Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 10.–12. maí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 12 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þetta var sneypuför hjá honum Egill Helgason um þá ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé. – Eyjan Davíð mætir Golíat – lota 2 S ögueyjan stóð svo sannar- lega undir nafni um helgina. Guðni Th. Jóhannesson til- kynnti um framboð sitt á upp- stigningardag. Steig upp og ákvað að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni og öllum hinum frambjóðendunum. Virtist nú sem fullskipað væri á víg- vellinum. Fyrst dró þó til tíðinda á laugar- dag þegar nýr þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, Páll Magnússon, sendi frá sér færslu á Twitter um að breyta þyrfti áður aug- lýstri dagskrá sunnudagsþáttarins. Stórtíðinda væri að vænta í tengsl- um við forsetakosningar. Glöggir menn áttuðu sig á að Davíð Oddsson væri að fara fram. Sú varð raunin. Davíð skjallaði Ólaf Ragnar svo að eftir var tekið. Síðar sama dag var Ólafur Ragnar gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2. Þar ræddi Björn Ingi við forsetann um vendingar dagsins. Ólafur Ragnar skjallaði Davíð svo að eftir var tekið. Miðað við látbragð Ólafs Ragnars í viðtalinu var ljóst að hann væri að hætta. Það fékkst stað- fest í gær, mánudag. Við kveðjum farsælan forseta sem stóð í stafni í ólgusjó. Hann gerði það beinn í baki og sem brjóstvörn Íslands. Fyrir það verður hans minnst. Viðtalið við Ólaf var sögulegt. Hann fór yfirvegað yfir hversu af- skekktur á einskismannslandi for- setinn þarf að vera. Embættið er ekki bara móttökur og hátíðarræður. Um það blæs og þá þarf sá sem situr á Bessastöðum hverju sinni að geta tekið óvinsæla ákvörðun sem gengur þvert á vinskap og gamla flokkadrætti. Nú eru allar líkur á að vígstaðan verði sú að Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson takist á um þetta embætti. Fleiri gætu auðvitað bland- að sér í þann slag, eins og Andri Snær. Guðni Th. mældist í könnun í gær með Golíatsfylgi. Samkvæmt könnun MMR mældist hann með tæplega 60% fylgi. Davíð Oddsson var ekki inni í könnuninni fyrr en á lokametrunum. Þó má reikna út frá þeim forsendum sem MMR gaf upp að Davíð sé með um 12% fylgi. Davíð Oddsson er okkar umdeild- asti sonur. Fólk virðist ýmist hrein- lega sjá rautt þegar hann er nefnd- ur – nú eða sakna hans. Hvort nógu margir sakni hans til að tryggja hon- um kjör er algerlega óvíst. Guðni á góða möguleika, á því leikur ekki nokkur vafi. Það er allt út- lit fyrir að Davíð sé að mæta Golíat á nýjan leik. Við vitum hvernig fyrri viðureignin fór. Endurtekur sagan sig eða eru nýir tímar? n Nýr krataflokkur? Þeim fer fjölgandi innan Sam- fylkingarinnar sem telja að flokk- urinn eigi sér ekki viðreisnar von. Einkum er óánægjan mikil á meðal hægri krata sem hugsa með hlýhug til Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Eðalkratar ræða nú í fullri alvöru hvort tími sé kominn til að stofna nýjan krataflokk. Orð Árna Páls Árnasonar í morgunútvarpi Rásar 1 í gær, mánudag, gáfu slík- um sögum byr undir báða vængi, einkum hörð gagnrýni hans á þá vinstri stefnu sem Jóhanna Sig- urðardóttir rak. Sjálfur mun Árni Páll ekki vera afhuga því að ganga til liðs við hinn nýja flokk. Byrjað með látum Hinn þaulvani fjölmiðlamaður Páll Magnússon byrjaði með látum sem nýr umsjónarmaður þáttarins Sprengisands á Bylgjunni og var fyrstur með frétt um forsetafram- boð Davíðs Odds- sonar. Páll hefur greinilega engu gleymt og með þessari bombu sem fréttin um forsetaframboðið var vakti hann rækilega athygli á þætti sínum. Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita. · Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Made by Lavor Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fyrir pallinn og stéttina Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 4.390 Mako penslasett 590 Bio Kleen pallahreinsir 895 5 lítrar kr. 3.295 Landora tréolía 2.690 Meister fúgubursti með krók #4360430 2.690 (með auka vírbursta) Lavor Space 180 háþrýstidæla 29.990 180 Max bar 510min Litrar Pallahreinsir, bursti og aukaspíssar. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Við kveðjum farsælan forseta sem stóð í stafni í ólgusjó. Ertu ekki að grínast? Viðbrögð Guðna Th. við nýrri skoðanakönnun MMR. – Vísir Líklega besti dagur lífs míns Hörður Björgvin Magnússon var valinn í íslenska landsliðið á EM. – Twitter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.