Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 28
Helgarblað 15.–17. mars 201610 Sameignin - Kynningarblað Y fir veturinn er búið að bera sand og salt á bílastæði til að hálkuverja þau og mik- ið af efninu skolast nið- ur í niðurföll í miklum rigningum svo þau geta stíflast og myndast þá tjarnir á bílastæðun- um. Ef niðurföll eru ekki hreinsuð reglulega getur það komið fyrir að leggir frá niðurföllum stíflist líka,“ segir Lárus Kristinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. Hreinsitækni býður upp á fjöl- þætta þjónustu til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja. Hvað bíla- stæði varðar hefur fyrirtækið til margra ára boðið upp á niður- fallahreinsun, hreinsun á sand- gildrum, lagnahreinsun, að skera rætur úr lögnum og myndun á ástandi lagna. Fyrirtækið hefur líka til umráða minni holræsabíl til að hreinsa niðurföll í bílastæðahús- um. Lárus segir að Hreinsitækni hafi til margra ára boðið upp á heild- stæðar lausnir fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki varðandi frá- veitulagnir og hreinsun á bílastæð- um. Fyrirtækið býður upp á þrif á bílastæðum og bílastæðageymsl- um. Misjafnt er hvort geymslurnar eru bara sópaðar með gangstéttar- sópum eða þvegnar líka með götu- þvottabíl. Á stórum bílastæðum er bæði notaður gatnasópur og gang- stéttarsópur. Mest er hugsað um þessi þrif á vorin og sumrin, en færst hefur í vöxt að hugað sé að þessum þátt- um allt árið, meðal annars út frá umhverfisþáttum og loftgæðum. Fóðrun fráveitulagna – heildarlausn Nýr þáttur í starfsemi Hreinsitækni er fóðrun fráveitulagna. Fóðrun ehf. er dótturfélag Hreinsitækni ehf. og sérhæfir sig í fóðrun fráveitulagna, sem er heppileg lausn þegar lagn- ir eru orðnar gamlar og farnar að leka eða rætur komnar í lagnirnar. Í staðinn fyrir að þurfa að grafa upp gömlu lögnina er hún fóðruð. Fóðr- unin felst í því að sokkur er dreginn inn í gömlu lögnina og hann síðan blásinn út og hertur út í þá gömlu. Hreinsitækni sér þarna um alla verkþættina í stað þess að viðkom- andi húsfélag eða fyrirtæki þurfi að hringja í marga þjónustuaðila. Má þar nefna myndun á lögn, hreinsun lagnarinnar og mælingu áður en hún er fóðruð. „Við fóðrum hins vegar bara frá stofnlögn og upp að húsi en aðrir eru í því að fóðra lagnir inni í húsi. Þetta er allt unnið frá stofnlögn í götu og fóðrað upp og tekur tiltölu- lega stuttan tíma og er hagkvæmari lausn en að grafa mikið. Lögnin er líka mynduð og hreinsuð frá stofn- lögn. Hér um að ræða varanlega viðgerð til langs tíma,“ segir Lárus. Fyrirtækið hefur boðið upp á framangreinda þjónustu allt frá ár- inu 1976 og hefur því mikla reynslu á þessum sviðum. Hreinsitækni ehf. er staðsett að Stórhöfða 37 Reykja- vík en er einnig með útibú á Akur- eyri sem býður upp á sömu þjón- ustu í og kringum það svæði. Yfirgripsmiklar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er að finna á heimasíðu fyrirtækisins. n Losa stíflur úr niðurföllum, hreinsa bílastæði og veita heildarlausn við fóðrun fráveituröra Hreinsitækni ehf. Fjölþætt þjónusta við einstak- linga, húsfélög og fyrirtæki Lagnamyndabíll Þvottabíll Stéttarsópur Götusópur Holræsabíll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.