Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Page 31
Umræða 19Vikublað 15.–17. mars 2016
Myndin Sviptingar í veðri Eftir kaldan vetur er vorið á næsta leiti. mynd Þormar Vignir gunnarSSon
Ég var álkulegur
en ágætur
Ég sá útreikninga í þá veru á dögunum
og það eru gígantískar upphæðir
Við fórum alla leið
í 2007 vitleysunni
Ævar Þór Benediktsson var nörd þegar hann var unglingur. – DV Karl garðarsson ítrekar að taka verði á gjaldtökumálum á ferðamannastöðum. – DV Signý Björk Ólafsdóttir missti allt á nokkrum árum. – Fréttatíminn
T
ryggingafélögin hafa nú
látið undan þrýstingi frá al-
menningi, vegna víðtækrar
óánægju með framferði
þeirra í iðgjalda og arð-
greiðslumálum.
Þau ætla að lækka arð-
greiðslurnar.
En þau ætla ekki að láta við-
skiptavini njóta breyttra reglna ESB
um bótasjóði né góðrar afkomu af
ávöxtun þeirra.
Það ætla þau að hafa alfarið áfram
fyrir eigendur. Líka ofteknu iðgjöldin.
Tryggingafélögin hafa sem sagt
ekki enn lært lexíu sína, eins og FÍB
bendir á.
Þess vegna þarf að veita þeim
mun meira aðhald.
Nú ættu sem flestir viðskiptavinir
stóru tryggingafélaganna þriggja að
snúa sér til tryggingafélagsins Varð-
ar og óska eftir tilboðum í tryggingar
sínar (hringja eða senda skilaboð á
netfang þeirra).
Það er auðvelt, gerist fljótt og án
nokkurrar fyrirhafnar. Vörður hefur
ekki tilkynnt um neinar sambæri-
legar arðgreiðslur og stóru félögin.
Ég hef heyrt af mörgum sem hafa
fengið tilboð þaðan með umtals-
verðri lækkun iðgjalda.
Menn geta slegið tvær flugur í
einu höggi ef flutningur viðskipta til
annars félags felur að auki í sér lækk-
un iðgjalda.
Þá er gráðugum skúrkum refsað
og kjör viðskiptavina bætt.
Það er mikil þörf á að kenna
tryggingafélögunum hvað
samkeppni er. Raunar þarf að kenna
miklu fleiri fyrirtækjum á Íslandi þá
lexíu.
Þegar fyrirtæki ganga fram af
óbilgirni gagnvart viðskiptavinum
og starfsfólki, eða með siðleysi og
græðgi gagnvart samfélaginu, þá á
fólk að leita annað – ef hægt er.
Það er hægt í máli tryggingafé-
laganna.
Nú skulum við sem flest kenna
þeim hvað samkeppni er og kanna
kjörin hjá öðrum. n
Sýnum þeim hvað samkeppni er
Stefán Ólafsson skrifar
Af Eyjunni
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Föst
söluÞÓKNuN
Sími 568-
5556 www
.skeifan.is
1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá