg og pólitísk vídd
Buchheit bendir hins vegar á að
kröfu hafar og fulltrúar þeirra hafi
meira verið að líta til þess hvað stjórn
völd álitu viðeigandi ráðstafanir til að
leysa þennan vanda er laut að krónu
eignum slitabúanna. „Þeir virtust líka
átta sig á því að fyrir íslensk yfirvöld
var þetta mál ekki aðeins tæknilegs
eðlis, heldur hafði það einnig póli
tíska vídd.“
Kjarni þess vanda sem við var að
eiga, útskýrir Buchheit, var sem fyrr
segir að búa þannig um hnútana
samhliða skuldaskilum bankanna
að mörg hundruð milljarða krónu
eign þeirra hefði ekki neikvæð áhrif á
greiðslujöfnuð Íslands. „Ein leið til að
gera það, og mjög harkaleg leið, var
að beita skattlagningarvaldi ríkisins.
Krónueign slitabúanna þriggja nam
samtals um 37% af heildareignum
þeirra. Ef við hefðum lagt flatan skatt
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Buchheit aðstoðar við
aflandskrónuútboðið
Lee Buchheit hefur nýlega verið fenginn
til að veita íslenskum stjórnvöldum
ráðgjöf vegna fyrirhugaðs útboðs á
aflandskrónum að fjárhæð um 300 millj-
arðar. Stefnt hefur verið að því að laga-
frumvörp og útboðsskilmálar í tengslum
við útboðið geti litið dagsins ljóst öðrum
hvorum megin við næstu mánaðamót.
Standist sú tímasetning ætti framkvæmd
útboðsins að gera farið fram snemma í
maímánuði.
Buchheit staðfestir í viðtali við DV að
hann sé að veita þeim hópi sem vinnur
að útboðinu fyrir hönd Seðlabankans ráð-
gjöf. Hann segir að aflandskrónuvandinn
sé mjög ólíkur þeim vanda sem hafi staf-
að af slitabúunum. Aðspurður segist hann
hins vegar eiga von á því að útboðið muni
klárast með farsælum hætti fyrir Ísland
og í kjölfarið verði hægt að lyfta höftum
af íslenskum heimilum og fyrirtækjum.
Rétt eins og DV hefur áður upplýst um
þá er aflandskrónustabbinn að mestu í
eigu aðeins fjögurra erlendra fjárfestinga-
sjóða. Til stendur að Seðlabankinn haldi
annars vegar gjaldeyrisuppboð þar sem
aflandskrónueigendur greiða „verulegt
álag“ kjósi þeir að losna strax með fé sitt
úr höftum. Hins vegar útgáfu ríkisskulda-
bréfs í krónum til 20 ára sem samræmist
greiðslujöfnuði þjóðarbúsins og útgöngu-
gjaldi fyrstu sjö árin eða skuldabréfi til
meðallangs tíma í evrum. Þeir fjárfestar
sem fallast ekki á þessi skilyrði stjórn-
valda munu enda með krónueignir sínar á
læstum reikningum til langs tíma á eng-
um eða neikvæðum vöxtum. Lykilatriðið
er því að enginn fjárfestir er þvingaður til
að taka þátt í útboðinu heldur standa þeir
frammi fyrir ólíkum valkostum.
„Nei, nei, nei,
nei. Það var svo
sannarlega ekki einhver
óumflýjanleiki með þá
niðurstöðu sem náðist í
þessu máli.
Lee Buchheit „Hefðu þessir vogunarsjóðir
ákveðið að sínu eigin frumkvæði að gefa eftir
eignir að slíkri fjárhæð ef við hefðum bara látið
samskotabauk ganga á milli manna á þessum
fundum? Ég held ekki.“