Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 24
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 Breiðustu bökin eru ekki að borga sinn skerf Í raun allt sem mælir með þessu Ég gat ekki með nokkru móti stjórnað sjálfri mér Nýja Ísland er að verða til Gylfi Magnússon hagfræðingur um aflandsvæðinguna fyrir hrun. – Morgunvaktin, Rás 1 Jóna Júlíusdóttir vill umbætur í menntunarmöguleikum öryrkja. – DVBjarney Lára Sævarsdóttir endaði á gjörgæslu eftir neyslu LSD. – DV N ýja Ísland er að verða til. Það er kvalafullt og það mun taka tíma en Nýja Ísland er við sjóndeildarhringinn. Það kemur úr átt sem enginn átti von á. Þau eldsumbrot sem Nýja Ísland rís úr eiga uppruna sinn í fjarska. Á eld- fjallaeyjunni Tortola. Bitra öskuna leggur um vit landsmanna og glóandi hraunmolar hitta mann og annan. Krafan á Nýja Íslandi er tvíþætt. Aukið gegnsæi og meiri jöfnuður. Þetta eru hógværar kröfur. Með valdi sínu í vetrarbyrjun mun almenning- ur kjósa sér stjórnmálamenn sem þurfa með skynsemi og af sanngirni að bregðast við þessum kröfum. Þegar við hugum að mótun Nýja Íslands væri óskandi að okkur tæk- ist að gera það í einhvers konar sátt. Við þurfum að losna við heiftina. Því miður munum við sem þjóð ekkert læra af Panama og Tortola. Börnin okkar munu hiklaust gæla við hug- myndir um aflandsfélög verði slíkt í boði. Manneskjunni er græðgi í blóð borin. Í mannkynssögunni er slóð græðgi eins og rauður þráður ofinn milli kynslóða. Það væri óskandi að nýju vald- hafarnir sem senn taka við gleymi sér ekki í að gera upp við fortíðina. Framtíðin er svo miklu áhugaverðara og mikilvægara verkefni, í það minnsta fyrir allan almenning. Komi hins vegar upp sú ótrúlega staða að meiri áhugi verði á fortíðinni og að grafa upp möguleg brot og siðleysi fyrrverandi stjórnvalda er hætt við að framtíðin renni hjá og tækifærin gufi upp. Þeir sem stöðugt horfa sér um öxl fá hálsríg þegar upp er staðið. Nýju valdhafarnir þurfa ekki að bíða nema nokkra mánuði eftir því að Nýja Ísland verði numið. Gott væri að nota þann tíma til að opin- bera með hvaða hætti meiri jöfnuði verði náð og gegnsæi tryggt. Þar sem ljóst er að stjórnarskránni þarf að breyta verulega er líka áhugavert að sjá með hvaða hætti það á að gerast og hversu hratt. Það verður ekki auð- velt að auka jöfnuð eða gegnsæi. Enda af hverju ætti það að vera auð- velt? Við erum að tala um að breyta þjóðfélagsgerðinni okkar og það er stórt verkefni. En reynum og sjáum hvert við komumst. Bara í lokin, smá skilaboð til forsvarsmanna Nýja Ís- lands: Vandið ykkur og hugsið vel um okkur! n „Bylur hæst í tómri tunnu“ Á meðal þess sem umfjöllun Kastljóss um Panama-skjölin hefur leitt í ljós er að Vilhjálmur Þorsteinsson, núna hvort tveggja fyrrverandi gjaldkeri Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi stjórn- armaður Kjarnans, átti félag á aflandseyjunni Tortola frá árinu 2001 og fram að bankahruni. Áður hafði Vilhjálmur þverneitað að eiga „aflandsfélag“ í „skatta- skjóli“ heldur ætti hann aðeins félag í „EES-landinu Lúxemborg.“ Líklega hefur ein mynd því sjaldan lýst betur hinum ís- lenska málshætti „Bylur hæst í tómri tunnu“ en sú sem var tek- in af Vilhjálmi, ásamt þeim Ill- uga Jökulssyni og Birnu Þórðar- dóttur, að berja í olíutunnu á Austurvelli fyrir skemmstu. Þar mótmælti Vilhjálmur galvaskur tengslum ráðherra við aflandsfé- lög í skattaskjóli. Spenna til 2020 Andrés Magnússon, fjöl- miðlarýnir Viðskiptablaðsins, er oft glöggur. Hann bendir á að nú sé búið að birta 18 nöfn af þeim 600 íslensku nöfnum sem er að finna í Panamaskjölun- um. Andrési telst til að nafna- birtingunum ljúki í mars árið 2020. Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Því miður munum við sem þjóð ekkert læra af Panama og Tortola. H eilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að þak verði sett á greiðsluþátttöku sjúklinga við lækniskostn- að upp á 95 þúsund krónur. Lyfjakostnaður er ekki inni í þessari jöfnu en þar var innleitt svipað kerfi fyrir nokkrum árum og þak sett á lyfja kostnað upp á 65 þúsund krón- ur. Ætlunin er ekki að setja aukna fjármuni í þetta verkefni heldur að jafna kostnaði á milli sjúklinga sem vissulega er þarft mál. Allir sem fylgst hafa með fréttum af óheyrilega háum kostnaði langveikra sjúklinga hafa skilning á þeirri meginhugmynd. Hins vegar hefur greiðsluþátttaka sjúklinga tvöfaldast á undanförnum þrjátíu árum og við því þarf að bregðast. Nýleg skýrsla, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið, sýnir að ekki þarf mikla fjármuni í hinu stóra samhengi til að lækka þetta þak svo um munar. Fyrir sex og hálfan milljarð mætti gera þá þjón- ustu gjaldfrjálsa sem hinu nýja kerfi er ætlað að ná til. Það væri stórkostlegur áfangi því kostnaður við læknisþjónustu er raunverulegt vandamál fyrir allt of marga og það eru allt of mörg dæmi um að fólk fresti eða sleppi læknis- heimsóknum vegna þess að það hef- ur ekki efni á þeim. Slíkt á ekki að þekkjast í einu af ríkustu samfélögum heims sem hefur lagt kreppu að baki. Inni í kerfinu sem nú er til um- ræðu eru síðan ekki þættir sem tví- mælalaust eiga heima þar eins og tannlækningar og sálfræðiþjónusta en hvort tveggja á að vera hluti af al- mennri heilbrigðisþjónustu. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu getur til dæmis skipt sköpum ef ná á ár- angri í geðheilbrigðismálum sem eru mikið áhyggjuefni, ekki síst hjá ungu fólki. Þá hefur lengi verið markmið að bæta tannheilsu Íslendinga og mikil- vægt skref að því markmiði er að tannlækningar verði hluti af hinu al- menna kerfi. Einhver kynni að spyrja hvar ætti að taka fjármunina. Svarið er að það er vel gerlegt að afla tekna til að ná þessum markmiðum – til dæmis má endurskoða álagningu veiðigjalda sem hafa verið lækkuð um tugi millj- arða á þessu kjörtímabili. Taka má upp auðlegðarskatt á nýjan leik en hann skilaði rúmum tíu milljörðum á ári hverju. Og þá er ekki minnst á skattaundanskot en embætti Ríkis- skattstjóra áætlar að þau nemi 80 milljörðum á ári hverju. Með aukinni áherslu á skattrannsóknir og skatt- eftirlit má áætla að verulega sé hægt að auka tekjur ríkisins og tryggja um leið sanngjarna þátttöku allra í sam- félaginu. Heilbrigðismálin eru ofarlega í huga Íslendinga. Nægir þar að minna á að 86 þúsund manns hafa skrif- að undir kröfu um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar. Ljóst er líka að útgjöld til þessa málaflokks eiga eftir að aukast, þó ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Því skiptir miklu máli að forgangsraða fjármun- um vel sem renna til heilbrigðisþjón- ustunnar. Forgangsverkefni er að gera þjónustuna gjaldfrjálsa en verkefnin eru vissulega mörg. Meiri fjármuni þarf að leggja í rekstur Landspítalans og uppbyggingu húsnæðis. Þá skiptir máli að efla sjúkraflutninga um land allt. En fyrsta skrefið á að vera að allir geti sótt sér læknisþjónustu án tillits til efnahags. Það er eitt af því sem gerir samfélagið betra. n Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta Katrín Jakobsdóttir FormaðurVG Kjallari „Ekki þarf mikla fjármuni í hinu stóra samhengi til að lækka þetta þak svo um munar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.