Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201612 Fréttir
Sumargjöfin í ár!
fæst í scootlife ísland, Rofabæ 9, 110 Rvk
Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld í Scootlife Ísland.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
V
ið erum búnir að bóka
í Kerlingarfjöllum í
sumar, í rúma viku. Við
erum yfirleitt aldrei
lengur, okkur skortir út-
hald í meira. Það er í rauninni
sama sagan, við erum að reyna
að leita að líklegum stað og túlka
af nákvæmni hvað Dante átti við.
Við erum búnir að fara í gegnum
og útiloka nokkrar kenningar um
mögulega staðsetningu. Vanda-
málið er að við vitum ekki að
hverju við erum að leita, hvernig
það lítur út, í hvers konar umgjörð
það er eða hvort nokkuð sé yfir-
höfuð þarna. Þetta gætu allt eins
verið andleg skilaboð og þannig
er ekki neitt veraldlegt þarna,
segir Þórarinn Þórarinsson. Hann
segir að vinur sinn og samstarfs-
félagi, Giancarlo Gianzza, sé hins
vegar sannfærður um að eitt-
hvað mikilvægt sé hulið á þess-
um slóðum og sá eldmóður hvetji
hann áfram í hvert sinn sem efinn
læðist að.
Að sögn Þórarins vinna hann
og Giancarlo þannig að veturinn
er nýttur til að reikna út hinar
ýmsu staðsetningar og varpa
kenningum á milli Ítalíu og Ís-
lands. Á sumrin sé síðan búið að
ákveða staðsetningar sem leggja á
til atlögu við.
„Við höfum reglulega rekist
á staðsetningar sem eru áhuga-
verðar. Við notum jarðsjá til þess
að hjálpa okkur og stundum hefur
hún gefið okkur falsvonir. Í fyrra
vorum við með mjög álitlegan
stað, samkvæmt útreikningum
upp úr ljóðinu og niðurstöðum
tækisins, en þegar við grófum til-
raunaholu þá kom í ljós að um
vikurlag var að ræða. Það sendi
ekki bergmál til baka í jarðsjána
og þannig leit út að um holrými
undir yfirborðinu væri að ræða.
Jarðlögin þarna eru erfið. Hins
vegar getur vel verið að staðsetn-
ingin sé nánast rétt en aðeins hafi
skeikað nokkrum metrum en það
kemur í ljós. Við erum þegar bún-
ir að ákveða álitlega staði sem
skoða á í sumar.
Það má með sanni segja að
leit að fjársjóði musterisriddar-
anna á hálendi Íslands í yfir ára-
tug hljómi sem verkefni sem að-
eins bjartsýnustu ævintýramenn
taka að sér. Blaðamaður er því í
raun undrandi hversu kirfilega
á jörðinni Þórarinn er varðandi
verkefnið, það er aðeins rætt af
ró og yfirvegun. „Hann er stærð-
fræðingur og ég er arkitekt. Við
komum báðir úr heimi raunvís-
inda og rökhyggju. Við beitum
þeim aðferðum og þær segja okk-
ur þetta. Við getum því ekki annað
en hlustað,“ segir Þórarinn. Hann
er æðrulaus gagnvart þeirri stað-
reynd að mögulega grípi þeir í
tómt á Kili. „Þetta er stórskemmti-
leg kenning hjá Giancarlo sem er
allrar athygli verð. Það hefur verið
afar ánægjulegt og spennandi
að glíma við þessa gátu sem er
sprottin úr einu þekktasta menn-
ingarverki heims. En á meðan
við höfum ekki fundið neitt þá er
þetta bara skemmtileg kenning,“
segir Þórarinn kíminn. n
„Vitum ekki
að hverju við
erum að leita
Dante í Gleðileiknum. Samkvæmt
ljóðinu á að vera á sem rennur til
suðurs. Þegar gengið er ákveðna
vegalengd er komið að stað þar
sem sólin skín aldrei ofan í vatn-
ið. Skömmu síðar er minnst á foss
sem er samansettur úr tveimur ám,
annarri blárri en hinni hvítri. Sá foss
telur Giancarlo vera Gýgjarfoss en
ásamt jökulfalli rennur ferskvatns-
áin Blákvísl í fossinn.
Táknmyndir í klettum
Þá passa önnur náttúrufyrirbrigði inn
í lýsingar Dante. Fyrsta árið fannst
náttúrulegt hringsvið í árfarveginum
sem passar við lýsingar í Gleðileikn-
um um hringsvið hinnar snæhvítu
rósar hinnar blessuðu. Smátt og
smátt hafa fleiri vísbendingar bæst
við, sumar hverjar afar merkilegar. Í
ljóði Dante er vísað í verk steinsmiða
og því er ekki hægt að útiloka að
klettar eða grjót hafi verið hoggn-
ir til af hagleiksmönnum á miðöld-
um. Sem dæmi um uppgötvanir má
nefna stein sem lítur út eins og há-
sæti Beatrice drottningar, andlit, sem
svipar til líkklæðisins í Turin, í aust-
urvegg gilsins, klettamynd af ljóni og
stríðsmanni með hjálm í norðri. Allt
eru þetta myndir sem Dante dreg-
ur upp í meistaraverki sínu. Ein sú
mikilvægasta sem fannst árið 2012
var klettamynd af erni sem skipar
veigamikið hlutverk í texta Dante.
Sú klettamynd átti, samkvæmt texta
Dante, að vera í 100 rómverskra álna
fjarlægð frá sæti Beatrice drottningar.
Illa gekk að finna þá klettamynd en
þegar það loks tókst þá kom í ljós
að fjarlægðin frá hásætinu og auga
arnarins var nákvæmlega 44,46. Það
eru 100 rómverskar álnir. n
Ljónið og örninn Hér má sjá
tvö dæmi um klettamyndir sem
eru tilvísanir í Gleðileik Dante.