Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 Fréttir 11 Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. byltingarkennt að túlka meistaraverk hans á svo nýstárlegan hátt. Skilaboð í verkum da Vinci, Botticelli og Raphael Giancarlo vill meina að hinn Guð- dómlegi gleðileikur sé leiðarvísir með földum skilaboðum sem vísi á stað á Íslandi, nánar tiltekið á árfar- veg á Kili, þar sem óskilgreind verð- mæti eru falin. Kenningin byggist á því að í bréfum Dante til vina sinna tekur hann fram varðandi meistara- verk sitt að þar sé á ferðinni leiðar- vísir úr tölum og orðum. Engar tölur er hins vegar að finna í texta Gleðileiksins og því settist Giancarlo niður og fann út flókin töluleg skilaboð sem studdust við línutal og staðsetningu áhrifaorða í línu. Þannig fann hann út orðið Tule sem og tilteknar breiddargráð- ur sem vísa að hans mati aðeins á einn mögulegan stað, til Íslands. Um mikið verk var að ræða og oft á vegferðinni efaðist ítalski stærð- fræðingurinn. Það var ekki fyrr en að hann byrjaði að skoða mál- verk meistara endurreisnarinnar, Leonardo da Vinci, Sandro Botticelli og Raphael að hann sannfærðist endanlega. Í verkunum má nefni- lega finna ýmsar tilvísanir í Dante og vísbendingar um að eitthvað mikil- vægt tengist árfarveginum íslenska. Dante-klúbburinn ekki hrifinn Kenningar Giancarlo eru að mörgu leyti umdeildar enda er hinn Guð- dómlegi gleðileikur á slíkum stalli í heimalandi hans að ekki er endilega vel séð að túlka verkið með slíkum byltingarkenndum hætti. Sagan segir að Giancarlo hafi borið kenninguna undir formann Dante-klúbbsins í heimaborg sinni, en rétt er að geta þess að af slíkum klúbbum státa allar almennilegar heimsborgir. Sá var nokkuð hrifinn af kenn- ingunni og fannst hún í raun svo athyglisverð að hann taldi hana eiga erindi til sem flestra áhuga- manna um Dante. Skömmu síð- ar hafði hann hins vegar samband við Giancarlo og tjáði honum að hann gæti ekki talað hans máli, aðrir klúbbfélagar hefðu gjörsamlega þvertekið fyrir það. Hermenn Snorra Sturlusonar Giancarlo var þó ekki af baki dottinn varðandi tengingu Dante við Ísland og fyrir hreina tilviljun komst hann í samband við Þórarin Þórarins son arkitekt. Þórarinn er mikill áhuga- maður um Íslendingasögurnar og þegar hann hafði hlustað á kenn- ingar Ítalans benti hann á atriði í Sturlungu sem hafði oft valdið hon- um heilabrotum. Í einum kafla bókmenntaverksins segir orðrétt: „ Eftir þetta fjölmenntu mjög hvorir tveggja til alþingis. Snorri lét gera búð þá upp frá Lögréttu er hann kallaði Grýlu. Snorri reið upp með sex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki hans al- skjaldaðir“. Þessi fullyrðing er athyglisverð í ljósi þess að Snorri hafði aldrei farið til útlanda og ekki einu sinni Noregskonungur hafði haft burði til þess að senda hermenn til landsins þrátt fyrir að fylgjast vel með gangi mála hérlendis á þessum málum. Hvernig í ósköpunum fékk hann til liðs við sig 80 manna, albúið herlið útlendinga? Óhætt er að segja að Giancarlo hafi orðið spenntur yfir þessum upp- lýsingum. Atburðirnir, sem lýst er í Sturlungu, eiga að hafa átt sér stað árið 1217 sem passar fullkomlega inn í kenningar Giancarlo um musterisriddar- ana. Sagan segir að árið 1125 hafi fyrstu musteris- riddararnir fundið eitthvað mikilvægt í Jerúsalem. Hugsanlega forna muni og skráðar heimildir sem tengdust hinum raunverulegu viðfangsefnum og sögu elstu kristni. Sönnunar- gögnin voru falin og varðveitt í Frakklandi í tæpa öld en árið 1209 var orðið svo róstusamt í Evrópu að ákveðið var að flytja fjársjóð- inn á öruggan stað, sá staður að mati Giancarlo, er Ís- land. Staðarhættir passa við Gleðileikinn Flest sumur síðan 2004 hafa Giancarlo og Þórarinn far- ið ásamt hópi vaskra manna upp á Kjöl að leita að vísbendingum um fjársjóð musterisriddar- anna. Einn af þeim var dr. Vigfús Magnússon, sem lést í fyrra, en hann hafði tekið þátt í verkefninu frá upphafi. Ann- ar þátttakandi er leiðsögu- maðurinn Gísli Ólafur Pétursson en hann heldur einnig úti athyglis- verðri síðu, GÓP-fréttir þar sem rannsóknir Giancarlo eru raktar og þessi samantekt byggir á. Leitin hefur ekki verið til einskis því í gegn- um árin hafa margar athyglisverðar uppgötvanir verið gerðar sem styðja við kenninguna. Sú fyrsta var einfaldlega sú að all- ir staðarhættir passa við lýsingar „Þetta gætu allt eins verið andleg skilaboð „Snorri reið upp með sex hundruð manna Musterisriddarar? Í Sturlungu er minnst á hóp 80 hermanna í fullum skrúða sem eru af erlendu bergi brotnir. Hvaða menn þetta voru hefur lengi valdið áhugamönnum heilabrotum. Hverjir voru þessir menn? Giancarlo Gianazza telur að um musterisriddara hafi verið að ræða. Vísbendingar Á frægri mynd Sandro Botticelli „Jómfrú og barn með dýrlingum“ (e. Virgin and Child with Saints) má sjá Jóhannes skírara, í rauðum klæðum, við hásæti jómfrúarinnar. Hægri hönd dýrlingsins vísar á áletrun undir hásætinu. „Vergine Madre, figlia del tuo figlio“ sem er fyrsta setningin í Gleðileik Dante. Á sama tíma horfir Jóhannes á hlut sem er í lófa Mikaels erkiengils. Um er að ræða hnattlíkan af jörðinni en þar má greina útlínur lands sem Giancarlo telur að sé Ísland. Í miðju landinu má sjá teiknaða línu sem er keimlík lögun árfarvegarins þar sem talið er að fjársjóður musterisriddaranna sé falinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.