Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201618 Fréttir Skólavörðust íg 5 - 101 Reykjavík - 551 1161 Ófeigur skartgripir og kvenfatnaður ofeigur. is Margar hjarðir í byggð n Hreindýrstarfar og vetrungar leita niður á láglendi n Stofninn fer í sex þúsund dýr í sumar T öluverður fjöldi hreindýra er nú í byggð á Suðaustur­ landi. Þegar ekið er austur verður dýranna fljótlega vart eftir að komið er yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Sjá má litlar hjarðir allt austur að Höfn í Horna­ firði og raunar austar ef leið liggur þangað. Þannig mátti til að mynda í fyrrasumar sjá hátt í níutíu dýr á Djúpavogi nokkuð fram eftir vori. Skarphéðinn G. Þórisson, hrein­ dýrafræðingur Náttúrustofu Aust­ urlands, sagði í samtali við DV að það hafi farið að bera meira á þessu fyrir nokkrum árum. „Fyrst og fremst eru þetta tarfar og vetrungar. Það er ekkert skrýtið þó að þeir séu horaðir á þessum tíma. Beljurnar er lengra inni í landi, og hærra, enda styttist í burð.“ Særðir eftir fengitíma Skarphéðinn segir að alltaf megi rek­ ast á dýr í byggð sem drepist, á þess­ um árstíma. Tarfarnir geta verið særðir eftir fengitímann í vetur og hafi þar af leiðandi átt erfitt upp­ dráttar. „Þessar hjarðir hafa nú bara glatt menn og ferðamenn fyrir austan. Dýrin geta verið áberandi allt fram á sumar. Þetta er erfiðasti tími ársins fyrir þau en nú horfir þetta allt til betri vegar.“ Skarphéðinn segir að þó svo að snjói þá geti hrein­ dýrin þefað uppi sína uppáhalds­ fæðu í gegnum snjóinn. Hreindýrin eru sólgin í fléttur, þar sem þær er að hafa og einnig lyng, runna og grös. Hreindýrastofninn íslenski telur nú um fimm þúsund dýr og mun að öllum líkindum fara í um sex þúsund dýr í sumar eftir að kálfarnir hafa bæst í hjörðina. Yfir dimmustu mánuði ársins er alltaf nokkuð um að hreindýr verði fyrir bílum. Þetta hefur heldur aukist síðustu ár. Skarphéðinn segir að Vega­ gerðin hafi verið í samstarfi við Nátt­ úrustofuna og meðal annars sett upp umferðarskilti til viðvörunar. Það er hins vegar erfitt að bregðast við þegar stór hjörð hleypur skyndilega í veg fyrir stóran flutningabíl í hálku. Þá er hætt við að illa fari. „Þegar uppbyggðum vegum fjölgar í gegnum vetrarbeitar­ svæði dýranna aukast líkur á slysum.“ Skarphéðinn segir aðalatriðið að menn séu meðvitaðir um þá vegar­ kafla þar sem búast má við hreindýr­ um og dragi úr hraða á þeim svæðum. Dýrin dafna vel Íslensku hreindýrin sem nú dafna með ágætum á Austurlandi voru flutt til landsins árið 1787. Þau eru ættuð frá Finnmörk í Noregi. Skarp­ héðinn segir að þegar íslensku af­ komendurnir er bornir saman við norsku forfeðurna þá megi sjá að íslensk belja á besta aldri vegi um fjörutíu kíló þ.e. fallþunginn. „ Okkar dýr standa fyllilega jafnfætis bestu dýrunum í Noregi. Slakari kýr í Noregi vega ekki nema um þrjá­ tíu kíló. Það skiptir miklu máli fyrir okkar stofn að þær skordýraplágur sem herja á norsku dýrin eru ekki til staðar hér.“ Vísar Skarphéðinn þar til moskítóflugna og flugna sem kallast „klegger“ og leggjast á dýrin og sjúga blóð. Þessar plágur gera að verkum að dýrin í Noregi eru löngum stund­ um á hlaupum undan skordýrunum. Hér á landi eru dýrin laus við þessi hlaup og geta nýtt tímann til að fita sig fyrir veturinn. n Eggert Skúlason eggert@dv.is „Okkar dýr standa fyllilega jafnfætis bestu dýrunum í Noregi Erfiðasti tími ársins Það eru fyrst og fremst tarfar og vetrungar sem leita í byggð. Margir eru illa farnir eftir átök um fengitímann. Spök hreindýr Þau kippa sér ekki upp við ferðamann- inn, hreindýrin fyrir austan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.