Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 SÓLGLER Í ÞÍNUM STYRK FYLGJA FRÍTT MEÐ* *með kaupum á margskiptum Varilux sjónglerjum fylgir par af Basix Pal 1,5 sólglerjum í sama styrk frítt með til 31.ágúst 2016. HAMRAHLÍÐ 17 HÚS BLINDRAFÉLAGSINS SÓLGLER FYLGJA FRÍTT MEÐ* Sími: 552-2002 Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Á rin 1999 og 2000 auglýsti Landsbanki Íslands, sem þá var að fullu í eigu ríkis- ins, aflandsþjónustu í „al- þjóðlegu fjármálamiðstöð- inni“ á Guernsey á Ermarsundi. Guernsey flokkaðist sem „skatta- skjól“ á þessum tíma og það varð ekki fyrr en undir lok árs 2008 að fjármálaráðuneytið gerði upplýs- ingaskiptasamning við eyjarnar Guernsey og Jersey á Ermarsundi að eyjarnar flokkuðust ekki lengur sem aflandseyjar. Það vekur athygli að þessar aug- lýsingar birtust í Morgunblaðinu og voru heilsíðuauglýsingar. Önn- ur þeirra birtist á síðu 23, þriðju- daginn 7. desember árið 1999. Orðrétt segir í báðum auglýsingun- um: Rekstur Fortuna sjóðanna fer fram á Guernsey, alþjóðlegri fjár- málamiðstöð á Ermarsundi. Þar vaxa peningar í góðu skjóli og ná ávöxtun eins og hún gerist best í heiminum. Fortuna sjóðir Lands- bankans, Fortuna I, Fortuna II og Fortuna III eru reknir af Lands- banki Capital International Ltd. á Guernsey.“ Fólki var bent á að það gæti komið við í næsta útibúi Lands- bankans eða í höfuðstöðvum Landsbréfa og gengið frá kaupum í sjóðunum. Í Morgunblaðinu í jan- úar 2000 er fjallað um aukna eftir- spurn eftir aflandsþjónustu. Rætt var við Gunnar Þ. Andersen, fram- kvæmdastjóra alþjóða- og fjár- málasviðs Landsbanka Íslands og stjórnarformann í Landsbanki PCC (Guernsey) Limited. Gunnar átti síðar eftir að verða forstjóri Fjár- málaeftirlitsins á Íslandi. Einnig var rætt við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans. Hann sagði meðal annars: „Það sem fyrst og fremst vakti fyrir okkur þegar ákveðið var að bjóða upp á þessa tegund þjónustu var að við vild- um breikka alþjóðlega þjónustu okkar og gefa kost á lögsögu, eins og Guernsey, sem sérhæfir sig í því að veita hagstæð skattaleg skilyrði til rekstrar og býður upp á einfaldar og ódýrar lausnir í alþjóðlegum við- skiptum. Við sáum mjög vaxandi þörf fyrir þessa þjónustu, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum.“ Sig- urður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, var árið 2000 forstjóri Landsbréfa. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í sömu umfjöllun. „… í dag er það orðinn sjálfsagður hluti af þjónustuframboði banka að bjóða fjárfestum sínum upp á aflands- þjónustu í einhverju aflandsum- dæmi. Langflestir stærri bankar í heiminum eru með starfsemi í slíku umdæmi og sumir þeirra í mörgum.“ Áhugavert er að rifja upp þessa umfjöllun í ljósi opinber- ana sem nú koma fram í tengslum stolnu gögnin frá Panama. n n Árið er 2000 n Ríkisbankinn bauð aflandsþjónustu Aflandið auglýst Eggert Skúlason eggert@dv.is Aflandsþjónusta fyrir alla! Andrúmsloftið er nokkuð breytt. Um aldamót voru heilsíðuauglýsingar en nú eru það Panama-skjölin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.