Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 9
Helgarblað 1.–4. júlí 2016 Fréttir 9 Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. Verð aðeins 3.845 Stigahlíð 45-47 / Sími 553-8890 EM-Tilboð 8 bitar franskar & 2l gos 4 stórir og 4 minni bitar. Gildir ekki með öðrum tilboðum „Ekki sá griðastaður sem vonast var eftir“ „Það var sláandi að verða vitni að því Kristín Þórunn Tómas­ dóttir Segir nauðsynlegt að finna aðrar leiðir til verndar flóttafólki. Mynd SigTryggur Ari Biskup hvetur til endurskoðunar á Dyflinnarreglugerð Ísland er aðili að svokallaðri Dyflinnarreglugerð sem heim- ilar stjórnvöldum að vísa hælisleitendum frá Íslandi, til þess lands sem þeir komu til fyrst í Evrópu. Þar sem ekkert beint flug er í boði frá stríðshrjáðum svæðum til Íslands er í raun heimild í lögum til að vísa öllum flóttamönnum frá. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, og Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup, rituðu grein í Morgunblaðið þann 11. júní þar sem meðal annars sagði: „Því er það okkar skoðun að Ísland beri að skoða vel aðild sína að Dyflinnarreglugerðinni og ef ekki reynist unnt að segja sig frá henni, þá beri yfirvöldum að minnsta kosti að túlka hana rúmt.“ Lögreglumenn undrast aðgerðir kirkjunnar „Erum ekkert annað en hluti framkvæmdavaldsins“ Aðfaranótt þriðjudagsins 28. júní voru Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, sendir frá Íslandi til Noregs. Áður en til aðgerða kom var samkomustund í Laugarneskirkju þar sem þeir sem vildu koma stóðu við altarið, lásu úr ritningunni, fóru með bænir eða áttu samtal fyrrgreindum hælisleitendum til stuðnings. Klukkan fimm um morguninn kom lögreglan og sótti hælisleitendurna sem síðar voru fluttir úr landi. Heimildir DV herma að meðal lögreglumanna sé uppi óánægja með framgöngu kirkjunnar og sumir hafi lagt til að fólk segi sig úr þjóðkirkjunni. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kannaðist ekki við þann orðróm, þegar blaðamaður DV innti hann eftir svörum. „Nú ert þú að segja mér fréttir. Hins vegar kæmi mér þetta satt best að segja ekki á óvart. Við erum ekkert annað en hluti framkvæmdavaldsins og valin verkefni sem við erum að sinna á þessum tíma. Það hljómar svolítið undarlega að kirkjan skuli grípa til þess með leyfi biskups og vísa til einhverra miðaldasiða sem komið var á augljóslega í allt öðru samfélagi en nú er í dag. Þar kemur inn þrískipting ríkisvaldsins og annað í þeim dúr. Þetta kemur mér ekkert á óvart en eins og ég sagði hef ég ekkert heyrt af þessu.“ Biggi lögga andvígur kirkjum sem griðastað Birgir Örn Guðjónsson, sem flestir þekkja sem Bigga löggu, fjallaði um þetta mál í Facebook-færslu í vikunni og segir að miklar og heitar umræður hafi spunnist í kringum mál hælisleitendanna sem voru sóttir í Laugarneskirkju. Birgir Örn segir að fólk virðist skiptast í tvo hópa sem eru gjörsamlega á öndverðum meiði. Annaðhvort séu menn æfir vegna aðfaranna hjá ríkinu eða ætli að segja sig úr Þjóðkirkjunni vegna afstöðu hennar. Birgir Örn segir meðal annars í færslunni að Dyflinnarreglugerðin sé í raun skammar- legur handþvottur íslenska ríkisins og að hún henti ekki Íslandi. „Þjóð sem er þannig staðsett að enginn getur komið hingað nema fuglinn fljúgandi og enginn hælisleitandi getur komið hingað beint frá því ríki sem hann flýr. Hugsunin er að gera umsóknirnar skilvirkari og reyna að skrúfa fyrir það að fólk setji sig og sína í meiri hættu með því að flakka milli landa. Þetta er ekki að virka og við erum ekki að taka við fullum bátum af hælisleitendum.“ Í pistlinum segist Birgir Örn hafa reynslu af samskipt- um við hælisleitendur. „Ég hef verið með hælisleitendur í höndunum sem voru lítið annað en glæpamenn að notfæra sér kerfið. Það má að sjálfsögðu alls staðar finna slæma einstaklinga inni á milli en hvenær ætlum við að læra að það er ekki réttlátt að láta þá skemma fyrir öllum hinum.“ Birgir segist enn fremur andvígur því að kirkjur geti verið griðastaður þar sem lög og reglur gilda ekki. „Það finnst mér mjög hættulegur stígur að feta. Við lifum í heimi sem er að breytast mjög ört og við verðum að haga seglum eftir þeim vindi. Það er hollt og nauðsynlegt að ræða þessi mál frá öllum hliðum en við skulum ekki missa okkur í upphrópanir og svívirðingar. Hvorki gagnvart prestum, kirkjunni, lögreglu eða hælisleitendum. Slíkar upphrópanir skila okkur engu, nema kannski einhverjum skrefum afturábak.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.