Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 15
Helgarblað 10.–13. júní 2016 Fréttir 15 Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Reitti Íslendinga til Reiði n Viktor Kortsnoj fallinn frá n sterkasti skákmaður sögunnar sem ekki hefur hampað heimsmeistaratitlinum n Barðist einn gegn sovéska kerfinu við Petru Leeuwerik, sem einnig hafði flúið Sovét­ ríkin og hún varð hans stoð og stytta. Meðal annars fylgdi hún honum á nánast hvert einasta skákmót og sat þá iðulega í salnum og las bók eða prjónaði. Í fremstu röð eftir frelsið Að losna undan oki sovéskra yfirvalda var afar frelsandi tilfinning fyr­ ir Viktor Kortsnoj. Hann gat ferðast um Evrópu og teflt en á þessum árum vann hann marga glæsta sigra. Tvíveg­ is vann hann sér rétt til þess að tefla einvígi um heimsmeistaratitil­ inn gegn Karpov. Í fyrra skiptið þurfti hann að leggja helstu skákmenn Sovétríkjanna að velli til þess að vinna sér inn rétt­ inn. Fyrst Petrosian, síð­ an Polugaevsky og síðan Spassky í undanúrslitum. Sovésk yfirvöld gerðu sitt besta til þess að ógilda þátttöku Kortsnoj á þeim grundvelli að hann væri án ríkisfangs. Það gekk ekki eft­ ir og því geta lesendur rétt ímynd­ að sér hversu sætir þessir sigrar hafa verið fyrir Viktor Kortsnoj, mann sem barist hafði einn gegn ofurefli kerfisins en hjó nú til baka og hefndi sín af offorsi. Heimsmeistaraeinvígi Kortsnoj og Karpov fór fram í Baguio í Filipps­ eyjum árið 1978 og var í alla staði sögulegt. Sennilega hefur aldrei verið jafnmikið hatur milli kepp­ enda í nokkru einvígi og neitaði Kar­ pov meira að segja að taka í hönd Kortsnoj fyrir skák. Í sovéskum dag­ blöðum var Kortsnoj aldrei nefnd­ ur á nafn, aðeins var talað um „and­ stæðinginn“ eða „keppinautinn“. Lið Karpov, sem meðal annars saman­ stóð af 17 leyniþjónustumönnum frá KGB, réð til sín dávald að nafni dr. Zukhar sem sat á fremsta bekk í skáksalnum og starði í augu Viktors sem svaraði með því að setja upp stórkostleg speglagleraugu. Kortsnoj beitti einnig ýmsum brögðum og réð til sín tvo meðlimi í indverskum sér­ trúarsöfnuði sem voru tímabundið lausir gegn tryggingu út af meintu morði. Að sjálfsögðu urðu síðan miklar deilur um hvers konar smá­ atriði eins og þjóðfánana á borðum keppenda. Kortsnoj var neitað um að tefla undir svissneskum fána en fór þá fram á að tefla undir sjóræn­ ingjafána en var einnig neitað um þá ósk, illu heilli. Ekki þarf að taka fram að stólar keppenda voru gegnum­ lýstir vegna gruns um hvers kyns aðskotahluti sem gætu haft áhrif á frammistöðu keppenda. Eflaust hefði Hollywood­myndin þegar litið dagsins ljós ef ekki vantaði eitt mikil­ vægt atriði, endinn. Eftir 31 skák var staðan í einvíginu 15½­15½ (5­5 ef aðeins sigrar voru taldir) en kerfis­ kallinn Anatólí Karpov vann sigur í síðustu skákinni og varði þar með heimsmeistaratitilinn. Þremur árum síðar, þá fimmtugur að aldri, vann Kortsnoj sér aftur rétt til þess að skora á Karpov en varð enn og aftur að lúta í lægra haldi. Þrátt fyrir að vera áfram í fremstu röð næstu áratugi þá komst Viktor Kortsnoj aldrei aftur í þá aðstöðu að tefla um heimsmeistaratitilinn. Að margra mati er hann sterkasti skák­ maður sögunnar sem aldrei hefur hampað þeim titli. Andhetjan Viktor Kortsnoj Líf Viktor Kortsnoj var síður en svo dans á rósum og hann þurfti að berj­ ast hatrammlega fyrir sínu. Hann var ekki viðkunnanlegur maður, nema við sérstakar aðstæður og átti fáa vini meðal kollega sinna og kunni betur við að að líta á kollega sína sem andstæðinga og halda sæmilegri fjarlægð. All­ ir báru þó virðingu fyrir ótrú­ lega öflugri taflmennsku hans en á henni voru fáir veikleik­ ar. Hann var kallaður „Vikt­ or hinn grimmi“ enda víl­ aði hann ekkert fyrir sér til þess að bera sigur úr býtum, eins og sást í einvíginu gegn Jóhanni Hjartarsyni. Þó átti hann stundum til mýkri hlið­ ar og ef hann viðhafði hrósyrði þá var litið á það sem mikla vegsemd. Á Evrópumótinu í skák í Ohrid í Makedóníu árið 2001 gekk hann upp að hinum efnilega Stefáni Kristjánssyni, sem síðar varð stórmeistari, og hrósaði hon­ um í hástert fyrir taflmennsku hans gegn rússneska stórmeistar­ anum Pavel Smirnov. „Ég sá aldrei neinn af leikjum þínum fyrir,“ sagði Viktor kumpánlega og veitti þar með Stefáni mikla hvatningu sem honum þótti gríðarlega vænt um. Seirawan og hjónaherbergið Í bók sinni „Chess Duels: My games with the World Champ­ ions“ skrifar bandaríski stórmeist­ arinn Yasser Seirawan sérstak­ an kafla um Kortsnoj, þrátt fyrir að hann hafi aldrei hampað titlinum. Þar lýsir Seirwan því hvernig að Kortsnoj hafi beðið hann um að hjálpa sér við undirbúning fyrir ein­ vígi sitt gegn Karpov. Hinn grimmi bauð Bandaríkjamanninum á heim­ ili sitt í Sviss þar sem ætlunin var að setja upp æfingabúðir. Þeir þekktu­ st ekkert sérstaklega vel og því kom það Seirawan mjög á óvart þegar Kortsnoj sýndi einstaka gestrisni og bauð honum að dvelja í hjónaher­ berginu. Seirawan þáði það góða boð með þökkum og á meðan gerði Kortsnoj sér svefnbekk að góðu í látlausu gestaherberginu. Mörg­ um árum síðar komst Seirawan að því að Kortsnoj var á þessum árum fullviss um að sovéska leyniþjónust­ an, KGB, áformaði að koma honum fyrir kattarnef. Ef af því yrði, til dæm­ is að næturlagi, þá er alveg ljóst að sá sem fengi fyrstu byssukúluna í höfuðið væri sá sem lægi sofandi í hjónaherberginu! Lagði vofu Maroczy Fleiri magnaðar sögur eru til af Viktor hinum grimma. Árið 1988 vakti skák Kortsnoj og ungverska meistarans Gela Maroczy verulega athygli. Ástæðan var sú að Maroczy, sem var einn af allra sterkustu skákmönn­ um heims þegar hann var upp á sitt besta, hafði látist árið 1951, tæplega þrjátíu árum fyrr! Forsagan var sú að ungverski miðillinn Robert Rollans hafði samband við Kortsnoj og sagð­ ist vera í sambandi við skákmenn handan heims og vildi gjarnan hafa milligöngu um skák milli Kortsnoj og einhvers látsins meistara. Kortsnoj vildi helst tefla við Capablanca, fyrr­ verandi heimsmeistara, en sætt­ ist á Maroczy þegar hann fékk þau skilaboð að ungverski meistarinn væri klár í slaginn. Í frægu viðtali við Tímann, sem fjölmiðlar heims vitnuðu í, sagði Kortsnoj að hann væri með talsvert betri stöðu eftir 30 leiki því Maroczy hefði leikið af sér manni. „Ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessu var einföld. Ég trúi á líf eftir dauðann,“ sagði Kortsnoj við blaðamann Tímans. Viktor hinn grimmi var ekki vanur að sleppa mönnum þegar hann var kominn með þá í heljargreipar. Vofa Maroczy gafst upp eftir 47 leiki. n Sígarettureykur og bellibrögð Árið 1988 mætti stórmeistarinn Jóhann Hjartarson Kortsnoj í undankeppni heimsmeistaramótsins í skák. Einvígið fór fram í St. John í Kanada og segja má að hálf- gert skákæði hafi runnið á landann. Fjölmiðlaumfjöllun var gríðarleg og síðustu skákir einvígisins voru sendar út í beinni útsendingu. Íslenska þjóðin hataðist við Kortsnoj sem gerði allt sem í sínu valdi stóð til þess að koma ungum og óreyndum andstæðingi sínum úr jafnvægi. Ekki hafði hann erindi sem erfiði því Jóhann vann sigur í einvíginu, 4½-3½ eftir bráðabana við mikinn fögnuð Íslendinga. Í samtali við DV minnist Jóhann andstæðing síns af mikilli virðingu og hlýju. „Ég tefldi fyrst við Kortsnoj í IBM-mótinu árið 1987 og vann mjög óvæntan sigur í þeirri skák. Segja má að það hafi verið afar mikilvægt fyrir það sem koma skal enda gerði ég mér þarna grein fyrir því að ég ætti alls kostar við hann,“ segir Jóhann. Að sögn Jóhanns var Kortsnoj einn mesti baráttumaður sem sögur fara af og hann hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til þess að hafa áhrif á gang mála. „Hann truflaði mig með þrennum hætti. Hann ruggaði sér fyrir framan mig sem var gamalt bragð úr sovéska skákskólanum. Síðan var teflt á lausu sviði og um það þrammaði Kortsnoj á meðan ég hugsaði þannig að sviðið nötraði og skalf. Það sem vakti hins vegar mesta eftirtekt var að Kortsnoj keðjureykti meðan á einvíginu stóð og blés reyknum framan í mig. Íslenska þjóðin varð æf yfir framkomunni en í sannleika sagt truflaði þetta mig minnst. Ég var vanur sígarett- ureyk úr félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur,“ segir Jóhann og skellihlær. Hann viðurkennir þó að brögð Kortsnoj hafi borið árangur. „Hann var í raun alveg búinn að taka mig á taugum kallinn. Ég hef oft hugsað til þess að ég hefði eflaust ekki komist í gegnum þessa raun hefði það ekki verið fyrir liðsinni Friðriks Ólafssonar,“ segir Jóhann. Friðrik var afar virtur í alþjóða skáksamfélaginu og hafði verið forseti FIDE. Hann skrifaði bréf til mótshaldara og kvartaði undan framkomu Kortsnoj sem varð til þess að hegðun hins grimma stórbatnaði. „Það sem varð Kortsnoj að falli var að hann varð of öruggur með sig. Ég sá það á háttalagi hans og hvernig hann lék mönnum. Það nýtti ég mér til sigurs,“ segir Jóhann. Að hans sögn varð Kortsnoj foxillur við tapið en reiðin beindist ekki gegn Jóhanni sjálfum. „Hann bar líklega enn von í brjósti um að verða heimsmeistari og reiði hans beindist öll gegn Friðriki. Hvorki þarna né nokkru síðar sýndi hann mér nokkra óvinsemd. Við mættumst í allnokkrum skákmótum eftir þetta og á heimsbikarmóti í Barcelona árið 1989 dvöldu keppendur á Ritz-hótelinu. Þar sat ég til borðs með Kortsnoj flest kvöld ásamt öðrum meisturum og þá fór afar vel á með okkur. Við urðum hins vegar aldrei vinir eða neitt slíkt, hann var dulur maður sem flíkaði ekki tilfinningum sínum eða persónulegum málum. Hann gat hins vegar verið mjög meinlegur í athugasemd- um og varð verri í skapi eftir því sem árin færðust yfir,“ segir Jóhann kíminn. Gegn Fischer Í fimm áratugi tefldi Kortsnoj gegn öllum sterk-ustu skákmönnum heims og velgdi þeim verulega undir uggum. Hann er af flestum talinn vera sterkasti skákmaður sögunnar sem ekki hampaði heimsmeistaratign Ásamt Petru Eftirlifandi eiginkona Kortsnoj va r stoð hans og stytta. Hún fylgdi eiginmanni sínum á fle stum skákmót- um sem hann tók þátt í og hlúði að honum í veikindum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.