Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 9
Helgarblað 10.–13. júní 2016 Fréttir 9
Ráðherrabílaflotinn
endurnýjaður
Þessir bílar hafa verið keyptir á kjörtímabilinu
Utanríkisráðherra
Land Rover
Discovery
Verð: 13.229.810
Kaupár: 2014
Fjármála- og
efnahagsráðherra
M. Benz E250
Verð: 9.587.850
Kaupár: 2014
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra
Land Cruiser 150 VX
Verð: 12.699.900 Kaupár: 2015
Forsætisráðherra
M. Benz S-350
BlueTec Sedan
Verð: 12.785.000 Kaupár: 2015
Innanríkisráðherra
BMW X5
40e xDrive
Verð: 9.150.000
Kaupár: 2016
Mennta- og menningarmálaráðherra
Volvo XC90
Verð: 10.490.000
Kaupár: 2016
Kaupverð alls: 67,5 milljónir króna
Fjórir bílar seldir fyrir: 9 milljónir króna
Mismunur: 58,5 milljónir króna
Sýknuð af gáleysi í æfingaakstri
Ung kona ók á ungan dreng sem slasaðist mikið
U
ng kona var í Héraðsdómi
Reykjaness í vikunni sýknuð af
ákæru um að hafa í maí 2015
ekki sýnt aðgæslu í æfinga-
akstri og án gildra ökuréttinda ekið
á ungan dreng sem slasaðist mikið.
Konan unga, sem ók ásamt leið-
beinanda, hugðist stöðva bifreiðina
á bílastæði við verslun Krónunnar í
Vallarkór í Kópavogi. Konan steig á
bensíngjöfina í stað bremsunnar og
ók á ungan dreng sem gekk á gang-
stéttinni. Hlaut drengurinn brot á
mjaðmagrind, lærleggsbol, neðri
enda lærleggs og efri hluta sköflungs
auk margvíslegra annarra áverka.
Í niðurstöðu dóms segir að eðli
málsins samkvæmt hafi einstak-
lingur í æfingaakstri ekki gild öku-
réttindi, enda ekki búinn að ljúka
ökunámi. Dómurinn benti á að sam-
kvæmt reglugerð teldist leiðbein-
andinn vera stjórnandi bifreiðar í
æfingaakstri og þar með akstur hinn-
ar ákærðu í umrætt sinn samkvæmt
ökuréttindum leiðbeinandans. Ekki
hafi annað komið fram en að hann
væri með gild ökuréttindi og öll til-
skilin leyfi til að staðar til æfinga-
aksturs. Dómari gat því ekki fallist á
að hin ákærða hefði ekið án gildra
ökuréttinda og þar með brotið um-
ferðarlög. Ákærðu var einnig gefið að
sök að hafa brotið gegn 219. grein al-
mennra hegningarlaga; að hafa með
gáleysi valdið öðrum líkamstjóni.
Dómurinn kemst hins vegar að þeirri
niðurstöðu að stúlkunni hafi brugð-
ið þegar leiðbeinandi hennar kallaði
á hana að stöðva ökutækið.
„Vera má að reyndari ökumaður
hefði ekki brugðist við með þeim af-
leiðingum sem í ákæru greinir, en
reynsluleysi verður á hinn bóginn á
engan hátt metið ákærðu til gáleysis
í skilningi 219. gr.,“ segir í dómnum.
Var konan unga því sýknuð. n
mikael@dv.is
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is
Bakarameistari & Konditormeistari
Allt frá konfektmola upp í fullbúna veislu
Erum á
Facebook
Gleði - Friður - Hamingja
Nýjaland
nyjaland@gmail.com • www.nyjaland.is
10 ára afmæli!
Heilsustofan Nýjaland verður 10 ára þann
10. júní 2016. Af því tilefni verður opið hús á
Miðbraut 7 Seltjarnarnesi á milli kl. 17 og 20.
Ýmis tilboð og kynningar
á næstu námskeiðum
Við endum hátíðina með því að fara
í hugleiðslu saman kl. 20:00.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Stefanía S. Ólafsdóttir, græðari
Sími
517
4290