Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 10.–12. maí 20162 Fréttir Krafa um öfluga vél útilokaði ódýrari kosti n Nýr stjórabíll VTÍ sagður notaður sem sendibíll n Svona voru lágmarkskröfurnar G erðar voru ríkulegar kröfur til nýrrar bifreiðar fyrir framkvæmdastjóra Viðlaga- tryggingar Íslands (VTÍ), Huldu Ragnheiði Árna- dóttur, sem útilokuðu ódýrari val- kosti fyrir ríkisstofnunina. Þetta er meðal þess sem kemur í ljós þegar útboðslýsing fyrir örútboð stofn- unarinnar vegna bílakaupanna er skoðuð. Þar er gerð krafa um að bif- reiðin sé annaðhvort jeppi eða jepp- lingur sem notaður verði af fram- kvæmdastjóra VTÍ og „sem sendibíll fyrir Við- lagatryggingu Ís- lands á skrifstofu- tíma.“ Eins og DV greindi frá í síðustu viku þá var glæsilegur Mercedes-Benz GLC-jepplingur frá Bílaumboð- inu Öskju keyptur í síðasta mánuði, á tæpar sjö millj- ónir króna. Er því vafalaust um að ræða einn flottasta „sendibíl“ landsins. Nýleg bifreið endurnýjuð Eins og DV greindi frá í síðustu viku var ákveðið að skipta út nýleg- um Volkswagen Tiguan R Line- jepplingi sem framkvæmdastjóri VTÍ hafði haft til afnota síðan í árslok 2012, sem hluta af starfskjörum sínum. Bifreiðinni hafði aðeins verið ekið 85 þúsund kílómetra. Ríkiskaup reyna enn að selja þann bíl upp í kaupverðið á þeim nýja. Nýir Tiguan-jepplingar kosta í dag frá tæplega 5 milljónum króna en líkt og DV greindi frá nam kaupverðið á Mercedes-Benz-jepp- lingnum 6,8 milljónum króna. Ljóst að verulegur afsláttur fékkst með út- boðinu og sérkjörum Ríkiskaupa. DV óskaði eftir útboðslýsingunni vegna kaupanna frá Ríkiskaupum og kemur þar ýmislegt áhugavert í ljós. Krafa um öfluga vél Sem fyrr segir kom ekki annað til greina en að bif- reiðin væri jeppi eða jepplingur og var útboðslýs- ingin send fimm seljendum vegna örútboðs VTÍ sam- kvæmt ramma- samningi. Þetta voru Bílaumboðið Askja, Hyundai/BL, Brim- borg, Even og TK bílar. Í útboðslýsingu eru síðan útlistaðar lág- markskröfur sem bif- reiðin verður að upp- fylla. Hún átti að vera fjórhjóladrifin með sjálfskiptingu og fimm dyra. Bif- reiðin átti að vera með vél sem jafn- gildir að minnsta kosti 2.0 lítra dísil- vél og vera að minnsta kosti 150 hestöfl. Snúningsvægi, betur þekkt sem tog, bifreiðarinnar í fjölda Nm mið- að við tiltekinn snúningsfjölda bíl- vélar átti ekki að vera undir 380 Nm, miðað við eðlilegan snúningshraða vélar. Togkrafa vakti athygli Þeir sem til þekkja segja að þetta sé afar ríkuleg krafa um tog vélar, sem segir í raun til um afl bifreiðarinnar, og á við stærstu jeppa og öflugustu bifreiðar lögreglunnar samkvæmt upplýsingum DV. Svo heppilega vill til að ódýrasta tegundin af Mercedes- Benz GLC-jepplingnum er með tog upp á 400 Nm, auk þess að vera 170 hestöfl. Herma heimildir DV að þessi togkraftskrafa hafi vakið sérstaka athygli manna við vinnslu málsins innan kerfisins án þess þó að úr yrði að formleg athugasemd væri gerð af hálfu Ríkiskaupa. Líkt og fram kom í umfjöllun DV fyrir viku eru ákveðn- ar glufur fyrir kaupendur bíla í um- sóknarferlinu til bílanefndar Ríkis- kaupa. Hún felst í því að stofnanir og ríkisfyrirtæki geta gert kröfur um ým- islegt á borð við vélarafl og/eða tog eða annan lúxus, sem útilokar ódýr- ari valkosti – ef vilji er fyrir hendi. Í samhengi við kaup VTÍ á nýrri bif- reið er erfitt að átta sig á hvers vegna framkvæmdastjóri VTÍ þurfi svo afl- mikinn bíl, jafnvel þó að hann kunni að vera notaður sem sendibíll á skrif- stofutíma. Dráttarkrókur og þverbogi Þar sem bifreiðin á að notast sem sendibíll á daginn þá var einnig gerð krafa um að farangursrýmið væri að minnsta kostið 450 lítrar og minnsta veghæð bifreiðarinnar minnst 20 sentimetrar. Þá vekur athygli að bif- reiðin átti að vera með fullbúnum, löggiltum dráttarkrók og festingum fyrir þverboga á toppi. Þess ber að geta að dráttarkrókur kostar sem aukabúnaður rúmar 200 þúsund krónur. Að lokum átti bifreiðin að vera búin aurhlífum að framan og aftan og standast 5 stjörnu NCAP, eða sambærilegt árekstrar- og ör- yggispróf. Heimildir DV herma að þrátt fyrir að kaupverð GLC-bifreiðarinnar hafi numið 6,8 milljónum króna þá myndi sams konar bifreið, með þeim aukabúnaði á borð við dráttarkrók og annað, kosta rúmlega 9 milljónir króna hjá umboðinu fyrir hinn al- menna kaupanda. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Aflmikill lúxus-Benz Nýr framkvæmdastjórabíll ríkisstofnunarinnar Viðlagatryggingar Íslands er 170 hestöfl og tog upp á 400 Nm. Gerð var krafa um minnst 150 hestöfl og 380 Nm í tog í útboðslýsingu. MyND SigTryggur Ari Framkvæmdastjórinn Hulda Ragnheiður Árnadóttir fékk nýjan bíl til afnota í síðasta mánuði. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll aukaefni sem mér þykir kostur. Heiðdís Björk Helgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.