Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 22.–25. júlí 20168 Verslunarmannahelgin - Kynningarblað Stanslaus skemmtidagskrá og fjölskyldugleði Unglingalandsmót UMFÍ U nglingalandsmót Ung- mennafélags Íslands er vímulaus íþrótta- og fjöl- skylduhátíð sem haldin er árlega, ávallt um verslun- armannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár er unglingalandsmótið í Borgar nesi. Skráningu á mótið lýkur laugar- daginn 23. júlí en búast má við yfir 10.000 gestum, keppendum, fjöl- skyldum þeirra og öðrum móts- gestum. Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri allra landsmóta UMFÍ, þar á meðal unglinga- landsmótanna og segir hann að mótin hafi tekist afskaplega vel í gegnum tíðina. „Við viljum að fjölskyldan sé saman og höfum sagt að sé fjöl- skyldan ekki saman þessa helgi, hvenær þá? Margir töldu að hreyf- ingin væri að fara í ranga átt þegar við ákváðum að setja þetta á versl- unarmannahelgina en þetta hefur slegið í gegn. Í sjálfu sér erum við ekki í samkeppni við Þjóðhátíð í Eyjum eða hvað annað, þetta er bara einn valkostur sem fólki stend- ur til boða um þessa helgi. Hér eru okkar prinsipp um vímuefnaleysi í gildi og þeir sem stilla sér upp með okkur í þeim efnum eru hjartanlega velkomnir. Þetta gengur alltaf ótrú- lega vel fyrir sig og mótin eru af- skaplega skemmtileg,“ segir Ómar. Keppt verður í 14 keppnisgrein- um um helgina og er óhætt að segja að fjölbreytnin sé mikil, til dæmis boltaíþróttir og frjálsar íþróttir, en líka lyftingar og síðan hugaríþrótt- ir á borð við skák og stafsetningu. Keppendur eru á aldrinum 11 til 18 ára. Mótsgjald er 7.000 krónur á hvern keppanda en innifalið í því er þátttaka í öllu öðru sem stendur til boða á mótinu, til dæmis leikjum, kvöldvöku og annarri afþreyingu, auk þess sem dvöl fjölskyldu kepp- enda er innifalin. „Fyrir utan þessar keppnis- greinar er líka afskaplega margt annað um að vera. Það er til dæm- is verið að leggja nýjan frisbí-golf- völl í Borgarnesi og þar geta allir verið með. Síðan erum við að fá til okkar tvo danska stráka sem eru heimsmeistarar í götufót- bolta og þeir verða bæði með sýn- ingu og kenna krökkunum. Það er því heldur betur hægt að finna sér afþreyingu eftir að maður hefur lokið keppni í sinni grein og dag- skráin er í fullum gangi fram að miðnætti öll kvöld,“ segir Ómar. Þess má auk þess geta að landsfrægir listamenn skemmta á kvöldvökunum, til dæmis Amabadama, Dikta, Jón Jónsson, Úlfur Úlfur og fleiri. Ómar ítrekar að mótið sé fyrir alla krakka á aldursbilinu 11 til 18 ára og snúist ekki um þá sem eru virkir í íþróttum: „Ef til staðar er einstaklingur sem er ekki í fót- boltaliði eða körfuboltaliði en langar að vera með þá getur hann skráð sig og við setjum hann inn í lið eða finnum lið fyrir hann.“ Nánari upplýsingar um ung- lingalandsmótið og skráning eru á heimasíðunni umfi.is. n Ómar Bragi Stefánsson Fram- kvæmdastjóri allra landsmóta UMFÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.