Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is 6 Fréttir Meðallaun hjá Stefni hækkað um nærri milljón á sex árum Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækja bankanna með 1.380 til 1.720 þúsund á mánuði S tarfsmenn í Stefni, stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, voru að meðaltali með 1.720 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði á ár­ inu 2015 og hafa laun þeirra hækkað um samtals 110% á síðustu sex árum. Af þremur stóru sjóðastýringarfyrir­ tækjunum greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á liðnu ári en til sam­ anburðar voru starfsmenn Íslands­ sjóða að meðaltali með 1.430 þús­ und krónur í laun á mánuði og hjá Landsbréfum námu launin 1.380 þúsund krónum. Upplýsingar um launagreiðslur sjóðastýringarfyrirtækjanna, sem eru í eigu Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, byggja á ársreikn­ ingum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á síðasta ári. Í einhverjum tilfellum, meðal annars hjá Stefni, innihalda þær greiðslur kaupauka sem lykilstarfs­ menn félaganna fengu í sinn hlut. Íslandsbanki og Landsbankinn eru sem kunnugt er í eigu íslenska ríkis­ ins sem fer auk þess með 13% hlut í Arion banka. Langt yfir meðallaunum Launaskrið í sjóðastýringarfyrirtækj­ unum helst í hendur við vaxandi umsvif þeirra á umliðnum árum samhliða því að íslenskur verðbréfa­ markaður hefur rétt úr kútnum eftir fjármálahrunið í árslok 2008. Þannig eru launakjör starfsmanna í þessum fyrirtækjum umtalsvert betri saman­ borið við meðaltal heildarlauna starfsfólks í fjármálageiranum al­ mennt. Þannig kom fram í nýlegri launakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), sem var framkvæmd í febrúar á þessu ári, að meðaltal heildarlauna félagsmanna SSF í fullu starfi sé 692 þúsund krón­ ur á mánuði og höfðu launin hækkað um 18% frá því að síðasta könnun var gerð fyrir þremur árum. Rétt er að taka fram að upplýs­ ingar í ársreikningum um heildar­ launagreiðslur sjóðastýringarfé­ laganna ná einnig til þóknana til stjórnarmanna og undirnefnda stjórna. Þær fjárhæðir eru hins vegar aðeins hverfandi hluti af heildar­ launagreiðslum fyrirtækjanna. Þrír risar á markaði Rekstrarfélög verðbréfasjóða í eigu stóru viðskiptabankanna eru með mikla yfirburðastöðu á eigna­ stýringarmarkaði. Heildareignir verðbréfa­ og fjárfestingarsjóða í stýringu Stefnis, Landsbréfa og Ís­ landssjóða námu liðlega 375 millj­ örðum í árslok 2015, samkvæmt upplýsingum sem Fjármála­ eftirlitið tók saman úr niðurstöðu ársreikninga fjármálafyrirtækja, og höfðu aukist um 65 milljarða frá fyrra ári. Önnur fjármálafyrirtæki á sama markaði, sem eru fyrst og fremst Gamma, Júpíter rekstrar­ félag, Virðing og Íslensk verðbréf, skipta hins vegar á milli sín eignum samtals að fjárhæð 85 milljarðar. Heildarlaun starfsmanna stóru sjóðastýringarfélaganna hækkuðu á bilinu um 100 til 150 þúsund krón­ ur á mánuði á milli ára. Starfsmenn Stefnis, en meðalfjöldi þeirra var 23 á síðasta ári, voru sem fyrr segir með hæstu launin að meðaltali og hækkuðu þau um 140 þúsund krón­ ur frá árinu 2014. Miðað við upplýs­ ingar um heildarlaunagreiðslur í ársreikningum Stefnis sést að með­ almánaðarlaun starfsmanna félags­ ins hafa meira en tvöfaldast frá ár­ inu 2009 þegar þau námu um 820 þúsund krónum. Til samanburðar þá hefur launavísitala starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækk­ að um 53% yfir sama tímabil. Hagnaður jókst um milljarð Sjóðastýringarfyrirtæki stóru bank­ anna hafa á undanförnum árum verið fremst í flokki í stofnun fram­ takssjóða sem hafa mjög látið til sín taka í fjárfestingum í mörgum óskráðum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þannig tilkynnti Stefnir fyrir skemmstu að félagið hefði lokið við fjármögnun á 12,8 millj­ arða framtakssjóði – SÍA III – en fyrr á þessu ári hafði Landsbréf jafn­ framt gengið frá 12 milljarða fjár­ mögnun vegna stofnunar fram­ takssjóðsins Horn III. Þá er Akur fjárfestingarfélag, sem var komið á fót í ársbyrjun 2014, stýrt af Íslands­ sjóðum en fjárfestingageta sjóðsins er ríflega sjö milljarðar króna. Hagnaður af rekstri sjóðastýr­ ingarfélaganna jókst mikið á síð­ asta ári. Samtals nam hagnaður þeirra ríflega 2,3 milljörðum króna – þar af var hagnaður Stefnis 1,17 milljarðar – og hækkaði um meira en milljarð króna frá fyrra ári. Bætt afkoma félaganna hélst í hendur við gott árferði á hlutabréfamarkaði þar sem úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 43% á liðnu ári og velta jókst að sama skapi um liðlega hundrað milljarða króna. Litlar breytingar urðu á starfs­ mannafjölda fyrirtækjanna á ár­ inu 2015 en í lok ársins voru voru starfsmenn samtals 52 hjá félögun­ um þremur. n Framkvæmdastjórar með yfir 2,5 milljónir á mánuði Launagreiðslur og hlunnindi til handa Flóka Halldórssyni, framkvæmdastjóra Stefnis, og Helga Þór Arasyni, framkvæmdastjóra Landsbréfa, á árinu 2015 námu ríflega þrjátíu milljónum króna, eða sem nemur um 2,5 milljónum króna á mann á mánuði. Laun Flóka, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins allt frá árinu 2009, stóðu nánast í stað á milli ára en árið 2015 var hins vegar fyrsta heila starfsár Helga Þórs sem framkvæmdastjóri Landsbréfa en hann tók við starfinu vorið 2014. Árslaun Haralds Arnar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslandssjóða, voru talsvert lægri, eða sem nemur 24,1 milljón króna á mánuði, sem jafngildir því að hann hafi verið með um 2 milljónir króna á mánuði. Hækkuðu laun hans um 200 þúsund krónur á mánuði frá fyrra ári en Haraldur Örn hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Íslandssjóða frá árinu 2012. Hörður Ægisson hordur@dv.is 1.430 þúsund 1.380 þúsund 1.720 þúsund Meðalheildarlaun árið 2015 Flóki Halldórsson 2,52 milljónir Helgi Þór Arason 2,54 milljónir Haraldur Örn Ólafsson 2 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.