Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 10.–12. maí 201610 Fréttir Aldrei tApAð kosningum n Eru enn kosningagaldrar í gömlum skóm Davíðs? n Umdeildur, farsæll og vill nú forsetann D avíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrr- verandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Daginn eftir að Davíð steig fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði dregið framboð sitt til baka eftir að hafa hætt við að hætta í síðasta mánuði og gefið kost á sér á ný. Þó að enn eigi eftir að birtast niðurstöður skoðanakannana eftir þessi nýjustu tíðindi, í nú þegar reyfarakenndum aðdraganda for- setakosninganna, er talið líklegt að stefni í áhugaverða baráttu milli Davíðs, Guðna Th. Jóhannessonar og Andra Snæs Magnasonar. Davíð aldrei tapað Samkvæmt könnun MMR, sem birtist á mánudag eftir að forsetinn hafði dregið sig úr framboði, mælist Guðni Th. með 59,2% pró- senta fylgi, Ólafur Ragnar var með 25,3%, Andri Snær 8,8% en Davíð 3,1%. Hafa ber þó í huga að þegar Davíð tilkynnti framboð sitt var 73% gagnaöflunar MMR lokið. Því fengu aðeins 27% svarenda Davíð sem svarmöguleika. Miðað við ár- angur Davíðs í kosningabaráttu í gegnum tíðina er þó ljóst að hann á mikið inni enn og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hversu mikið af fylgi Ólafs Ragnars hann mun sækja. DV tók saman kosningaferil Davíðs og valda há- og lágpunkta á ferli hans. Í ljós kemur að Davíð hefur aldrei tapað kosningum á ferlinum sem oddviti eða leið- togi stjórnmálaflokks frá 1974 þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn. Eini „ósigurinn“ í kosningum sem hægt er að tala um átti sér stað 1978 þegar Davíð var óbreyttur borgarstjórnarfulltrúi og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í borginni. Davíð er því vanur að fara með sigur af hólmi þegar talið er upp úr kjör- kössunum. Verður því spennandi að sjá hvernig þessum um- deildasta, og jafnframt farsælasta, stjórnmálamanni síðustu áratuga reiðir af í baráttunni um Bessastaði þar sem hann þarf að líkindum al- farið að reiða sig á eigið persónu- fylgi, en ekki flokksins. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is 1974 Borgarfulltrúinn Davíð skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og nær kjöri, 26 ára gamall. 1986 Áfram borgarstjóri Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs, hlaut 52,7% atkvæða í borgar- stjórnarkosningunum og 9 menn kjörna. Á kjörtímabilinu lét Davíð verulega til sín taka. Hóf meðal annars framkvæmdir við Ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina og Perluna í Öskjuhlíð. Báðar framkvæmdir voru umdeildar á þeim tíma. 1989 Varaformaður Davíð var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. 1982 Oddvitaslagur og borgarstjóri Davíð hafði nauman sigur gegn Albert Guðmundssyni í harðri prófkjörsbaráttu um oddvitasæti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti meirihluta í borgarstjórn og Davíð varð borgarstjóri. Undir forystu Davíðs hlaut flokkurinn 52,5% og 12 menn kjörna. Davíð fækkaði síðar borgarfulltrúum úr 21 í 15 á ný. 1991 Forsætisráðherra og fyrsta ríkisstjórnin Undir formennsku og forystu Davíðs bætti Sjálfstæðis- flokkurinn við sig verulegu fylgi í þingkosningunum 20. apríl 1991. Hlaut hann 38,6% atkvæða, 26 þingmenn kjörna og svo fór að Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, mynduðu Viðeyjarstjórnina svokölluðu. Davíð var enn borgarstjóri en lét af embætti um sumarið eftir 17 ár í borgarstjórn. 2003 Fylgið dalar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fjórum þing- sætum og hlaut 33,7 prósent atkvæða en ríkisstjórnin hélt velli og meirihluta. Nokkrum mánuðum fyrir kosningar hafði Ísland verið kynnt sem ein hinna staðföstu þjóða, sem studdu aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta gegn Saddam Hussein í Írak. Sú ákvörðun þykir enn þann dag í dag mjög umdeild. 1999 Aldrei meira fylgi Þriðja kjörtímabil Davíðs sem forsætisráðherra varð staðreynd eftir þingkosningar þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut 40,7% atkvæða og 26 menn kjörna. Er þetta mesta fylgi sem flokkurinn hafði hlotið undir stjórn Davíðs, fyrr og síðar. Raunar var þetta mesta fylgi flokksins síðan í kosn- ingum 1974. Áframhald varð á ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar. 1978 Flokkurinn missir meirihlutann Sjálfstæðisflokkurinn tapar meirihluta í borgarstjórn. Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur mynda meirihluta. Davíð áfram borgarfulltrúi. 1991 Formannsslagur Það dró til tíðinda í Sjálfstæðis- flokknum í aðdraganda landsfundar þegar Davíð tilkynnti framboð sitt til formanns, gegn sitjandi formanni frá 1983, Þorsteini Pálssyni. Kjörið var tvísýnt og sigur Davíðs naumur. 1994 Annað kjörtímabil Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 37,1% atkvæða í þingkosningum og 25 menn kjörna. Þrátt fyrir að Viðeyjarstjórnin héldi meirihluta var hann naumur og ákvað Davíð að mynda sterkari stjórn með Framsóknarflokki Halldórs Ásgrímssonar og tryggja þannig 40 þingmanna meirihluta. 1990 Þriðji og stærsti sigurinn í borginni Davíð leiddi Sjálfstæðisflokkinn í þriðja skiptið í borgarstjórn- arkosningunum árið 1990. Flokkurinn hlaut sögulegt fylgi og gjörsigraði í kosningunum með 60,4% atkvæða og fékk 10 menn kjörna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.