Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 A llt bendir til þess að auð­ kýfingurinn og strigakjaft­ urinn Donald Trump hljóti útnefningu Repúblikana­ flokksins til forsetakosn­ inganna í haust. Hafi hann þar betur gegn fulltrúa Demókrata­ flokksins, líklega Hillary Clinton, verður slóvensk eiginkona hans, Melania Trump, forsetafrú Banda­ ríkjanna. Melania, sem er fyrr­ verandi fyrirsæta, þykir hafa bein í nefinu. „Ég verð ég sjálf. Ég verð ólík öllum fyrri forsetafrúm og mun hjálpa bæði konum og börn­ um. Þau eru framtíðin,“ sagði hún nýlega, spurð hvernig hún myndi gegna embættinu. Hér á eftir fara nokkrar staðreyndir um þessa 45 ára gömlu þokkadís. Hún gæti minnt á Jackie Kennedy Kunnugir segja hættulegt að van­ meta Melania. Pamela Keogh, ævisöguritari Jackie Kennedy, sagði við Daily Mail á dögunum að Melania gæti orðið eins og Jackie. „ Falleg, gáfuð og sjálfstæð“ auk þess að vera glæsileg á velli. Talar fimm tungumál Tungumálin sem Melania talar eru slóvenska, enska, franska, serbneska og þýska. Það eitt og sér gæti aflað henni vinsælda víða um heim en þykkur slóvenskur hreimur er þó sögð ástæðan fyrir því að hún hefur lítið haft sig í frammi opinber­ lega – til þessa. Það að Donald eigi innflytjanda fyrir eiginkonu þykir ekki falla að málflutningi hans sjálfs í garð útlendinga. Hún væri fyrsta forsetafrúin sem birst hefur nakin Árið 2000 sat Melania fyrir nakin í myndatöku fyrir GQ. Á einni um­ talaðri mynd sást hún handjárnuð við skjalatösku um borð í einkaþotu unnusta síns – Donalds Trump. Jafnvel þó að Pat Nixon og Betty Ford hafi báðar setið fyrir, yrði Mel­ ania fyrsta bandaríska forsetafrúin sem gert hefði það nakin. Sér um uppeldi „Mini-Donalds“ Barron er níu ára sonur þeirra hjóna. Hann kann best við sig í jakkafötum eða á golfvellinum með föður sín­ um. Hann er sagður elska að segja fólki fyrir verkum, líkt og faðir sinn. „Ég kalla hann Mini­Donald. Hann hefur rekið barnfóstrur og hús­ þernur,“ sagði Melania í viðtali árið 2011 – en bætti við að honum hefði reyndar fljótt snúist hugur. Þykir indæl manneskja Melania þykir afar heillandi í ná­ vígi. Hárgreiðslukona hennar hefur sagt að henni sé „ómögulegt að vera kvikindisleg“. Vinkona Melaniu, Wendi Deng, fyrrverandi eigin­ kona Ruperts Murdoch, lýsti henni í viðtali við New York Times. „Hún er eiginmanni sínum stoð, frábær móðir og indælis manneskja.“ Jafn­ vel slúðurdálkahöfundurinn Liz Smith, sem ekki kallar allt ömmu sína, lýsir henni sem sérstaklega yndislegri manneskju. Hún er innflytjandi Trump hefur talað á mjög niðrandi hátt um innflytjendur, til dæmis Mexíkóa. Melania er innflytjandi en styður samt skoðanir eigin­ manns síns. „Ég fer að lögum,“ sagði hún við MSNBC. „Ég ætlaði aldrei að koma hingað án tilskil­ inna leyfa.“ Þegar hún var spurð um ummæli eiginmanns síns um að Mexíkóar væru nauðgarar og glæpamenn, svaraði hún því til að hún væri ekki móðguð fyrir þeirra hönd. Hann hefði verið að tala um þá Mexíkóa sem koma ólöglega inn í landið. Reynir að siða mann sinn til Á kosningafundi í Arizona í síðustu viku greindi hún frá því að hún og Ivanka, dóttir fyrrverandi eigin­ konu Trumps, Ivönu, séu ekki alltaf ánægðar með karlinn. Þær hvetji hann til að vera „forsetalegri“. Hún sé óhrædd við að ráðleggja eigin­ manni sínum en að eðlilegt sé að þau séu ekki sammála um allt. „Ég stend gallhörð á mínu og ég held að það sé sambandinu mjög mikil­ vægt.“ Hún vill ekki að hann tísti Donald hefur látið eins og bjáni á Twitter. Hann hefur meðal annars kallað stofnanda Huffington Post, Arianna Huffington, „óaðlaðandi að innan sem utan“ og bætti við að hann skildi hvers vegna maðurinn hennar hefði farið frá henni fyrir karlmann. Þá hefur hann sagt á Twitter að Katy Perry hljóti að hafa verið ölvuð þegar hún giftist Russell Brand. Á NBC var Melania spurð hvaða ávana hún vildi að eigin­ maðurinn léti af – ef hún mætti velja. Hún svaraði því til að hann mætti hætta að nota Twitter. n „Ég stend gallhörð á mínu“ n Innflytjandinn Melania Trump gæti orðið forsetafrú n Talar fimm mál og vill að Trump hætti á Twitter Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Ég verð ég sjálf. Ég verð ólík öllum fyrri forsetafrúm og mun hjálpa bæði konum og börnum. Þau eru framtíðin Melania Trump Þykir indæl Kunnugir fara fögrum orðum um mögulegt forsetafrúarefni. MynD EPA Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík Sími 552-3300 • www.klif.is Gróðurhús í úrvali Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.