Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 29. apríl–2. maí 20168 Fréttir
V
ið munum setja þetta í búðir
fljótlega og á veitingahús
og í mötuneyti,“ segir Örn
Karlsson, bóndi á Sandhóli
í Skaftárhreppi, um matarolíu sem
hann framleiðir úr repjufræjum
sem ræktuð eru á jörðinni.
Örn segir stefnt að framleiðslu
á um 50 þúsund lítrum af repju
olíunni á ári. Um 730 þúsund lítrar
af matarolíu hafi selst í verslunum
hér á landi í fyrra.
„Þetta er allt ræktað hér á landi
en við höfum verið að fikra okkur
áfram með þessa ræktun síðan
2009 og náð góðum tökum á henni.
Við kynntum okkur hvernig olían er
kaldpressuð og fengum þar til gerð
an búnað í Þýskalandi til að pressa
fræið,“ segir Örn.
DV fjallaði í janúar í fyrra um
þau áform Arnar og eigenda
tveggja annarra jarða í Skaftár
hreppi að reisa stærsta nautgripa
bú landsins á Sandhóli. Þar ætla
þeir að hefja ræktun á skoskum
holdanautum. Félagið Pecus ehf.
var stofnað utan um verkefnið og
er fjárfestirinn og byggingarverk
takinn Pálmar Harðarson stjórn
arformaður og einn eigenda þess.
Pálmar á jörðina Grund í Skaftár
hreppi en einnig verktakafyrirtækið
Þingvang ehf. Aðspurður segir Örn
að fjós undir 250 gripi, af þeim 500–
700 skepnum sem stefnt sé að, sé
nú í byggingu.
„Fjósið er í smíðum og verður
klárt fyrir gripina í haust. Fjósið
sem við erum með í byggingu núna
er fyrir 250 gripi og við látum það
duga í bili. n
Íslenska repjuolían á markað
Stefnt að 50 þúsund lítra ársframleiðslu á matarolíunni
Keyptu 23% í Stundinni
á ellefu milljónir króna
n Íslenskt félag bresks fjárfestis í Hong Kong í eigendahóp fjölmiðilsins n Pírati keypti 2%
T
íu nýir hluthafar Útgáfu
félagsins Stundarinnar ehf.
keyptu á síðasta ári samtals
23,4% hlut í fjölmiðlinum
fyrir ellefu milljónir króna.
Píratinn Smári McCarthy, sjávarút
vegsfyrirtækið Stormur Seafood og
Fjélagið – Eignarhaldsfélag, sem er í
eigu einkahlutafélags í Hong Kong,
fóru þá inn í eigendahóp Stundar
innar. Stjórn fjölmiðilsins hafði
áður samþykkt að auka hlutafé
hans um allt að 25 milljónir króna.
„Hlutafjáraukningin stendur í
rauninni enn yfir en ætlunin var
að safna hlutafé fyrir óumflýjan
legum upphafskostnaði og hafa
eignarhaldið sem dreifðast,“ segir
Jón Trausti Reynisson, fram
kvæmdastjóri, ritstjóri og einn
eigenda Stundarinnar.
Fá inn breskan fjárfesti
Samkvæmt skráningu Fjölmiðla
nefndar um eignarhald Stundar
innar keyptu einkahlutafélagið
Kol, sem er í eigu Helga Más
Haraldssonar, eiganda úthringi
fyrirtækisins Símstöðin, og Snæ
björn Björnsson Birnir, hvort sín
5,11% í fjölmiðlinum. Stormur
Seafood á 3,06% en það er að sögn
Steindórs Sigurgeirssonar, fram
kvæmdastjóra sjávarútvegsfyrir
tækisins, í eigu hans og Nautilius
Fisheries sem er skráð í Hong Kong.
Kínverska félagið er að sögn Stein
dórs í eigu breskra fjárfesta og þar
á meðal viðskiptafélaga hans, Jason
Wittle. Bretinn á aftur 99% hlut í
Fjélaginu – Eignarhaldsfélagi ehf.,
í gegnum kínverskt einkahlutafélag
sitt, Top Gain International Ltd.,
sem keypti einnig 3,06% í Stund
inni í hlutafjáraukningunni.
„Það var engin önnur ástæða
en að ég þekki Reyni [Trausta
son] og hann bað mig um að verða
hluthafi. Ég fagna fjölbreytileika
í eignarhaldi íslenskra fjölmiðla,“
segir Steindór aðspurður af hverju
hann keypti hlut í Stundinni.
Eiga nú 77%
Smári McCarthy er skráður fyrir
2,04% hlut í fjölmiðlinum eins og
Valgerður Oddsdóttir. Aðrir úr hópi
nýrra hluthafa, þar á meðal Áslaug
Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður
á Stundinni, eiga um eitt pró
sent eða minna. Stofnendur fjöl
miðilsins, þar á meðal ritstjór
ar hans, Jón Trausti og Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir, og einkahluta
félagið Góður punktur, sem er í
eigu Reynis Traustasonar og Hall
dóru Jónsdóttur sjúkraliða, eiga
í dag alls tæp 77% hlut, rúm 15%
hvert. Hluthafarnir fimm áttu áður
fimmtungshlut hver. Fjölmiðillinn
var stofnaður með tilstuðlan hóp
fjármögnunar sem skilaði 45 þús
und evrum eða tæpum 6,7 millj
ónum króna miðað við þáverandi
gengi.
„Hlutafjáraukningin var að há
marki 2,5 milljónir króna á hvern
aðila og tilgangurinn var að dreifa
eignarhaldinu eins mikið og mögu
legt væri og það hefur tekist. Það
eru líka ákvæði í samþykktum fé
lagsins sem koma í veg fyrir valda
samþjöppun í félaginu. Til dæm
is má enginn einn eigandi halda á
meira en 15% atkvæða á hluthafa
fundi,“ segir Jón Trausti.
„Einhverjir af þessum nýju hlut
höfum eru búsettir erlendis. Ég veit
að eigandi Storms Seafood hefur
starfrækt starfsemi í sjávarútvegi í
Kína eða Hong Kong. Við erum líka
með hluthafa sem býr í Singapúr
og annan sem býr í Sarajevó. Við
fögnum því að þetta séu aðilar sem
koma sem víðast að og það sé vald
dreifing í félaginu.“ n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Hlutaféð aukið Jón Ingi Stefánsson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Trausti Reynisson og Heiða B. Heiðarsdóttir og aðrir stofnendur
Stundarinnar eiga nú samtals um 77% hlut í fjölmiðlinum.
Pírati Forritarinn Smári McCarthy á nú
rúmlega tveggja prósenta hlut í Stundinni.„Það var engin
önnur ástæða
en að ég þekki Reyni og
hann bað mig um að
verða hluthafi.
Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
· Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré.
· Mikið úrval efna, áferða og lita.
· Framleiðum eftir óskum hvers og eins.
· Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði.
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.