Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 34
22 Lífsstíll Vikublað 15.–17. mars 2016 Góðar ástæður fyrir því að hætta á Facebook n Facebook gæti verið að hafa slæm áhrif á líf þitt n Kannast þú við eitthvað á listanum? M argir kannast eflaust við að hafa eytt allt of mörgum klukku- tímum á samfélags- miðlum, þá sérstak- lega Facebook. En þetta hangs á samfélagsmiðlum er ekki hollt fyr- ir okkur, hvorki líkam lega né and- lega. Þörfin fyrir að kíkja sí og æ á Facebook getur til dæmis truflað svefn, valdið öfund í garð vina og dregið úr athygli þinni á umhverf- ið í kringum þig. Hér eru nokkr- ar ástæður fyrir því af hverju það gæti verið skynsamlegt að taka sér reglulega frí frá samfélags miðlum, eða reyna að losa sig út úr þeim vítahring að vera stanslaust að kíkja á Facebook í símanum. Raskar svefni Mikil notkun samfélagsmiðla getur haft slæm áhrif á svefn- mynstur fólks og stuðlað að andvökunóttum. Þá eru töluverðar líkur á að fólk kíki á Facebook þegar það er andvaka. Þarna getur skapast vítahringur sem veldur miklu svefnleysi og vanlíðan. Skapar öfund Fólk sem eyðir miklum tíma á Facebook getur fundið fyrir öfund í garð vina sinna vegna viðburða sem þeir taka þátt í og lífsstílsins sem þeir lifa, sem kann að virðast fullkominn í gegnum samfélags- miðla. Þessi öfund getur jafnvel þróast yfir í depurð og þunglyndi. En það er mikilvægt að hafa í huga að flestir sýna yfirleitt bara sínar bestu hliðar á Facebook og deila gleðiefni. Líf annarra er því ekki endilega miklu betra en þitt, þó að það líti út fyrir það að Facebook. Rafhlöðusóun Smáforritið Facebook tæmir raf- hlöðuna í símanum mjög hratt og veldur því að hann verður rafmagnslaus mun fyrr en ella. Margir kannast eflaust við að raf- hlaðan í símanum dugi ekki út daginn, en þá gæti verið góð hug- mynd að eyða Facebook-forritinu einfaldlega út. Ef marka má rann- sóknir þá er smám saman að draga úr hæfni fólks til að halda ein- beitingu í lengri tíma. Þessu veldur stöðugt utanaðkomandi áreiti sem fylgir stafrænum lífsstíl okkar og gæti verið að breyta efnafræðilegri samsetningu heilans. Slæm áhrif á sambönd Samfélagsmiðlar geta vissulega auðveldað okkur að vera í sam- bandi við ættingja og vini í út- löndum, en þeir geta hins vegar haft slæm áhrif á sambönd para eða hjóna. Þegar fólk er stöðugt að kíkja á Facebook getur það eyði- lagt nánar stundir og líkurnar á að detta í spjall við gamla elskhuga eykst til muna. Lengi lifir í gömlum glæðum og allt það. Dregur úr samskiptum í eigin persónu Samhliða því að við notum sam- félagsmiðla meira í samskiptum, þá dregur úr beinum samskiptum. Þá er gott að minna sig á að Face- book-vinum þínum er flestum al- veg slétt sama um þig. Þó að þeim líki við myndirnar þínar og fær- slurnar, þá er ekki þar með sagt að þeir komi til með að vera vinir í raun þegar þú þarf á því að halda. Ræktaðu frekar tengslin við raun- verulega vini þína með því að hitta þá og spjalla, eða hringdu í þá. Aukin vanlíðan Rannsóknir hafa sýnt fram á að því meiri tíma sem þú eyðir á Face- book því verr líður þér. Ástæðan er aðallega sú að fólki þykir tímasóun að hanga á Facebook, en gerir það engu að síður. Svo virðist sem fólki þyki það meiri tímasóun og til- gangslausara að hanga á Facebook en vafra um aðra heima internets- ins. Fólki líður auðvitað ekki alltaf illa á Facebook, stundum er sam- félagsmiðillinn ágætis afþreying, en um leið og vanlíðan fer að láta á sér kræla er tími til kominn að gera eitthvað annað. Sjóndeildarhringurinn dregst saman Gagnrýnendur samfélagsmiðla hafa lengi bent á að reikniforskrift Facebook, sem ákveður hvaða efni þú sérð, byggt á því sem þú smellir á, geti valdið því að sjóndeildar- hringur þinn dragist saman. Í ljósi þess að þú sérð eingöngu efni sem þú þekkir, hefur áhuga á eða ert sammála getur þetta einangrað þig frá öðrum sjónarmiðum en þínum eigin. n Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-14.00 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.