Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Side 18
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201618 Fréttir Skólavörðust íg 5 - 101 Reykjavík - 551 1161 Ófeigur skartgripir og kvenfatnaður ofeigur. is Margar hjarðir í byggð n Hreindýrstarfar og vetrungar leita niður á láglendi n Stofninn fer í sex þúsund dýr í sumar T öluverður fjöldi hreindýra er nú í byggð á Suðaustur­ landi. Þegar ekið er austur verður dýranna fljótlega vart eftir að komið er yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Sjá má litlar hjarðir allt austur að Höfn í Horna­ firði og raunar austar ef leið liggur þangað. Þannig mátti til að mynda í fyrrasumar sjá hátt í níutíu dýr á Djúpavogi nokkuð fram eftir vori. Skarphéðinn G. Þórisson, hrein­ dýrafræðingur Náttúrustofu Aust­ urlands, sagði í samtali við DV að það hafi farið að bera meira á þessu fyrir nokkrum árum. „Fyrst og fremst eru þetta tarfar og vetrungar. Það er ekkert skrýtið þó að þeir séu horaðir á þessum tíma. Beljurnar er lengra inni í landi, og hærra, enda styttist í burð.“ Særðir eftir fengitíma Skarphéðinn segir að alltaf megi rek­ ast á dýr í byggð sem drepist, á þess­ um árstíma. Tarfarnir geta verið særðir eftir fengitímann í vetur og hafi þar af leiðandi átt erfitt upp­ dráttar. „Þessar hjarðir hafa nú bara glatt menn og ferðamenn fyrir austan. Dýrin geta verið áberandi allt fram á sumar. Þetta er erfiðasti tími ársins fyrir þau en nú horfir þetta allt til betri vegar.“ Skarphéðinn segir að þó svo að snjói þá geti hrein­ dýrin þefað uppi sína uppáhalds­ fæðu í gegnum snjóinn. Hreindýrin eru sólgin í fléttur, þar sem þær er að hafa og einnig lyng, runna og grös. Hreindýrastofninn íslenski telur nú um fimm þúsund dýr og mun að öllum líkindum fara í um sex þúsund dýr í sumar eftir að kálfarnir hafa bæst í hjörðina. Yfir dimmustu mánuði ársins er alltaf nokkuð um að hreindýr verði fyrir bílum. Þetta hefur heldur aukist síðustu ár. Skarphéðinn segir að Vega­ gerðin hafi verið í samstarfi við Nátt­ úrustofuna og meðal annars sett upp umferðarskilti til viðvörunar. Það er hins vegar erfitt að bregðast við þegar stór hjörð hleypur skyndilega í veg fyrir stóran flutningabíl í hálku. Þá er hætt við að illa fari. „Þegar uppbyggðum vegum fjölgar í gegnum vetrarbeitar­ svæði dýranna aukast líkur á slysum.“ Skarphéðinn segir aðalatriðið að menn séu meðvitaðir um þá vegar­ kafla þar sem búast má við hreindýr­ um og dragi úr hraða á þeim svæðum. Dýrin dafna vel Íslensku hreindýrin sem nú dafna með ágætum á Austurlandi voru flutt til landsins árið 1787. Þau eru ættuð frá Finnmörk í Noregi. Skarp­ héðinn segir að þegar íslensku af­ komendurnir er bornir saman við norsku forfeðurna þá megi sjá að íslensk belja á besta aldri vegi um fjörutíu kíló þ.e. fallþunginn. „ Okkar dýr standa fyllilega jafnfætis bestu dýrunum í Noregi. Slakari kýr í Noregi vega ekki nema um þrjá­ tíu kíló. Það skiptir miklu máli fyrir okkar stofn að þær skordýraplágur sem herja á norsku dýrin eru ekki til staðar hér.“ Vísar Skarphéðinn þar til moskítóflugna og flugna sem kallast „klegger“ og leggjast á dýrin og sjúga blóð. Þessar plágur gera að verkum að dýrin í Noregi eru löngum stund­ um á hlaupum undan skordýrunum. Hér á landi eru dýrin laus við þessi hlaup og geta nýtt tímann til að fita sig fyrir veturinn. n Eggert Skúlason eggert@dv.is „Okkar dýr standa fyllilega jafnfætis bestu dýrunum í Noregi Erfiðasti tími ársins Það eru fyrst og fremst tarfar og vetrungar sem leita í byggð. Margir eru illa farnir eftir átök um fengitímann. Spök hreindýr Þau kippa sér ekki upp við ferðamann- inn, hreindýrin fyrir austan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.