Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 2
Helgarblað 10.–13. júní 20162 Fréttir
U
tankjörfundaratkvæða-
greiðsla vegna forsetakjörs
hefur verið færð í Perluna
í Öskjuhlíð en hún hófst
við embætti sýslumanns-
ins á höfuðborgarsvæðinu þann
30. apríl síðastliðinn. Frá og með 9.
júní fer atkvæðagreiðslan eingöngu
fram í Perlunni. Staðsetningin er
áhugaverð fyrir þær sakir að einn
forsetaframbjóðandi hefur sterkari
tengingu við bygginguna en flestir
aðrir. Davíð Oddsson tók ákvörðun-
ina um að hefja framkvæmdir við,
lagði hornstein að og gaf Perlunni
nafn sem borgarstjóri Reykjavíkur.
Umdeild framkvæmd
Það var á næstsíðasta kjörtímabili
Davíðs sem borgarstjóri Reykja-
víkur að hann ákvað að láta hefja
framkvæmdir við útsýnishús Hita-
veitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð. Fram-
kvæmdin var afar umdeild, ekki síð-
ur en sú ákvörðun Davíðs að láta
reisa nýtt og íburðarmikið ráðhús
við Tjörnina. Hart var deilt á borgar-
stjórann og meirihlutann á þeim tíma
enda fór Perlan langt fram úr kostn-
aðaráætlun. Sem dæmi þá sagði í les-
andabréfi sem birtist í DV í apríl 1991
að betur færi á að kalla bygginguna
Auðkúluna, fremur en Perluna. „Það
nafn lýsir dálítið vel peningaaustrin-
um og hinu taumlausa bruðli með
fjármuni borgarbúa sem fylgir þessari
vafasömu framkvæmd.“
Áhugaverð dagsetning hornsteins
Eitt af síðustu verkum Davíðs sem
borgarstjóri áður en hann hvarf inn á
þing og í stól forsætisráðherra var að
leggja hornstein að Perlunni þann
11. maí 1991. Sá hornsteinn, sem og
fleiri sem Davíð lagði á árum áður, er
um margt áhuga-
verður. DV fjall-
aði um hornsteina
Davíðs þann 18.
ágúst 2009 þar sem
ákveðið mynstur virt-
ist vera á dagsetning-
um þeirra sem tengdust
ýmist persónu Davíðs Odds-
sonar eða fjölskyldu hans.
Hornsteininn að Perlunni lagði
Davíð nefnilega á afmælisdegi föður
síns en hornsteininn að Ráðhúsinu í
Reykjavík á afmælisdegi móður sinn-
ar í athöfn 28. apríl 1991. Voru fleiri
dæmi tiltekin í umfjöllun DV undir
fyrirsögninni: Hornsteinar Davíðs.
Þegar Davíð lagði hornstein að
Perlunni var byggingin kölluð út-
sýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í
Öskjuhlíð. Samkvæmt frétt Morgun-
blaðsins frá athöfninni í maí 1991
upplýsti Davíð að hann myndi gera
það að tillögu sinni að húsið fengi
nafnið Perlan. Enda hafði hús-
ið gengið undir því nafni manna á
meðal um nokkurt skeið. Nokkrum
dögum síðar samþykkti borgarráð
nafnið. Það var síðan 21. júní sama
ár, þegar Davíð var orðinn forsætis-
ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks, sem Perlan
var vígð við hátíðlega athöfn. Það er
því ljóst að margir tengja enn
Perluna við Davíð Odds-
son forsetaframbjóð-
anda sem kannski
treystir á að hug-
renningatengslin
tryggi honum
nokkur atkvæði
óákveðinna utan
kjörfundar.
Síðast í
Laugardalshöll
Síðastliðinn miðvikudag
birtist tilkynning frá sýslu-
manninum á höfuðborgarsvæð-
inu um að utankjörfundaratkvæða-
greiðsla vegna forsetakosninganna
yrði frá og með 9. júní færð í Perluna.
Þar verður opið alla daga milli 10.00
og 22.00, en lokað 17. júní. Sömuleið-
is verður opið á kjördag, 25. júní
næstkomandi, milli 10.00 og 17.00
fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá
utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir
forsetakosningarnar 2012 var utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslan ekki í
Perlunni, heldur Laugardalshöll. n
Atkvæði greidd
Einn hornsteina Davíðs er í Perlunni þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer nú fram
8 þriðjudagur 18. ágúst 2009
fréttir
KOMDU Í ÁSKRIFT
Hringdu í síma 515 5555
eða sendu tölvupóst á
askrift@birtingur.is eða
farðu inn á www.birtingur.is
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda
Að minnsta kosti þrisvar sinnum hafa hornsteinar verið lagðir að söguleg-
um byggingum í Reykjavík á dögum sem tengjast Davíð Oddssyni og fjöl-
skyldu hans. Þetta á með vissu við um Ráðhús Reykjavíkur og Perluna en einnig er nafn hans tengt opnun Þjóðmenningarhússins eftir endur-
bætur árið 2000.
Davíð lagði hornstein að Ráðhúsi Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn 28. apríl 1991. Þetta var tveimur dögum áður en fyrsta ríkisstjórn Davíðs, Við-
eyjarstjórnin, tók formlega við völd-
um, en nokkrum vikum áður en hann lét af embætti borgarstjóra.
Svo vill til að hornsteininn lagði
Davíð á afmælisdegi móður sinnar,
Ingibjargar Kristínar Lúðvíksdótt-
ur, en hún fæddist 28. apríl 1922.
Bygging Ráðhússins hafði
valdið miklum deilum og reyndi
um tíma talsvert á borgarstjórn
Davíðs Oddssonar, Skóflustunga
var tekin að því 14. apríl 1988 og
skyldi lokið 14. apríl 1992 eins og
greipt er í stein í vegg ráðhússins.
Þjóðmenningarhús
20. apríl árið 2000 opnaði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu í Reykjavík formlega eftir gagnger-
ar endurbætur. Þetta atvik er greipt í stein í húsakynnum Þjóðmenningar-
hússins eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Svo vill til að þetta er sama dagsetning og dagurinn sem Davíð Oddsson var fyrst kjörinn á þing 20.
apríl árið 1991
og aðeins 10
dögum áður
en hann varð
forsætisráð-
herra í fyrstu
ríkisstjórn
sinni.
Í skilamati
Framkvæmda-
sýslu ríkisins
kemur fram að end-
urbæturnar á Þjóð-
menningarhúsinu hafi
staðið allar götur frá árinu 1997 til
ársins 2004 og heildarkostnaður hafi numið 415 milljónum króna.
Þótt endurbótum hafi ekki lokið fyrr en árið 2004 opnaði Davíð Odds-
son, þá forsætisráðherra, húsið fjór-
um árum áður eins og áður segir. Á því er engin sérstök skýring en end-
urbæturnar voru
síðast á fjárlögum
árið 2000. Þeg-
ar árið 1996 var
skipuð sérstök
stjórn til þess
að hafa umsjón
með endurbót-
unum á húsinu.
Nefndina skipuðu
Jóhannes Nordal,
fyrrverandi seðla-
bankastjóri, Salóme
Þorkelsdóttir, fyrrver-
andi forseti Alþingis, og Ólafur Ásgeirsson, forstöðumaður Þjóðskjalasafnsins. Til liðs við sig fékk hússtjórnin Guðmund Magnússon, sem varð forstöðumaður þjóðmenn-
ingarhússins frá 1996 til 2002.
Fleiri tilvik?
Davíð Oddsson og hornsteinarnir
komu til umræðu á íbúafundi sem
haldinn var 13. ágúst síðastliðinn í
Iðnó. Til fundarins var boðað af íbú-
um sem leggjast gegn byggingu nýs
hótels í Þingholtunum í andstöðu við
íbúana. Einar Árnason hagfræðingur
rakti andóf íbúa í Tjarnargötu gegn
Ráðhúsinu á sínum tíma. Hann seg-
ist í framhaldinu hafa skoðað ofan-
greindar dagsetningar í nýju ljósi.
Davíð tók ýmis önnur mann-
virki formlega í notkun, tók fyrstu
skóflustungur eða lagði hornsteina
að mannvirkjum á löngum ferli sem
borgarstjóri og forsætisráðherra.
Auk þess sem ofan er talið má nefna
hornstein sem hann lagði sem borg-
arstjóri að Borgarleikhúsinu 11. jan-
úar árið 1986. Sem forsætisráðherra
vígði hann Þjóðminjasafnið eftir
endurbætur 1. september árið 2004
og Hvalfjarðargöngin 11. júlí árið
1998.
Hornsteinar Davíðs
Dagsetningar, sem tengjast perónu Davíðs Oddssonar og fjölskyldu hans, er að finna greiptar í stein í nokkrum sögulegum byggingum í höfuðborginni. Hornsteinar voru til dæmis lagðir að Perlunni og Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdögum foreldra hans.
Jóhann haukssOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ráðhúsið Hornstein lagði
Davíð Oddsson að ráðhúsinu
á afmælisdegi móður sinnar.
Perlan Hornstein lagði
Davíð Oddsson að Perlunni
á afmælisdegi föður síns.
Þjóðmenningarhúsið
Davíð Oddsson opnaði
Þjóðmenningarhúsið eft-
ir endurbætur sama dag
og hann var kjörinn fyrsti
þingmaður Reykvíkinga
árið 1991.
Landsfundurinn Á síðasta
landsfundi Sjálfstæðiflokksins fékk
Davíð sérstakt svigrúm til þess að
tjá sig um þjóðmálin í frægri ræðu.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
í musteri dAvíðs
18. ágúst 2009
Perlan Eitt af kennileitum Reykjavíkurborgar
er samofið borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.
Þar mun utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna
forsetakjörs nú fara fram. MynD SigtryggUr Ari
Fær 17 millj-
arða lán
Evrópski fjárfestingabankinn
(EIB) hefur undirritað lánssamn-
ing við Landsvirkjun að fjárhæð
125 milljónir evra eða jafnvirði
17,4 milljarða króna. Lánið er til
fjármögnunar á jarðvarmavirkjun
orkufyrirtækisins á Þeistareykj-
um. Í tilkynningu Landsvirkjunar
um samkomulagið segir að fjár-
mögnunin verði nýtt til að styðja
við hönnun, byggingu og rekstur
90 MW virkjunarinnar. Þeista-
reykir eru um 30 kílómetra suð-
austur af Húsavík á Norðaustur-
landi, þar sem níu vinnsluholur
með 50 MW afkastagetu hafa
þegar verið boraðar og prófaðar.
Kýldi barnsmóður sína
Karlmaður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi
H
éraðsdómur Norðurlands
eystra dæmdi á þriðjudag
karlmann í fjögurra mánaða
fangelsi fyrir að hafa ráð-
ist þrisvar sinnum að barnsmóður
sinni. Var maðurinn einnig dæmdur
fyrir vörslu fíkniefna og fyrir þjófnað
og tilraun til þjófnaðar. Dómurinn
sýknaði manninn aftur á móti af hót-
unum í garð konunnar.
Samkvæmt dómnum var mað-
urinn ákærður fyrir líkamsárás-
ir á árinu 2014 þar sem hann réðst
á barnsmóður sína og kýldi hana
í bringuna með krepptum hnefa,
sparkaði í læri hennar, tók hana
hálstaki og lagði hníf upp að hálsi
hennar. Einnig fyrir að hafa oftar en
einu sinni hótað að drepa konuna. Í
dómnum segir að konan hafi verið
greind með þunglyndi, kvíðaröskun
og áfallastreitu. Hún eigi erfitt með
að vera ein og óttist að manninum
takist ætlunarverk sitt. Var maðurinn
dæmdur til að greiða barns móður
sinni tæplega 440 þúsund krónur í
miskabætur.
Þá var maðurinn dæmdur fyrir
þjófnað með því að hafa stolið flösku
af Captain Morgan-rommi úr verslun
Vínbúðarinnar á Akureyri. Að auki
stal maðurinn Cintamani- og Adi-
das-peysum í verslanamiðstöðinni
Glerártorgi. Að lokum var hann
dæmdur fyrir að hafa verið með 3,4
grömm af maríjúana en fíkniefnið
fannst þegar hann lá á gjörgæslu-
deild Sjúkrahússins á Akureyri. n
Þarf að loka
neyðarbrautinni
Íslenska ríkið þarf að loka NA-/
SV-flug braut, sem stund um er
nefnd neyðarbraut, á Reykja vík-
ur flug velli inn an 16 vikna. Þetta
var niðurstaða Hæsta rétt ar, en
með dómn um var að mestu leyti
dóm ur héraðsdóms frá í mars á
þessu ári staðfest ur. Fimm dóm-
ar ar Hæsta rétt ar dæmdu í mál-
inu.
Reykja vík ur borg hafði höfð-
að mál á hend ur inn an rík is-
ráðuneyt inu vegna ákvörðun-
ar ráðherra um að neita að loka
NA-/SV-braut inni. Héraðsdóm ur
hafði kom ist að þeirri niður stöðu
að Hönnu Birnu Kristjáns dótt ur,
fyrr ver andi inn an rík is ráðherra,
hafi verið heim ilt að gera sam-
komu lag við borg ina árið 2013 og
láta af hendi landsvæði sem væri
í eigu rík is ins og braut in er á.
Þetta þýðir að Vals menn hf.,
sem hefur fengið fram kvæmda-
leyfi og hafið fram kvæmd ir á
Hlíðar enda svæðinu, getur haldið
áfram með fram kvæmd ir sín ar
án þess að eiga á hættu að upp-
bygg ing þar skar ist við aðflug að
neyðarbraut inni.
Sjálflímandi
hnífaparaSkorður
Hjálpa þér að halda öllu í
skorðum í skúffum. Einnig
sjálflímandi filt til að klæða
skúffur og filt með verjandi
efni svo ekki falli á silfur
og silfurplett. Við eigum
líka fægilög, fægiklúta og
ídýfulög til að hreinsa.
Sendum í póstkröfu
Frakkastíg 10 - Sími 551 3160 - gullkistan@vortex.is - www.thjodbuningasilfur.is