Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 22.–25. júlí 201614 Fréttir Erlent Þ að er mat ástralskra yfirvalda og hæstaréttar þar í landi að Rebecca Butterfield sé ekki fær um að sjá um sig sjálf utan fangelsisveggjanna og þó að hún sé búin að afplána refsi- dóm eigi að vista hana áfram í fanga- klefa þar sem hún sé hættuleg sjálfri sér og öðrum – raunar stórhættuleg. Hún er sögð vera hættulegasti fangi Nýja-Suður Wales. Butterfield er 41 árs gömul og er þekkt fyrir að veita sjálfri sér áverka eins og sést á upp- talningu hér á síðunni. Þegar hún hefur slasað sjálfa sig ræðst hún svo á fangaverði sem koma henni til að- stoðar í Silverwater-fangelsinu, sem er öryggisfangelsi. Butterfield glímir við mjög alvarlega geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir. Skaðar sig til að skaða aðra Hún lauk afplánun í nóvember í fyrra, en hefur þrátt fyrir það ekki verið hleypt út. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hún skyldi vistuð áfram, í fimm ár í fangelsinu. Margir telja það brot á mannréttind- um hennar að leyfa henni ekki að fara úr fangelsinu, en hún verður vistuð áfram á grundvelli almanna- hagsmuna. Það má samkvæmt lög- um, sem segja að það sé óásættan- legt að sleppa henni lausri þar sem allar líkur séu á að hún brjóti aftur af sér. Lögin kveða á um að hægt sé að halda fólki í fimm ár eftir dóm á þessum rökum. „Samverkandi áhrif þeirra geðrænu vandamála sem sakborningurinn glímir við og fyrri ofbeldisbrot hennar renna stoðum undir það mat að án eftirlits séu meiri líkur en minni á að hún brjóti af sér á ofbeldisfullan og alvarlegan hátt,“ segir í niðurstöðu dómar- ans, Stephens Rothman. Dómarinn bendir á að hún skaði sjálfa sig að auki ítrekað og oft virðist hún gera það til að fá aðstoð annarra sem hún svo ræðst á. Alein og flutt milli fangelsa Afbrotaferill Butter field nær aftur til ársins 1996, þegar hún var 21 árs gömul. Nokkru áður hafði maður sem hún sakaði um nauðgun verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Virðist það hafa haft djúpstæð áhrif á hana. Í fyrstu var hún dæmd fyrir ýmsa smáglæpi og skemmdarverk en á næstu fjórum árum varð hún of- beldishneigðari og veikari. Árið 2000 réðst hún á nágranna sinn sem var að reyna að aðstoða hana eftir að hún hafði veitt sjálfri sér alvarlega áverka. Hún stakk hann fimm sinnum með hníf. Fyrir það var hún dæmd í þriggjs ára fangelsi. Í nóvember í fyrra hafði hún lokið afplánun 12 ára fang- elsisdóms fyrir morð á samfanga sínum sem hún stakk 33 sinnum með skærum. Butterfield hefur því verið í fangelsi sam- fleytt í sextán ár. Hún hefur haft í hótunum við aðra fanga og fanga- verði, þá sérstak- lega kvenkyns fangaverði. Hún skar einn fanga- vörð í andlitið með heimagerðum kuta, þá hellti hún þvagi yfir ann- an og hellti sjóðandi vatni yfir tvo fangaverði. Hún hefur einnig hlotið refsiþyngingu fyrir að ráð- ast á hjúkrunarkonu, sem hún sparkaði í. Fangaverðir sem sinna henni eru beðnir að hafa varann á sér, hún geti auðveldlega losað sig úr handjárnum og sé vís til að sýna af sér grófa og ofbeldismikla hegðun. Hún er flutt á milli tveggja fangelsa, til að hvíla starfsfólk og er höfð í einangrun til að vernda aðra fanga. n Hættuleg sér og öðrum n Rebecca Butterfield er höfð í einangrun og fangaverðir eru varaðir við henni Skráð atvik í fangelsinu 2003 Skar sig sjálf á háls. Þurfti að sauma þónokkur spor. 2004 Skar sig aftur á háls. Aftur þurfti að sauma. 2005 Reyndi sjálfsvíg með hengingu. Eftir misheppnaða tilraun skar hún sig á háls. 2006 Skar sig á háls. Blæddi næstum út. 2008 Kveikti í klefanum sínum og stórslasast. 2008 Lamdi höfði sínu utan í og kom munum fyrir undir höfuðleðrinu. 2009 Lamdi höfði sínu 105 sinnum utan í vegg. Höfuðkúpubraut sig. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Hófst 1996 Butterfield varð fyrir ofbeldi, en afbrotaferill hennar hófst þegar árásarmaður hennar var sýknaður.„… án eftirlits séu meiri líkur en minni á að hún brjóti af sér á ofbeldisfullan og alvarlegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.