Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 19
Vikublað 10.–12. maí 2016 Kynningarblað - Ferðalok 7
É
g var búin að horfa á þetta
starf úr fjarska í tíu ár áður en
ég gerðist útfararstjóri. Mér
þótti þetta vera virðulegt og
fallegt starf. Ég efast um að
nokkuð hafi komið mér á óvart. Þetta
er vissulega erfitt og krefjandi – en
getur líka verið afar gefandi.“
Þetta segir Harpa Heimisdóttir,
eigandi Hörpu útfararstofu, Kirkju-
lundi 19, Garðabæ. Stofan var stofnuð
árið 2014 og er eina útfararstofan í
Garðabæ. Harpa þjónar öllu höfuð-
borgarsvæðinu ásamt nærsveitum
ef þess er óskað. Harpa er eini starfs-
maður stofunnar í fullu starfi en auk
þess nýtur hún aðstoðar þegar á þarf
að halda.
Blaðamaður verður þess áskynja
að Harpa hefur fundið sinn rétta
stað í tilverunni, ef svo má að orði
komast, með því að gerast útfarar-
stjóri, og hún starfar af hugsjón.
Starfið er vandasamt því ekki er
rúm fyrir mistök:
„Þetta er afar viðkvæm þjón-
usta þar sem ekkert má fara úr-
skeiðis. Þegar andlát ber að hönd-
um verð ég með vissum hætti
hluti af hinni syrgjandi fjölskyldu
sem kemur saman og ræður ráð-
um sínum, í gegnum kistulagn-
inguna og útförina,“ segir Harpa,
en traust og nærgætni eru meðal
lykilþátta í starfinu:
„Fólk verður að geta treyst
manni og maður tengist því
persónulegum böndum. Besta
staðfestingin á því að maður sé að
gera rétt finnst mér vera þegar fólk
leitar til mín aftur um útfararþjón-
ustu.“
Harpa útfararstofa notar meðal
annars vistvænar líkkistur sem smíð-
aðar eru hérlendis og hannaðar af
íslenska líkkistusmiðnum
Þorsteini B. Jónmundssyni.
Þær þykja fallegar, eru ekki
málaðar heldur fær viðurinn að njóta
sín.
Þess má geta að Harpa útfarar-
stofa gefur alla vinnu við
fósturlát og lát ungbarna.
Ítarlegar og aðgengilegar
upplýsingar um þjónustuna er
að finna á heimasíðu útfarar-
stofunnar. n
Persónuleg og nærgætin þjónusta
Harpa útfararstofa:
Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16
Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is
Fallegar útfara- og
samúðarskreytingar