Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016
SÓLGLER Í ÞÍNUM STYRK
FYLGJA FRÍTT MEÐ*
*með kaupum á margskiptum Varilux sjónglerjum
fylgir par af Basix Pal 1,5 sólglerjum í sama styrk
frítt með til 31.ágúst 2016.
HAMRAHLÍÐ 17
HÚS BLINDRAFÉLAGSINS
SÓLGLER
FYLGJA FRÍTT MEÐ*
Sími: 552-2002
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira
Á
rin 1999 og 2000 auglýsti
Landsbanki Íslands, sem
þá var að fullu í eigu ríkis-
ins, aflandsþjónustu í „al-
þjóðlegu fjármálamiðstöð-
inni“ á Guernsey á Ermarsundi.
Guernsey flokkaðist sem „skatta-
skjól“ á þessum tíma og það varð
ekki fyrr en undir lok árs 2008 að
fjármálaráðuneytið gerði upplýs-
ingaskiptasamning við eyjarnar
Guernsey og Jersey á Ermarsundi
að eyjarnar flokkuðust ekki lengur
sem aflandseyjar.
Það vekur athygli að þessar aug-
lýsingar birtust í Morgunblaðinu
og voru heilsíðuauglýsingar. Önn-
ur þeirra birtist á síðu 23, þriðju-
daginn 7. desember árið 1999.
Orðrétt segir í báðum auglýsingun-
um: Rekstur Fortuna sjóðanna fer
fram á Guernsey, alþjóðlegri fjár-
málamiðstöð á Ermarsundi. Þar
vaxa peningar í góðu skjóli og ná
ávöxtun eins og hún gerist best í
heiminum. Fortuna sjóðir Lands-
bankans, Fortuna I, Fortuna II og
Fortuna III eru reknir af Lands-
banki Capital International Ltd. á
Guernsey.“
Fólki var bent á að það gæti
komið við í næsta útibúi Lands-
bankans eða í höfuðstöðvum
Landsbréfa og gengið frá kaupum í
sjóðunum. Í Morgunblaðinu í jan-
úar 2000 er fjallað um aukna eftir-
spurn eftir aflandsþjónustu. Rætt
var við Gunnar Þ. Andersen, fram-
kvæmdastjóra alþjóða- og fjár-
málasviðs Landsbanka Íslands og
stjórnarformann í Landsbanki PCC
(Guernsey) Limited. Gunnar átti
síðar eftir að verða forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins á Íslandi. Einnig
var rætt við Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóra Landsbankans. Hann
sagði meðal annars: „Það sem fyrst
og fremst vakti fyrir okkur þegar
ákveðið var að bjóða upp á þessa
tegund þjónustu var að við vild-
um breikka alþjóðlega þjónustu
okkar og gefa kost á lögsögu, eins
og Guernsey, sem sérhæfir sig í því
að veita hagstæð skattaleg skilyrði
til rekstrar og býður upp á einfaldar
og ódýrar lausnir í alþjóðlegum við-
skiptum. Við sáum mjög vaxandi
þörf fyrir þessa þjónustu, bæði hjá
fyrirtækjum og einstaklingum.“ Sig-
urður Atli Jónsson, forstjóri Kviku,
var árið 2000 forstjóri Landsbréfa.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið í sömu umfjöllun. „… í dag
er það orðinn sjálfsagður hluti af
þjónustuframboði banka að bjóða
fjárfestum sínum upp á aflands-
þjónustu í einhverju aflandsum-
dæmi. Langflestir stærri bankar
í heiminum eru með starfsemi í
slíku umdæmi og sumir þeirra í
mörgum.“ Áhugavert er að rifja upp
þessa umfjöllun í ljósi opinber-
ana sem nú koma fram í tengslum
stolnu gögnin frá Panama. n
n Árið er 2000 n Ríkisbankinn bauð aflandsþjónustu
Aflandið auglýst
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Aflandsþjónusta fyrir alla! Andrúmsloftið er nokkuð breytt.
Um aldamót voru heilsíðuauglýsingar en nú eru það Panama-skjölin.