Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 21
Vikublað 10.–12. maí 2016 Lífsstíll 13 LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG Að vera vegan Þ eir sem eru veganar neyta ekki matvöru sem er fram- leidd úr eða með dýrum. En veganismi getur snúist um meira en bara matar- æði, því í raun er um ákveðna heim- speki að ræða sem gerir ráð fyrir því að mannfólk hafi ekki rétt til að stilla sér upp ofar öðrum dýrum á jörðinni, og því sé einfaldlega rangt að nýta dýr, hvort sem það er til neyslu, framleiðslu á matvöru, eða klæðnaði. Hugtakið vegan eða veganismi kom fyrst fram árið 1944, og var þá notað til að lýsa mataræði þeirra sem voru grænmetisætur og neyttu ekki mjólkurvara. Hugtakið var svo endur- skilgreint sem hugmyndafræði um að menn skuli lifa án þess að nýta dýr. Vaxandi vinsældir Veganismi nýtur vaxandi vinsælda í okkar heimshluta, úrval matvöru sem framleidd er án dýraafurða fer ört vax- andi og sömuleiðis framboð vegan- rétta á veitingastöðum. Ísland er þarna engin undantekning, þó svo að við séum líklega nokkrum árum eftir nágrannaþjóðum okkar í þróuninni. Núna er hægt að fá tofu, möndlumjólk, gott úrval bauna, og vegan-osta í öll- um almennilegum matvörubúðum. Fyrsti vegan-veitingastaðurinn í Reykjavík var opnaður nýlega, og æ fleiri rótgrónir veitingastaðir sjá nú Lífsstíll án dýraafurða nýtur vaxandi vinsælda Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. ástæðu til að bjóða upp á vegan-kosti á matseðlum. Ísbúðir eru meira að segja farnar að bjóða upp á vegan- ís – íslenska vegan-samfélaginu til mikillar ánægju. Áhugi á veganisma af umhverfis- ástæðum fer líka vaxandi. Mann- fjöldaspár gera ráð fyrir að mennskir jarðarbúar verði orðnir níu milljarðar árið 2050, og til að standa undir matarframleiðslu miðað við núver- andi mataræði mundum við þurfa þrjár plánetur á stærð við jörðina. Okkur er þannig að verða ljóst að eitt- hvað þarf að breytast. Þannig benda veganar á að mataræðið sé sjálfbært. Ekki bara fyrir heilsuna Veganismi snýst þannig um fleira en bætta heilsu og lengra líf. Vegan- ar eru líklegri en aðrir til að sneiða hjá notkun leðurs, silkis, kerta úr bý- flugnavaxi og að sjálfsögðu snyrti- vara sem innihalda einhvers konar dýraafurðir eða eru prófaðar á dýr- um í framleiðsluferlinu. Þeir borða heldur ekki hlaup, frómas eða annað sem inniheldur gelatín sem framleitt er úr svínasinum, og að sjálfsögðu ekki kjötkraft. Í rannsókn sem birt var í The American Journal of Clinical Nut- rition árið 2009, var vegan-matar- æði greint og borið saman við al- mennt mataræði. Þar kom í ljós og vegan-mataræði inniheldur meira af trefjum, magnesíum, fólínsýru, C-vítamíni, E-vítamíni, járni og plöntuefnum, en minna af hitaein- ingum, mettaðri fitu, kólesteróli, omega-3 fitusýrum, D-vítamíni, kalki, sinki og B12-vítamíni. Margir veganar kjósa þar af leiðandi að taka vítamín og bætiefni. Vel samsett og fjölbreytt vegan- mataræði er líka talið geta minnk- að líkur á þróun sumra sjúkdóma, eins og sykursýki af gerð 2, há- þrýstings og offitu. n Viltu verða vegan? Góð ráð fyrir þá sem ætla að verða vegan Þú gætir byrjað smátt, til dæmis skipt yfir í tofu og baunir í stað kjöts og fisks í þessari viku, og plöntumjólk og vegan-osta í þeirri næstu. Í þriðju vikunni gætirðu tekið fyrir nammi, krydd og sósur, og í þeirri fjórðu velt fyrir þér afstöðu þinni til leðurjakka og silki- sængurfata. Líklega muntu þurfa vítamín og bætiefni. Fáðu þér að minnsta kosti omega-3, B12- vítamín og járn. Athugaðu að kaupa omega-3 sem unnið er úr plöntum en ekki fiskiolíu – hún er jú fjarri því að vera vegan. Það gæti verið góð hugmynd að panta tíma hjá heimilislækni í upphafi nýja vegan-lífsins. Þannig getur þú fylgst með því hvaða áhrif mataræðið hefur á blóðfitur, blóðþrýsting og aðra heilsufarsþætti. Leitaðu til vegana. Þeir sem hafa séð ljósið eru yfirleitt einstaklega hjálpsamir og ráðagóðir. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Góðar síður fyrir vegana veganeyja.org Hugmyndir um vegan-kosti í matar- æði, upplýsingar um vegan-merkta matvöru í íslenskum verslunum. veganuar.is Síða stofnuð utan um veganúar, þar sem fólk er hvatt til að prófa vegan- mataræði í einn mánuð. Upplýs- ingarnar eru þó tímalausar. vegandora.com Fjölbreyttar uppskriftir eftir Dóru Matthíasdóttur. graenmetisaetur.is Vefur grænmetisæta og vegana. Ým- iss konar upplýsingar, meðal annars um veitingastaði með vegan-kosti. Íslenskir veganar á Facebook Hópurinn Vegan Ísland er starfandi á Facebook og telur tæplega 3.500 meðlimi. Í lýsingu á hópnum segir „Vegan Ísland er umræðuhópur um veganisma á Íslandi. Allir sem hafa áhuga á að gerast vegan eru velkomnir í hópinn.“ Meðlimir hópsins eru duglegir að skiptast á ráðum og skoðunum um allt sem viðkemur veganisma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.