Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 32
Vikublað 15.–17. mars 201620 Sport
Þ
að var bara tímaspursmál
hvenær hann tæki skrefið
út,“ segir Ágúst Þór Gylfa-
son, þjálfari karlaliðs
Fjölnis í knattspyrnu, um
Fjölnismanninn – nú leikmann
Tromsö – Aron Sigurðarson. Aron
skoraði glæsilegt mark fyrir Tromsö
gegn stórliði Molde í fyrstu um-
ferð norsku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu um helgina og þótti
besti maður vallarins. Aron er ný-
genginn til liðs við félagið.
Eftir leikinn sagði goðsögnin Ole
Gunnar Solskjær, þjálfari Molde,
að hann hefði sjálfur viljað kaupa
Aron um daginn, en að reglur um
fjölda erlendra leikmanna hefðu
komið í veg fyrir það. Norskir fjöl-
miðlar fóru strax eftir leikinn að
spá því að Aron myndi ekki staldra
lengi við hjá Tromsö. Hans biðu
stærri hlutir. En á meðan krafta
hans nyti við ættu stuðningsmenn
félagsins að njóta þess að fylgjast
með honum spila.
Lögðu á ráðin í nóvember
Aron átti frábært tímabil með Fjölni
í fyrra og var trekk í trekk valinn
maður leiksins. Ágúst hefur þjálf-
að Aron um árabil og nýtur þess að fylgjast með velgengni hans. „Þetta
gerðist á mjög stuttum tíma,“ segir
hann um aðdraganda þess að Aron
fór í atvinnumennsku. Aron hafi
verið búinn að eiga þrjú eða fjögur
mjög góð tímabil á Íslandi þegar
þeir félagar settust niður í nóvem-
ber í fyrra og lögðu á ráðin með að
Aron færi í atvinnumennsku í vor.
Aron fékk tækifæri til að fara
til reynslu til Tromsö þann 18.
janúar og stóð sig þar
með sóma. Nokkrum
dögum síðar, þann
27. janúar, spilaði
hann sinn fyrsta
A-landsleik, gegn
Bandaríkjunum.
Þar skoraði hann
annað marka
Íslands og var
valinn besti maður
Íslands í leiknum.
Jarðbundinn utan
vallar
Ágúst segir að ferill Arons og þau
tilþrif sem hann hefur sýnt úti á
vellinum að undanförnu hafi ekki
farið fram hjá neinum. „Hann er
loksins kominn á kortið og þá er
ekki aftur snúið. Aron er frábær
„entertainer“ á vellinum og gerir
þar ótrúlegustu hluti. Það leiðist
engum að sjá menn taka skæri og
taka menn á,“ segir hann. Ágúst
segir að þó Aron spili af feiknalegu
sjálfstrausti á vellinum – og
jafnvel smá hroka – sé hann afar
blíður utan vallar. „Það eru engir
stælar utan vallar og hann er með
hausinn rétt skrúfaðan á.“ Hann
sé afar jarðbundinn, hafi mikið
metnað til að ná langt og æfi sjálfur
aukalega til að ná markmiðum
sínum. Hann hafi unnið mikið í
líkamlegum styrk og þeim þáttum
sem hann þurfti að bæta. „Þetta er
einfaldlega allt að smella saman á
réttum tíma.“
Ágúst segist vera í góðu
sambandi við Aron og veiti honum
þann stuðning sem hann getur.
Mikilvægast fyrir hann sé nú að
halda áfram að spila vel í Noregi og
ná þar stöðugleika í leik sínum.
„Hann þarf að halda
áfram að skora mörk
og leggja þau upp
– þá kemur hitt af
sjálfu sér,“ segir
Ágúst spurður
hvað hann telji
að Aron geti
farið langt. Hjá
Tromsö geti hann
bætt sig mikið sem
leikmaður. Sjálfur
sagði Aron í viðtali við
norska ríkis útvarpið á
dögunum að hann hafi metnað
til að spila í bestu deildum heims og
verða fastamaður í landsliðinu.
Hefur X-factor
Handan við hornið er fyrsta
stórmót íslenska karlalandsliðsins
í knattspyrnu, en flautað verður
til leiks á EM þann 14. júní. Þar
er samkeppni um stöður hörð.
Ágúst er þó ekki í vafa um að Aron
eigi þar heima. „Hann getur tekið
menn á og skorað glæsileg mörk.
Hann er alveg óhræddur og þeir
hljóta að íhuga að taka hann með.
Hann hefur þennan X-factor og ég
skora að sjálfsögðu á Lars og Heimi
að taka hann með. Það er aldrei að
vita nema við þurfum á honum að
halda.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Fagnað í Fjölnistreyju
Aron tileinkaði fyrsta
markið fyrir Tromsö
föður sínum, Sigurði
Hallvarðssyni, sem
lést eftir baráttu við
krabbamein 2014.„Frábær
entertainer“
n Aron Sigurðarson slær í gegn í Noregi
n Lagði á ráðin með Ágústi Gylfa í nóvember
SJÓNMÆLINGAR
LINSUR • GLERAUGU
Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík
Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is