Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 22.–25. júlí 20166 Úttekt G uðni Örn Jónsson, húsa- smíðameistari og byggingartæknifræðingur, var misnotaður í æsku, bæði af manni í KFUM og manni sem kenndi honum golf á Akranesi. Í dag eru liðnir meira en fjórir áratugir frá atburðun- um og segir hann líf sitt hafa batn- að til muna eftir að hann steig fram og sagði sögu sína. „Það opnað- ist á svona mál í þjóðfélaginu 1997 vegna umræðunnar um Ólaf bisk- up, ég tók af skarið 1999, var að vinna í þessu og gafst mörgum sinnum upp. Svo byrjaði ég kerfis- bundið að vinna í þessu 2011.“ Í dag er Guðni sigurvegari, stærsti sigurinn var þegar hann gat horfst í augu við gerendur sína og sýnt þeim að hann væri orðinn sterkari en þeir: „Það angraði þá mikið, eins og annan þeirra, sem reyndi að hafa samband við mig aft- ur og vildi biðja mig fyrirgefningar, ég sagði nei. Hinn reyndi þetta líka, golfkennarinn, hann reyndi að nálgast mig mörgum sinnum en ég gaf honum aldrei færi á því. Þeir þola þetta ekki, því þeir eru vissu- lega veikir blessaðir og þeir gera þetta til að drottna yfir manni.“ Hann segir engan geta tekist á við svona mál nema viljinn sé fyrir hendi: „Erfiðast í þessum málum er að komast yfir skömmina og líka það að lemja inn í hausinn á sér að þetta var ekki manni sjálfum að kenna, ég bauð ekki upp á þetta, það er stærsta skrefið. Maður þarf að gera sér grein fyrir að þetta var manneskja, einstaklingur sem var með yfirburðastöðu gagnvart mér sem barni og gat gert á minn hlut í krafti stærðar, aldurs og vitsmuna.“ Guðni segir hópvinnu hafa hjálpað mikið þar sem hægt sé að ræða við fólk sem viti nákvæmlega um hvað er verið að tala. Guðni segist eiga Stígamótum og Drekaslóð mikið að þakka. Áður en hann leitaði sér aðstoðar glímdi hann við erfið þunglyndisköst. „Ég var kominn á þann stað í lífinu að ég þurfti að velja hvað ég ætlaði að gera, ég var gefast upp, kominn á krossgötur. Var þetta búið eða átti ég annan valkost, ég gat ekki meira. Já, ég hafði valkost, að vinna í mér. Sem betur fer eru til staðar félaga- samtök eins og Stígamót og Dreka- slóð, sem koma manneskjum með okkar reynslu á rétta veginn, sem er breiður og beinn,“ segir Guðni. „Með þeirra hjálp varð ég að sigur vegara ekki fórnarlambi. Það vill enginn vera fórnarlamb, held- ur sigurvegari. Í dag er ég venjuleg- ur maður sem skilar sínu eins og hver annar í þjóðfélagi okkar. Það er góður staður að vera á, staður sem gefur okkur sjálfsvirðingu, virðingu gagnvart öðrum, sjálfsmynd, sem er mynd allra, ekki bara mín því ég á ekki skilið að eiga hana einn heldur eigum við hana öll. Bara þess vegna verður lífið fallegra.“ n ari@pressan.is „Með þeirra hjálp varð ég að sigurvegara ekki fórnarlambi“ Orðinn sterkari en gerendurnir É g er að flytja og það kemur ýmis legt í ljós við slíkan gjörn- ing. Það hefur glatt mig, sér- staklega á ögurstundum þegar ég er við það að sækja mér gröfu til að moka út, að finna póstkort, afmæliskort og bréf á víð og dreif um íbúðina. Og hvort það hefur. Ég hef notið þess að lesa af- mæliskort, póstkort frá öllum heimsálfum og svo stöku sendibréf, sem mér hafa borist á ýmsum stig- um ævi minnar. Pökkunarferlið hef- ur fyrir vikið verið heldur seinlegt. En svo fann ég bréfið. Ég man ekki eftir að mér hafi borist það. Ég hef verið sautján ára og var búsett erlendis þegar það kom. Líklega hef ég lesið það, og skellt örlítið upp úr að gamansemi vinkonu minnar sem skrifar svo skemmtilega að ég verð stundum græn af öfund þegar ég verð vitni að þessari náðargáfu. Ég brosti þegar ég fann bréf- ið, faðmaði það að mér og settist á stigapallinn til að lesa það. Hún hafði skrifað það á línustrikað blað, með litríkum penna. Mig grunar að hún hafi jafnvel stolist til að skrifa það í tíma í skólanum. Það væri al- veg eftir henni. En það er víst efni bréfsins sem mig langar að segja frá. Í bréfinu byrjar þessi ágæta vinkona mín að segja mér frá kvöldstund sem hún og aðrar vinkonur mínar höfðu eytt saman – eða svona að mestu leyti. Þær voru að skemmta sér, ein þeirra átti afmæli. Þær voru ungar, sætar og sumar áttu meira að segja kærasta. Ekki þessi vinkona mín þó. Hún var laus og liðug og fór að skemmta sér. Á þessum tíma var það eiginlega hennar sérgrein enda geislandi fög- ur, klár og skemmtileg. Lýsingar hennar á kvöldinu eru eins og að horfa á kvikmyndasenu – svo ljóslifandi sé ég þær fyrir mér: hana renna hýru auga til pilts í partí- inu sem þær héldu, aðra vinkonu mína vilja komast snemma heim og enn aðra sannfæra þá þreyttu um að keyra þær þó að minnsta kosti í bæ- inn áður en hún skriði undir sæng heima. Sem hún og gerði, því í næstu andrá voru þær komnar á djammið í Reykjavík. Í bænum kynntist bréfritarinn pilti. Hún fór í smá göngutúr með honum. Svo fóru þau heim til hans. Hún vildi fara að sofa, en hann linnti ekki látunum fyrr en hún hafði gert hluti – sem hún alls ekki vildi gera. Lýsingarnar á þessum hlutum eru ekkert verr skrifaðar en aðrar lýs- ingar bréfsins. Rithöndin er sú sama, sami tóninn, en undirliggjandi er tregafullur ómur; þegar hún segir mér frá vandræðaganginum daginn eftir, hvernig hún vildi komast heim, hvernig hann „þakkaði henni fyrir“ og hversu illa henni leið þegar heim var komið. Hún kennir sjálfri sér um, vitnar til þess að ástand hennar hafi verið frekar bágborið. Hún tek- ur ábyrgð á því sem gerðist. Ábyrgð sem var svo sannarlega ekki hennar. Ég hélt áfram lestrinum með herkjum, enda bréfið hnausþykkt. Þar sem hún sat á bömmer, alein heima og með sjálfsásakanirnar í fimmta gír hringdi önnur vinkona okkar í hana. Ein þeirra úr partí- inu hafði nefnilega endað kvöldið heima, með kærastanum sínum. Ég man eftir honum, sérstaklega hvað við vorum allar skotnar í honum. Hann var og er talsvert eldri en við. En sá hafði þó raunar fallið nokkuð í áliti sagði bréfritarinn, enda hafði hann harðneitað að setja upp smokk þetta örlagaríka kvöld. Vinkonu okk- ar bráðlá því á að komast í apótek. Þar afhentu þær 2.000 krónur fyrir „morguninn eftir pilluna“. Hann hafði beðið hana að hringja í vin- konur sínar og bjarga þessu. Þetta var náttúrlega „hennar vandamál.“ Ég veit ekki hvort sautján ára gamla ég meðtók þessi skilaboð. Ég man það ekki. Ég sat sem slegin á stigapallinum. Hvernig gat þetta hafa gerst? Hvernig gat þetta hafa farið framhjá mér. Ætli hún sé búin að vinna úr þessu – ætli hún vilji ræða þetta? Bréfið lá þungt eftir í kjöltu minni eftir lesturinn. Ég fann hvernig hrollurinn læsti sig um mig. Hvernig gat ég ekki hafa séð alvar- leika málsins fyrr. Hvernig mundi ég ekki hvað gerðist? Af hverju var ég bara fyrst núna að átta mig á þessu? Ég ákvað að ræða við bréfritarann um þetta og segja frá þessum fundi mínum. Spyrja hvort það væri í lagi að ég segði frá. Við vorum sammála um að á þessum tíma hafi sárvantað vit- neskjuna um að við gætum sett mörk, að okkur væri leyfilegt að setja mörk, segja nei, segja stopp. Að það mætti ekki vaða yfir þessi mörk – að það væri ofbeldi. Að nei, þýddi nei. Ég vona að ég hafi verið góð vin- kona þegar þetta gerðist, meðvituð, skilningsrík og hughreystandi. Get- að blásið þeim hugrekki í brjóst. Ég vona að þær hafi sagt einhverj- um hvað gerðist – einhverjum sem gat hjálpað þeim. Einhverjum sem gat sett þetta í samhengið sem við virðumst ekki hafa haft þroska til. Ég vona það, því þegar ég las bréfið aftur áttaði ég mig á því, að þrátt fyrir gamansaman tóninn var það fullt óverðskuldaðra sjálfsásak- ana og neyðarópa sem stukku upp af pappírnum. Líklega var ég ekki manneskja til þess þá – en ég skil núna. Ég veit að ábyrgðin er ger- andans. Ég vil að þær viti að ég er til staðar. Ég vona að þær hafi unnið sig út úr þessu. Ég vona að þær mæti í druslugönguna. n Bréfið á stigapallinum Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Guðni Örn Jónsson „Hún tekur ábyrgð á því sem gerðist. Ábyrgð sem var svo sannarlega ekki hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.