Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 38
Helgarblað 10.–13. júní 201630 Menning Ofurhetjur stíga niður til jarðar Þ að er margt líkt með Batman vs. Superman og nýjustu Mar- vel-myndinni. Báðar hefjast á því að ofurhetjurnar verða að takast á við afleiðingar af hinni miklu eyðileggingu sem þær hafa valdið í fyrri myndum. Hápunkturinn er svo einvígi á milli holdtekn- ingar ameríska draumsins sem berst við milljarðamær- ing sem syrgir látna foreldra með því að hanna búninga með alls konar vígtólum. Og í báðum myndum er einni hetju ofaukið, þar Wonder-Wom- an, hér Spider-Man. En einhvern veginn tekst Marvel alltaf betur upp í bíó en DC. Þó að titillinn beri nafn Capta- in America er hér í raun þriðja Aven- gers-myndin á ferð. Og þar sem sú síðasta jaðraði við að vera ofhlaðin er öllu nú stillt örlítið í hóf. Persón- urnar fá tíma til að anda á milli slags- mála og stigmögnun stríðsins verð- ur því trúverðugri. Bardagaatriðin eru líka raunsæis legri af ofurhetju- mynd að vera. Engar borgir eru jafn- aðar við jörðu, í mesta lagi einn flug- völlur. Sterkustu hetjurnar, Hulk og Þór, eru fjarverandi, sem gerir það aftur að verkum að hasarinn verður jarðbundnari. Meira að segja löggan skiptir hér einhverju máli. Og gott ef ekki er líka að finna einhverjar vanga- veltur um gildi hefndarinnar, sem oftast er talin öllum dyggðum æðri í Hollywood-myndum Það er helst að myndin misstígi sig um miðbikið þegar nýr Spider- Man er kynntur til sögunnar og virð- ist eiga heima í annarri sögu, og vægi Tony Stark sem örlagavalds allra annarra er orðið heldur mikið. En hún finnur brátt fæturna aftur í æsispennandi lokaslag sem tekst, ólíkt flest- um slíkum í ofurhetju- myndum, að koma á óvart. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Captain America: Civil War IMDb 8,3 RottenTomatoes 90% Metacritic 75 Leikstjóri: Anthony og Joe Russo Handrit: Christopher Markus og Stephen McFeely Aðalhlutverk: Chris Evans, Robert Downey Jr. og Scarlett Johansen e iginlega allir okkar textar eru um morð og limlestingar,“ segir pönkhljómsveitin Dauðyflin sem var að gefa út plötuna Drepa drepa hjá þýsku pönkútgáfunni Erste Theke Tonträger. Dauðyflin er skipuð bassaleik- aranum Dísu, gítarleikaranum Júlíönu, söngvaranum Alexöndru og trommaranum Fannari, en þau þrjú síðastnefndu voru áður í drungapönksveitinni Börn sem hef- ur verið áberandi í jaðarrokksen- unni á undanförnum árum. Þau segja Börn þó ekki vera búna að vera – „bara í barneignarleyfi.“ Pogo-partí og hatur „Við byrjuðum að æfa saman haustið 2015 og spiluðum á okkar fyrstu tónleikum í febrúar á þessu ári. Við gáfum út demó á kassettu í mars og svo tókum við upp efni á sjö tommu núna í apríl, sem er að koma út í sumar hjá þýsku pönkútgáfunni Erste Theke Tonträger,“ segja Dauð- yflin í Facebook-spjalli við blaða- mann. Fimm laga platan Drepa drepa er nú þegar aðgengileg á Bandcamp- síðu sveitarinnar en kemur von bráðar á sjö tommu vínylplötu. „Tónlistin okkar hljómar eins og pogo-partí og hatur. Hún hljómar eins og Suicide og Trash, úr kvik- myndinni Return of the Living Dead, líta út,“ segja þau þegar þau eru beðin um að lýsa tónlistinni fyrir þeim sem ekki heyra. Eins og nafn plötunnar gef- ur til kynna eru helstu viðfangsefni textanna morð og limlestingar en þannig segjast þau slá á móti og fá valdeflingu. „Stundum þegar mað- ur upplifir sig sem lítinn og van- máttugan vegna þess að maður til- heyrir jaðarsettum hópi eða bara vegna þess að maður er neðarlega í valdapíramída kapítalísks þjóðfé- lags, þá líður manni betur ef manni finnst maður geta slegið aðeins á móti. Textarnir okkar eru einungis skrifaðir til að slá á móti, til að upp- lifa örlitla valdeflingu og vonandi til að þeir sem heyra tónlistina og finna til samleiðar með okkur, upp- lifi einnig valdeflingu.“ Útrýming þöngulhausanna Hvaðan sækið þið innblástur? „Við erum innblásin af draumum um útrýmingu á þöngulhausum.“ Hverju viljið þið ná fram með tón- listinni? „Að Íslendingar byrji að pogo -a og að það verði svalt að krota, brjóta og ganga illa um, að óþekkt verði dyggð, að stoðir samfélagsins hrynji, að Hannes Hólmsteinn verði sendur í gúlagið.“ Hvað er eiginlega þetta pógó? „Það er bara svona að hoppa um við tónlist. Við erum reynd- ar hrifnust af tegund af pogo sem heitir „Fiskurinn.“ Þá setur maður hendur niður með síðum og reyn- ir að sprikla í loftinu eins og fisk- ur á þurru landi. Mér skilst að það hafi verið fundið upp á Húsavík til að dansa á tónleikum með Innvort- is. Svona 1-2-1-2 taktur eins og við spilum er fullkominn til að skoppa um við. Hrindipytturinn er búinn að vera.“ Á laugardag koma Dauðyfl- in fram á tónleikunum „Kveikjum í Reykjavík II“ ásamt hljómsveitunum Antimony, Kvöl og ROHT. „Þetta verða sjúkir tónleikar. Þetta eru fjögur bönd sem öll gefa út plötur undir merkinu Paradísar- borgarplötur eða PBP. Antimony er að hita upp fyrir Citadel-hátíðina í London, þar sem það mun spila ásamt Sigur Rós og einhverjum fleir- um. Við erum að hita upp fyrir K- Town Hardcore Fest í Kaupmanna- höfn. Þannig að það verða allir í feitum fíling.“ Dauðyflin, Antimony, Kvöl og ROHT koma fram á tónleikunum „Kveikjum í Reykjavík II“ í Lucky Records á laugardag. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er frítt inn. n Kála, stúta, slátra Dauðyflin voru að gefa út sína fyrstu plötu, Drepa drepa, sem er uppfull af skítugu pönki með ofbeldisfull- um textum. n Dauðyflin gefa út plötuna Drepa drepa n semja um morð og limlestingar n gefa út hjá þýskri pönkútgáfu hannes hólmsteinn sendur í gúlagið „Við erum innblásin af draumum um útrýmingu á þöngulhausum. Slá frá sér Dauðyflin nota pönktónlist og texta til að slá frá sér og upplifa valdeflingu. Tökum leik eftir EM leik Frábært úrval af foosball borðum Pingpong.is - Suðurlandsbraut 10, Reykjavík - Sími 568 3920 & 897 1715 Áf ram Ísl an d! Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.