Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 26
26 Umræða Stjórnmál Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG Hvaða mál verður tekist á um? Frumvarp um menningarminjar Frumvarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, um menn­ ingarminjar mun væntanlega valda verulegum ágreiningi milli stjórnar og stjórnarandstöðu, líkt og bent er á í svari Bjartrar framtíðar. 18. mars síðastliðinn beitti stjórnarand­ staðan málþófi í þinginu í umræðum um frumvarpið. Frumvarpið felur meðal annars í sér sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar sem muni koma til með að heita Þjóðminjastofnun. Þá munu verkefni sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja færast til forsætisráðherra. Stjórnarandstað­ an er ekki par hrifin af þessum breytingum og deildi Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, meðal annars harkalega á þær í þinginu. Líkleg afdrif: Stjórnarandstaðan mun beita sér harkalega gegn frumvarpinu. Frumvörp til stjórnskipunarlaga Um er að ræða tillögur stjórnskipunarnefnd­ ar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur, náttúruauðlindir og umhverfisvernd. Vitað er að afstaða bæði stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna er mismunandi til málanna. Meðal annars hafa verið uppi umræður meðal Pírata um að hafna beri tillögunum, á þeim forsendum að breytingarn­ ar gangi allt of skammt og séu jafnvel til þess fallnar að eyðileggja fyrir frekari breytingum á stjórnarskrá. Til að mynda er óánægja með ákvæði um þjóðaratkvæði þar eð of hátt mark sé sett á hversu marga þurfi til að krefjast atkvæðagreiðslu. Þá séu einungis frumvörp tæk til atkvæðagreiðslunnar. Þá telja menn áhöld um hvort nægilega sé tryggt að þjóðin fái eðlilegt afgjald fyrir auðlindir sínar, einkum fiskveiðiauðlindina, í tillögunum. Vitað er að verulega skiptar skoðanir eru innan Samfylk­ ingarinnar varðandi tillögurnar. Líkleg afdrif: Ólíklegt má teljast að málin renni ljúflega í gegn. Frumvörp um húsnæðismál Um er að ræða þrjú frumvörp Eyglóar Harðardóttur um húsnæðisbætur, félagslegt leiguíbúðakerfi og húsaleigulög. Frumvörpin hafa dregist úr hófi en þau voru boðuð nánast strax að afloknum síðustu kosningum. Þá er þekkt að verulegt ósætti er milli ríkisstjórn­ arflokkanna um frumvörpin en sjálfstæð­ ismenn eru þeim andvígir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur þannig gagnrýnt þau opinberlega. Þá hefur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokks­ formaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að munur væri á stefnu flokkanna í málunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað með svipuðum hætti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur hins vegar hvatt til að frumvörpin verði samþykkt og stjórnarand­ staðan, einkum Samfylking, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Líkleg afdrif: Ólíklegt er að málin verði kláruð, einkum vegna deilna stjórnarflokk­ anna. Frumvarp til búvörulaga Um er að ræða búvörusamning og búnaðar­ lagasamning. Vitað er að veruleg andstaða er við búvörusamninginn meðal þingmanna Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Afstaða Pírata er óljósari en líklegt má telja að Vinstri græn styðji samninginn. Hins vegar er ósætti milli stjórnarflokkanna um hann, þingmenn Sjálfstæðisflokks eru í einhverjum tilfellum gagnrýnir á samninginn þó að sterkir talsmenn séu fyrir honum þar á bæ einnig. Líkleg afdrif: Búvörusamningur verður líklega samþykktur, þó eftir málþóf og deilur. Frumvarp um fæðingarorlofssjóð Byggir á tillögum nefndar sem skilaði af sér á dögunum. Um róttækar breytingar er að ræða sem felast í því að orlofið verður lengt og greiðslur hækkaðar, yfir tíma. Tillögunum var vel tekið þegar þær komu fram. Líkleg afdrif: Sátt ætti að nást um málið. Frumvarp um sjúkratryggingar Frumvarpið snýr að breyttu greiðsluþátt­ tökukerfi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Stefnt er að því að setja þak á kostnað sjúklinga, bæði mánaðarlegan og árlegan. Hins vegar mun kostnaður við fjölmargar læknisaðgerðir hækka verulega. Veruleg gagnrýni hefur komið fram á þann hluta frumvarpsins. Þá hafa heilsugæslulæknar lýst því yfir að heilsugæslan á höfuðborgar­ svæðinu ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað samkvæmt frumvarpinu. Líkleg afdrif: Óljós en ljóst að það ríkir engin órofa samstaða um málið. Frumvarp um LÍN Um er að ræða ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Málið er tiltölulega nýlega komið í almenna umræðu en á stuttum tíma hefur allt orðið vitlaust út af því. Meðal annars hafa íslenskir nemendur erlendis lýst verulegum áhyggjum vegna þess. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, nefndi frumvarpið sérstaklega á dögunum og lýsti áhyggjum sínum vegna þess. Eitt meginstefið í því virðist vera að leggja áherslu á ungt fólk og að það klári nám sitt sem fyrst. Þetta hafa ýmsir túlkað sem árás á hugmyndafræðina um jafnrétti til náms. Líkleg afdrif: Frumvarpið er svo seint fram komið að ólíklegt má teljast að það náist í gegn, svo viðamikið sem það er. Bullandi ágreiningur um fjölda mála n Stjórnarflokkarnir eru ekki samstiga n Frumvarp um timbur á þingmálaskrá S jötíu og sex þingmál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnar- innar sem liggur fyrir vor- þingi. Þingmálaskráin var kynnt fyrir fulltrúum stjórn- arandstöðunnar fyrir viku, 22. apríl. Stjórnarandstaðan lýsti strax lítilli hrifningu. Þannig sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, fund- inn hafa verið fullkomlega tilgangs- lausan, ekkert hefði verið upplýst hvaða mál ríkisstjórnarflokkarn- ir hygðust leggja áherslu á og fjöldi þingmála væri á listanum sem full- komlega óraunhæft væri að næð- ist að ljúka. Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar, benti á að á listanum væru mál sem hefðu vart verið kynnt, í það minnsta hefði stjórnarandstaðan ekki fengið að sjá þau. Nefndi hann breytingar á Lánasjóð íslenskra námsmanna í þeim efnum. Árni Páll sagði að stjórnarandstaðan hefði engu lofað um stuðning við málin. Lítil og stór mál Málin eru af öllum stærðum og gerðum. Boðaðar eru fimm skýrsl- ur frá ráðherrum og sautján þings- ályktunartillögur eru á málaskránni, ýmist fram komnar eða boðaðar. Þá liggur fyrir vilji ríkisstjórnarinnar til að ljúka samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018 og einnig þarf að af- greiða lokafjárlög fyrir árið 2014. Þá standa eftir 52 frumvörp til breytinga á lögum eða til nýrra laga. Af þeim eru í það minnsta fimm sem eru beinlínis upptaka á gerðum Evrópusambandsins vegna EES- samningsins. Þá eru frumvörp á list- anum sem eru svokallaðir band- ormar, þ.e. breytingar sem snúa að ýmsum lögum. Liggur á að afgreiða frumvarp um bílastæðagjöld? Ýmis frumvörp eru á listanum sem telja má að bráðliggi ekki á að koma í gegn, þó væntanlega séu þau öll ágæt fyrir sinn hatt. Dæmi um slík frumvörp eru frumvarp umhverf- is- og auðlindaráðherra til laga um timbur og timburvörur, frum- varp utanríkisráðherra til laga um þjóðaröryggisráð, frumvarp innan- ríkisráðherra um gjaldtöku á bíla- stæðum og frumvarp heilbrigðis- ráðherra um lýðheilsusjóð. Forystumenn ríkisstjórnarinn- ar, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra, hafa talað á þeim nótum að um 20 mál á þingmálaskránni séu forgangs- mál. Meðal þeirra mála hljóta að teljast frumvörp sem tengjast afnámi hafta, húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmála- ráðherra og frumvarp Kristjáns Þórs Júlíus sonar heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Hins vegar er óljóst hversu mikil samstaða er milli stjórnarflokkanna um þessi mál sem og önnur. Vitað er að bullandi ágreiningur hefur verið milli flokk- anna um húsnæðisfrumvörpin og sömuleiðis um búvörusamninga, svo fátt eitt sé nefnt. Sljákkar í stjórnarandstöðunni Þá er eftir að gera ráð fyrir afstöðu stjórnarandstöðunnar. „Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórn- arandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál. Hvaða mál haldið þið að þið farið með í gegnum þetta þing hér?“ Þetta sagði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, í um- ræðum á Alþingi 7. apríl síðast- liðinn, með miklum þunga. Þó að þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu því í samtölum við Eyjuna að þeir væru í meginatriðum sammála Róberti, voru fæstir þó jafn harðorðir og hann. Flestir þeirra lögðu áherslu á að málefni sem vörðuðu verulega þjóðarhagsmuni myndu ekki mæta andstöðu þeirra og nefndu sérstak- lega útboð á aflandskrónum í þeim efnum. Hins vegar væri fjöldi mála sem lægju fyrir þinginu sem myndi mæta harðri andstöðu. Nokkuð hefur þó sljákkað í þess- um röddum að undanförnu, eftir að rykið hefur sest frá því í umrótinu í byrjun mánaðarins. Þó er enn ljóst að veruleg andstaða er innan stjórn- arandstöðunnar við fjölda mála. Hins vegar virðist staðan nú vera sú að flokkarnir hafa, upp að vissu marki í það minnsta, sætt sig við að kosið verði til Alþingis á hausti kom- andi og virðast ætla að nýta tíma sinn til að undirbúa sig undir kosn- ingar. Þá er ekki víst að það kunni góðri lukku að stýra að standa þver gegn öllum málum stjórnarinn- ar. Betra sé að velja bardaga sína af kostgæfni. n Freyr Rögnvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.