Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 24
Helgarblað 10.–13. júní 20164 Ferðalög og afþreying - Kynningarblað Ævintýralegar afmælisveislur Smáratívolí býður upp á einstaka afmælisdagskrá S máratívolí býður upp á fjöl- breytta afmælisdagskrá í ævin týralegu umhverfi þar sem engum ætti að leiðast. Þarna er allt stútfullt af alls konar spennandi tækjum, leikjum og afþreyingu sem gera veisluna ógleym- anlega fyrir gesti, foreldra og ekki síst, afmælisbarnið sjálft. Smáratívolí býð- ur upp á sérstaka afmælisdagskrá sem sniðin er að þörfum og óskum barna á ólíkum aldursskeiðum. Fjölbreytt dagskrá Boðið er upp á fjórar gerðir af barna- afmælispökkum þar sem hin ýmsu leiktækifæri tívolísins eru nýtt; Lazertagpartý, Frumskógarpartý, Leikjapartý og Mega leikjapartý. Til viðbótar við leiki og fjör fylgja hverj- um pakka tvær pítsusneiðar á mann og djús og gos eins og börnin vilja. Góður afmælisdagur Til viðbótar við pítsuna sem tívolíið útvegar getur fjölskylda afmælisbarnsins komið með aðrar veitingar s.s. hefðbundna súkkulaði- köku. „Ef þess er óskað er sjálfsagt að bæta við grunnpakkann öðrum veitingum, t.d. köku frá bakaríi, kandífloss, poppi, krapdjús, ís eða sleikjó. Í raun þurfa þau varla annað en að klæða barnið í spari- fötin og koma á stað- inn, því við sjáum um allt hitt. Pítsurnar fáum við frá Rizzo express, borð- búnaður og glös fylgja með, og við bæði dekkum upp og tökum til eftir veisluna. Gaman er að bera þetta saman við alla þá vinnu sem annars færi í að gera heimlið hreint bæði fyrir og eftir barnaafmæl- ið, verja löngum stundum í eldhúsinu við matar- og köku- gerð, og þurfa svo að hafa ofan af fyrir öllum börnunum á með- an veislan stendur yfir.“ Þá er tilval- ið fyrir foreldra að sameina afmælis- veislur tveggja eða fleiri barna til að minnka kostnaðinn. Afmælisbarnið fær sérstaka gjöf frá Smáratívolíi Öll afmælisbörn fá að gjöf frá Smáratívolíi klukkutíma kort í tívolí- ið sem gildir í öll tæki nema vinn- ingatæki og barnagæslu. Hægt er að bóka barnaafmæli í Smáratívolíi á vefsíðunni www.smarativoli.is/af- maeli/, en þar má einnig finna allar frekari upplýsingar um þjónustuna sem er í boði. n Afmælis- pakkar Frumskógarpartíý: 1.990 kr. á barn. Leikjapartý: 2.390 kr. á barn. Lasertagpartý: 2.390 kr. á barn. Mega leikjapartý: 3.790 kr. á barn. Veitingar Þeir sem halda afmælisveislu í Tívolíinu hafa aðgang að afmælisbás merkt- um afmælisbörnunum þar sem veitingarnar eru bornar fram. Veislufjör Smáratívolí býður upp á skemmtileg barnaafmæli fyrir alla krakka. P artýkerran mætir hress og kát á all- ar stærstu útihátíðirn- ar en hún fór fyrst af stað árið 2011. Nú er allt klappað og klárt fyrir sum- arið framundan og að vanda mun hún vekja lukku barna á öllum aldri. Erla Sveinsdóttir segir að Partýkerran sé stútfull af nýjum vörum og hafi byrj- að með látum á sjó- mannadaginn í Grindavík. „Við bjóðum upp á alls kyns skemmti- legar partývörur, eins og t.d. hatta, hár- kollur, blikkandi blómakransa og ljósa- sverð. Langvinsæl- astir eru nú svokallað- ir ljósaspinnerar með t.d. Frozen-laginu og margt, margt fleira. Við státum okkur af því að vera með yfir 100 vörutegundir! Úr- valið af blikkandi ljós- um er endalaust en þau njóta sín einstaklega vel í brekkusöngnum eða við varðeldinn. Það er virki- lega gaman að sjá ömmurnar og af- ana njóta þess að gefa barnabörn- unum slíka gripi. Það er ávallt gleði og einstök gleðistemning í kringum Partýkerruna. Svo er Lilja andlits- málari stundum með í för.“ Helíumblöðrur, kandífloss, krap og stórir sleikjóar „Við erum einnig með átta krap- vélar og er það orðið vinsælast hjá okkur á sumrin, enda fátt fjörugra og meira svalandi en að fá sér ís- kalt krap í öllum regnbogans litum í sólinni. Við erum að sjálfsögðu einnig með hið sívinsæla kandífloss í mörgum litum. Helíumblöðrur með Frozen og Minons hafa al- gjörlega slegið í gegn, ásamt stóru snuddu-sleikjóunum.“ Útihátíðir og alls kyns viðburðir „Þjónustan sem ég veiti er eins og best verður á kosið og Partýkerran hefur öll tilskilin vottorð, eins og t.d. frá heilbrigðisyfirvöldum. Partýkerran er líka góðu sambandi við aðstandendur bæjarhátíða en sinnir líka að sjálfsögðu litlum við- burðum. Ég er bókuð nær allar helg- ar í sumar en eitthvað er eftir af laus- um virkum dögum. Ég hlakka til að mæta á Kótelettuna um næstu helgi en að sjálfsögðu verður Partýkerran á staðnum. Einnig verður hún á Mærudögum, Einni með öllu, Ljósa- nótt og á fleiri flottum hátíðum.“ Hefurðu áhuga á að fá Partýkerruna á þína útihátíð eða annan viðburð? Endilega hafðu samband við okkur og við gerum okkar besta! Partýkerran, sími: 861- 2386. Netfang: partykerran@gmail. com. n Partýkerran: Mætir með stemninguna á allar stærstu útihátíðir sumarsins!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.