Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 22.–25. júlí 20166 Verslunarmannahelgin - Kynningarblað E dinborgarhúsið er sögufrægt hús á Ísafirði og er í dag rekið sem tónlistarhús og veitinga- staður. Húsið er staðsett að Aðalstræti 7 á Ísafirði en það reis árið 1907. Það voru Skotar og Ís- lendingar sem byggðu húsið í sam- einingu á sínum tíma. Kom þar meðal annars við sögu Ásgeirsverslun en húsið þjónaði sem innflutnings- og útflutningsmiðstöð fyrir svæðið. Árið 2007 var Edinborgarhúsið síð- an endurreist sem tónlistarhús og veitingastaður. Bræðurnir Sigurð- ur Arnfjörð og Guðmundur Helgi Helgasynir keyptu síðan staðinn árið 2012 og hafa því rekið hann í rúm- lega fjögur ár. Þeir bræður reka líka Gistiheimilið á Núpi í Dýrafirði og hafa gert það undanfarin níu ár, auk þess sem þeir eru skráðir vertar í Fé- lagsheimilinu í Bolungarvík. „Edinborgarhúsið er Harpa okkar Vestfirðinga,“ segir Sigurður í sam- tali við DV en Vestfirðingum þykir gaman að sækja tónleika og njóta veitinga í þessu glæsilega og virðu- lega húsi. Að sögn Sigurðar eru fiskréttirnir vinsælastir á veitingastaðnum. „Lík- lega er það tenging við miðin þegar fólk er komið hingað vestur,“ segir Sigurður. Hann segir þó að Edinborg flokkist ekki sem sjávarréttastaður heldur sem bistró en það felur í sér fljótari afgreiðslu. „Við erum í reynd með alla flóruna: salöt, pastarétti, súpur, hamborgara, samlokur, kjöt- og fiskrétti. Það á hver og einn að geta fundið eitthvað sitt hæfi.“ Stórdansleikir um helgina Sigurður segir að viðskiptin stóraukist um verslunarmanna- helgina. „Það er svo mikið af fólki í bænum og allir þurfa að borða. Við höfum auk þess verið með samning við Mýrarboltann um að við sjáum um dansleikina fyrir þá og hér eru stórdansleikir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Dansleikirnir hefjast kl. 12 á miðnætti og standa til kl. 4 um nóttina. Á föstudagskvöld eru það Aron Can, Erpur og Steinar; þetta er svona DJ-bræðingur. Á laugar- dagskvöldið er það sveitaball í umsjón Stuðlabandsins. Síðan er það diskódrottningin og stuðbolt- inn Páll Óskar sem heldur uppi fjör- inu og setur lokahnykkinn á þetta á sunnudagskvöldið.“ Sigurður segir að bæði kostnaður og tekjur yfir verslunarmanna- helgina séu á allt öðru stigi en vana- lega í rekstrinum. Það muni svo sannarlega um 700 manna böll þrjú kvöld í röð en starfsfólki fjölgar líka mjög mikið yfir helgina. „Það eru til dæmis tíu dyraverðir í vinnu hjá okkur bræðrum um helgina, tíu barþjónar, fimm manns í eldhúsi og fimm í sal. Þannig að það eru 30 manns að vinna um helgina bara á þessum eina veitingastað. Þessa einu helgi erum við að borga milljónir í laun. Auk þess má telja skemmtikraftana sem eiginlega starfsmenn okkar um helgina og þeir verða vitanlega að fá sitt.“ Edinborg er því gott dæmi um hvað allt verður stærra í sniðum á Ísafirði um verslunarmannahelgina. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir svona lítið bæjarfélag að fá svona mikla innspýtingu,“ segir Sigurður að lokum, hæstánægður með þann gífurlega fjölda gesta sem streymir til Ísafjarðar um verslunarmanna- helgina. n Dansleikir Mýrarboltans í sögufrægu húsi Edinborg, Ísafirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.