Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 10.–12. maí 20166 Fréttir s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? 13.900 kr. fyrir 2 með morgunmat Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkurNý rúm frá RB rúm 1. maí til 15. júní Tapar áTTa milljörðum á Vaðlaheiðargöngum Gamma segir þjóðhagslegt tap ganganna nema rúmum átta milljörðum króna Þ jóðhagslegt tap af Vaðlaheiðargöngum mun nema rúmum átta milljörð- um króna. Tafir á verkinu og aukinn stofnkostnaður hafa ásamt öðru leitt til þess að tapið er nú tæplega tvöfalt meira en spáð var í árslok 2012. Þetta segir Gísli Hauksson, for- stjóri Gamma, en fjármálafyrirtækið hefur unnið nýtt mat á þjóðhagsleg- um áhrifum Vaðlaheiðarganga. Eldra mat sem unnið var með sömu að- ferðafræði sýndi tap upp á 4,3 millj- arða króna. Niðurstöður þess gáfu til kynna að framkvæmdin stæðist ekki ásættanlega kröfu um þjóðhagslega arðsemi. „Stofnkostnaður verkefnisins hef- ur aukist um að minnsta kosti 1,5 til tvo milljarða króna miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðl- um. Vatnslekinn einn og sér hefur skilað tapi upp á um tvo milljarða. Síðan bætum við við töfunum og fjár- magnsgjöldunum sem leggjast ofan á vegna þeirra, og öðrum þáttum, og þetta gefur okkur um það bil rúmlega átta milljarða króna sem er þá þjóð- hagslega tapið af þessu verkefni út frá þessari aðferðafræði,“ segir Gísli. Uppfærðu líkanið Aðferðafræðin sem Gísli vísar til byggir á arðsemislíkaninu Teresu sem danska samgönguráðuneytið hefur þróað og notað til að forgangs- raða fjárfestingum í samgöngum eftir þjóðhagslegri arðsemi. Líkanið byggir á félagshagfræðilegum grunni og tekur til atriða eins og stofnkostn- aðar, rekstrar- og viðhaldskostnaðar og ávinningi notenda. Árið 2012 verð- launaði Gamma meistararitgerð hag- fræðingsins Vilhjálms Hilmarssonar sem komst að þeirri niðurstöðu að þjóðhagslegt tap ganganna næmi 4,3 milljörðum samkvæmt aðferðafræði Teresu. „Við byggðum á sambærilegri að- ferðafræði og uppfærðum líkanið miðað við stöðuna í dag. Þættir eins og að opna átti göngin á þessu ári, en verða nú ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, eða mögulega 2018, hafa til að mynda áhrif. Þetta byggir á miklu stærri þáttum en eingöngu það að horfa á verkefnið eitt og sér, held- ur einnig áhrif þess á nærumhverfið, þjóðarbúið, skattgreiðendur, ríkis- sjóð og fórnarkostnað fjármagns. Það er í hvað annað hefði verið hægt að ráðstafa þessum fjármunum ríkisins,“ segir Gísli og heldur áfram: „Það er hins vegar mikilvægt að taka fram að þetta verkefni mun skila miklum ábata fyrir svæðið sem mun njóta góðs af þessu og það er ekki hægt að draga dul á það. En ef mað- ur skoðar stöðuna út frá þjóðhagsleg- um áhrifum verkefnisins þá er staðan í heild ekki eins jákvæð.“ Vilja Sundabraut Aðspurður hvers vegna Gamma sýni þjóðhagslegum ábata Vaðlaheiðar- ganga áhuga svarar Gísli að fjár- málafyrirtækið hafi meðal annars fjallað um verkefnið við kynningar á hugmyndum þess um innviðafjár- festingar. Fyrirtækið hefur ásamt lög- fræðistofunni Lex unnið að því að setja saman vinnuhóp sem hefði það hlutverk að skoða hvort hægt sé að koma á framkvæmd við Sundabraut. Samkvæmt útreikningum Gamma nemur uppsafnað þjóðhagslegt tap þess að ekki var ráðist í framkvæmd- ir við Sundabraut á árunum 2005 til 2007 um 15 til 20 milljörðum króna. „Við höfum skrifað töluvert um Sundabrautina og erum að reyna að þrýsta aðeins á það verkefni og koma því áfram. Þetta hefur ekkert með það að gera að það sé ekki hægt að velja samgönguverkefni út frá pólitískum forsendum en með þessu líkani ligg- ur að minnsta kosti fyrir hvað verk- efni eru þjóðhagslega hagkvæmust. Við munum að þegar ákvörðunin um Vaðlaheiðargöng var tekin var ekki farið í neina alvöru úttekt á þjóðhags- legum ábata og þetta var á endanum hrein og klár pólitísk ákvörðun sem var tekin með frekar skömmum fyrir- vara að undirlagi þingmanna svæðis- ins,“ segir Gísli. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Tafist Stjórn Vaðlaheiðarganga gerir ráð fyrir að þau verði komin í notkun í fyrsta lagi í desember 2017 eða ári á eftir áætlun. Heitt og kalt vatn í báðum endum ganganna hafa gert verktökum þar lífið leitt og ófyrirséður kostnaður aukist um rúma tvo milljarða króna. Ljóst er að 8,7 milljarða króna lán ríkisins til verksins dugar ekki. Mynd ValGeir BerGMann Ár á eftir áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga gerir ráð fyrir að göngin verði komin í notkun í fyrsta lagi í desember 2017 eða ári á eftir áætlun. Heitt og kalt vatn í báðum endum ganganna hafa gert verktökum þar lífið leitt og ófyrirséður kostnaður aukist um rúma tvo milljarða króna miðað við upphaflegar áætlanir. Ljóst sé að 8,7 milljarða króna lán ríkisins til verksins dugi ekki og ekki sé sjálfgefið að veggjöld standi að fullu undir kostnaði við gerð ganganna. Forstjóri Gamma Gísli Hauksson bendir á að ófyrirséður kostnaður Vaðlaheiðarganga hafi aukist um milljarða króna. Mynd arnþór B. Sjálflímandi hnífaparaSkorður Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. Sendum í póstkröfu Gullkistan Frakkastíg 10 - Sími 551 3160 - gullkistan@vortex.is - www.thjodbuningasilfur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.