Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 10
Helgarblað 10.–13. júní 201610 Fólk Viðtal n Vill vera öðrum víti til varnaðar n Segir mikilvægt að þekkja persónueinkenni ofbeldismanna Þ ú ert hóra, allir vöruðu mig við þér“, „Ef þú ferð í annan strák, þá skýt ég þig í hausinn“ og „Ég get ekki horft framan í þig, þú ert svo ógeðsleg.“ Þetta eru dæmi um athugasemdir sem Embla Rún Jó- hannesdóttir kveðst hafa fengið að heyra meðan á sambandi hennar og fyrrverandi kærasta hennar stóð. Segist hún á þeim tíma hafa orðið að eign mannsins; hann hafi stýrt henni á allan hátt og verið drifinn áfram af sjúklegri afbrýðisemi. Steininn hafi tekið úr þegar hann beitti hana líkam legu ofbeldi en sökum þess að áverkavottorð er ekki til staðar getur Embla ekki lagt fram kæru í málinu. Í samtali við DV segist hún vonast til þess að frásögn hennar muni vekja fólk til umhugsunar um birtingar- myndir ofbeldis í samböndum, enda sé um sé að ræða gífurlega falið þjóð- félagsmein þar sem gerendurnir eru oftar en ekki úlfar í sauðargæru. „Kom vel fyrir í fyrstu“ Embla er 21 árs og móðir þriggja ára gamals drengs. Eftir að sonur hennar kom í heiminn vildi hún tryggja þeim mæðginum örugga framtíð. „Þegar hann fæddist ákvað ég að gera allt sem ég gæti til að veita honum gott líf, og ég vildi líka vinna úr fortíðinni. Þannig að ég fór í endurhæfingu, ég byrjaði að fara á Hvíta bandið og fór svo í skóla sem heitir Hringsjá,“ segir hún. Umræddum manni kynntist hún í gegnum Facebook. Hún segir hann hafa komið vel fyrir við fyrstu sýn: hann hafi verið duglegur í vinnu, og mikill „reddari“, góður við sína nánustu og ávallt til í að rétta fólki hjálpar hönd. Þá hafi hann verið góð- ur við son hennar. Hún hafi þó kom- ist að því síðar meir að hann var á reynslulausn og að hann hefði setið inni vegna ofbeldisbrots. „Það var allt fullkomið, eins og í ævintýri. Ég hélt barasta að ég væri búin að finna manninn sem ég ætl- aði að eyða lífi mínu með.“ Hún segir að maðurinn hafi orðið ólmur í að skrá sig og hana í opin- bert samband á Facebook og þrýst á hana þar til hún gaf eftir. Segir hún að um leið hafi hún orðið að „eign“ hans. Þannig hafi hún oft á dag fengið spurninguna: „Hver á þig?“ Hún segir að í fyrstu hafi hún eingöngu litið á hegðun mannsins sem „krútt lega“ af- brýðisemi, en hlutirnir hafi síðan far- ið að taka á sig sífellt ýktari mynd. „Um leið og við skráðum okkur í samband opinberlega, þá sá ég hættumerkin. Þegar ég horfi til baka þá voru þau þarna allan tímann. Ég var bara svo heilaþvegin.“ „Líf mitt snerist um að halda honum góðum“ Hún segir hegðun mannsins hafa breyst verulega eftir að þau gerðu samband sitt opinbert á samfélags- miðlinum, og hafi hann þá sýnt á sér aðra og dekkri hlið. Hegðun hans hafi fyrst og fremst lýst sér í gífurlegri afbrýðisemi og stjórnsemi. „Ef við fórum út að borða og ég leit upp frá matardisknum þá fór allt í háaloft þegar við komum út í bíl af því að samkvæmt honum þá átti ég bara að horfa niður. Eitt skiptið fór- um við í Elko og hittum vinkonu mína og kærastann hennar. Ég og vinkona mín gengum í burtu og leit- uðum að ljósi. Það endaði í þvílíku bulli þegar við komum út í bíl; ég átti að hafa verið að stinga hann af og sýna honum óvirðingu.“ Hún segir manninn jafnframt hafa fylgst grannt með Facebook-notk- un hennar, hann hafi hangið þar inni á öllum stundum, og vitað meira en hún sjálf hvað var að gerast inni á hennar persónulegu síðu. Segir hún manninn meðal annars hafa látið aðra karlmenn heyra það ef þeir sendu henni þar skilaboð og hafi hún í kjölfarið eytt öllum karlkyns vin- um sínum af vinalistanum á síðunni. „Sem mér fannst ekkert mál, enda ætlaði ég að eyða lífi mínu með hon- um.“ Þá segir hún manninn hafa sett henni reglur sem hún átti að fram- fylgja. Hún hafi til að mynda aðeins mátt vera á Facebook í símanum. Eins hafi hann sett henni þá reglu að taka skjáskot af öllum þeim skilaboð- um sem hún fékk og senda honum síðan, þar á meðal skilaboð frá barns- föður hennar. Þá hafi hún ekki mátt senda barnsföður sínum broskalla- merki, því það væri merki um að hún væri að reyna við hann. Þá segir hún manninn hafa bannað henni að birta sjálfsmyndir á Facebook, og að það eina sem hafi verið á Facebook-síðu hennar hafi verið kærastinn og svo myndir af drengnum hennar. „Ég vil taka það fram að ég braut aldrei á trausti hans, ekki einu sinni, og ég bað hann aldrei um að fá skoða neitt hjá honum. Ég bara treysti því að hann væri heiðarlegur.“ Hún segir að ekki hafi komið ann- að til greina en að hlýða þessum boðum og bönnum. „Líf mitt snerist um það að halda honum góðum. Ég þorði ekki öðru,“ heldur hún áfram. Hún segir að hegðun mannsins á al- mannafæri hafi verið allt önnur en innan veggja heimilisins. Í kringum annað fólk hafi hann sýnt henni ein- tóma ást og blíðu. „Ég get ekki horft framan í þig, þú ert svo ógeðsleg“ Hún segir andlegt ofbeldi af hálfu mannsins bráðlega hafa tekið á sig fleiri myndir. „Hann kastaði hlutum, hann hrinti mér í jörðina og hristi mig. Þetta var bara orðið eðlilegur hlutur í mínum augum. Ég þurfti líka samþykki frá honum til að fá að gera hluti. Ég mátti til dæmis ekki vera nema í fimmtán mínútur í útskriftar- veislu hjá vinkonu minni. Þetta var komið út í það að ég mátti ekki vinna lengur því hann taldi sig þéna nægi- lega mikið til þess að geta séð um mig,“ segir hún og bætir við að í lok sambandsins hafi hún beðið mann- inn um leyfi til að elta draum sinn og keppa í módel-fitness. Hann hafi einhverra hluta vegna sagt já en séð um öll samskipti við þjálfara henn- ar. Hún hafi þó fljótlega hætt við að keppa. Hún vildi ekki að manninum liði óþægilega. Hún segir manninn einnig hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi. „Hann þvingaði mig oft til kynlífs og hann naut þess. Hann reif bara nærbuxurnar mín- ar ef hann þurfti. Ég hef þurft að sparka honum af mér. Og þá var ég bara van- þakklát og leiðinleg í hans augum,“ bætir hún við. Þá segir hún manninn hafa ávarpað hana með niðrandi og andstyggilegum hætti. Nokkur dæmi um þær má lesa hér á opnunni. Hún segir manninn margoft hafa lofað að breyta hegðun sinni en aldrei hafi neitt orðið úr þeim fögru fyrirheitum. „Ég reyndi oft að benda honum á að þetta væri alls ekki í lagi og við ættum kannski að fara og ræða við fagaðila saman. Hann lofaði alltaf öllu fögru. Hann meira að segja pant- aði sér tíma hjá sálfræðingi.“ „Hvað gerði ég eiginlega?“ Embla segir manninn hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi í eitt skipti, en það hafi markað endalok sambands- ins. Þá hafi þau verið nýbúin að taka saman á ný eftir tveggja daga aðskiln- að, og hafi maðurinn farið og grann- skoðað síma hennar þar sem hann taldi hana hafa verið honum ótrú dagana tvo á undan. Þegar honum hafi ekki tekist að finna neitt í sím- anum hafi hann reiðst enn frekar. Telur hún að eitthvað sem hún gerði eða sagði þennan umrædda dag hafi farið í skapið á manninum sem hafi brugðist við með því að slá hana. Þannig lýsir hún því: Embla ásamt syni sínum . „Ég lofaði sjálfri mér því að ég myndi ekki ala barnið mitt upp við svona að- stæður. „Þá skýt ég Þig í hausinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.