Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 44
Helgarblað 10.–13. júní 201636 Fólk V ignir Rafn Hilmarsson er oft kallaður þokkafyllsti bassaleikari þjóðarinnar, en hann leikur í hljómsveitinni Agent Fresco. Nú er hann á leið í hnapphelduna því hann mun ganga í hjónaband með unnustu sinni, Hörpu Rut Sigurjónsdóttur, þann 16. júní. Því var Vignir steggjaður af vin- um sínum um síðustu helgi, en steggj- unin var dálítið óvenjuleg. „Ég var bú- inn að biðja þá um að klæða mig ekki í einhvern búning og láta mig labba nið- ur Laugaveginn,“ segir Vignir í samtali við blaðamann DV. „Ég vissi að vinir mínir væru með eitthvað í bígerð, en það kom mér mjög á óvart þegar ég var vakinn á laugardagsmorguninn.“ Eins og barinn Vinir Vignis, sem eru félagar hans úr tónlistinni í Agent Fresco, Úlfi Úlfi, Emmsje Gauti og plötusnúðar sem unnið hafa með hljómsveitunum, létu gamlan kunningja úr Tuborgtv á Þjóðhátíð í Eyjum vekja hann með látum. „Hann er rosalega fyndinn og við höfum hlegið mikið að viðtölun- um hans í gegnum árin.“ Svo var kom- inn tími til að gera Vigni kláran fyrir daginn. „Þeir fengu förðunarfræðing sem hefur unnið við Game of Thrones til að koma og mála mig eins og ég hefði verið barinn. Það var virkilega vel gert og mörgum varð ansi óglatt af því að sjá á mér útganginn.“ Leiðin lá svo í Reykjavík Escape, þar sem piltarnir fengu það verkefni að komast út úr herbergi með þema úr kvikmyndinni Hangover, kannski nokkuð viðeigandi. „Okkur tókst að beita hugvitinu og komumst út hér um bil einni og hálfri mínútu áður en tíminn rann út. Það var ótrúlega skemmtilegt, en líka fáránlega krefj- andi.“ Kokkteilar Eftir þetta var bundið fyrir augu Vign- is og farið með hann á vinnustað- inn sem fékk að njóta krafta hans í 11 ár. „Þeir keyrðu með mig upp í Garðheima. Ég var settur á stól, og bindið tekið af augunum. Þá var önn- ur internetstjarna mætt, strákur sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur strák- unum. Hann heitir Jóhann Fönix og heldur úti rás á Youtube þar sem hann blandar ógeðslega kokkteila og drekkur þá sjálfur. Ég var sem sagt kominn með einkabarþjón og fékk meðal annars kokkteil sem var tveir hlutar tekíla, tveir hlutar viskí og einn dropi af Mountain Dew, og ýmislegt fleira í þeim dúr. Eftir þetta mætti litli matartrukkurinn frá Prikinu, og við grilluðum okkur hamborgara.“ Auglýstur sem trúbador Á meðan vinahópurinn lá í grænu grasinu í Breiðholtinu fyrir utan Aktu Taktu var útvarp í bíl með galopna glugga stillt á Rás 2. „Herra Gauti, með öll sín sambönd, var búinn að koma mér í útvarpið og þarna var Sóli Hólm að tala um það sem yrði á dagskránni hjá honum þennan daginn. Hann kynnti að gestur þáttarins yrði Vignir Rafn, sem ætlaði að nota sumarið í að troða upp sem trúbador. Að ég ætl- aði að túra um landið og spila þekkta Eurovision-slagara og Blink 182-lög. Svo réttu strákarnir mér Fréttablaðið og þar var auglýsing um þetta líka. Ég fór auðvitað og spilaði og söng hjá Sóla í þættinum og hélt andlitinu allan tím- ann. Líklega mun ég þurfa að útskýra næstu árin að þetta hafi verið grín.“ Áheyrendur voru sem sagt nokkurn veginn sammála um að Vignir ætti að halda sig við bassaleik. Dans og spuni „Eftir þetta fórum við og lærðum dans við Beyoncé-lag hjá Stellu Rósen- kranz í World Class. En um kvöldið var svo komið að því skemmtilegasta sem ég hef gert. Meðlimir úr Improv Ísland mættu til okkar og ég fékk að vera þátttakandi í spunaatriði með þeim. Ég mæli með því fyrir alla.“ Dagurinn var sannarlega eftir- minnilegur fyrir Vigni og vini hans. Fimmtudaginn 16. júní verður svo brúðkaup í Fríkirkjunni og veisla í El- liðaárdal. Vinir Vignis ætla að troða upp með tónlistaratriði bæði í kirkj- unni og veislunni, en dagana á eftir eru þeir að spila á tónlistar hátíðinni Secret Solstice. n Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS - Sala@alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA Heill dagur af einka- húmor n Steggjapartí Vignis í Agent Fresco Hópurinn Strákarnir snæddu borgara úr Prik-trukknum. Vignir og félagar Kátur en ófrýnilegur í hópi góðra vina. Kátir piltar Í upphafi ævintýrisins. Dansarar Hópurinn í danstíma. „Þeir fengu förðunar- fræðing sem hefur unnið við Game of Thrones til að koma og mála mig eins og ég hefði verið barinn. m y n D D A V íð þ ó r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.